Fréttablaðið - 16.04.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 16.04.2010, Blaðsíða 10
 16. apríl 2010 FÖSTUDAGUR GOS Í EYJAFJALLAJÖKLI Öskufall frá Eyjafjallajökli lokaði flugvöllum í Eng- landi og hafði inntökupróf í leiklistarskóla af Hreindísi Ylfu Garðarsdóttur Hólm. Fimleikastúlkur á leið til Finnlands brugðu á leik þrátt fyrir óvissuna. „Það þýðir ekkert að pirra sig. Þetta eru bara náttúruhamfarir,“ sagði Selma Björnsdóttir söngkona sem var meðal fjölmargra sem ekki kom- ust í flug frá landinu í gær vegna öskufalls frá Eyjafjallajökli. Um ellefu hundruð manns voru þegar mest lét í Leifsstöð í gær- morgun en fólkinu fækkaði þar jafnt og þétt eftir því sem ljósara varð að flugvellir á áfangastöðum þess í Evrópu myndu haldast lok- aðir. Með Selmu í för var söngkonan unga Hreindís Ylfa Garðarsdótt- ir Hólm sem var á leið í inntöku- próf í leiklistarskóla í London. „Síð- asti prufudagurinn er á morgun [í dag],“ sagði Hreindís, sem var enn vongóð þar sem hún stóð í röð með Selmu til að láta endurbóka flug sitt. „Það er ekkert annað hægt að gera en að taka þessu með ró. Hvað á maður að gera annað?“ sagði Selma sem sjálf er á leið í leik- stjóranám í Bristol. „Ég er nú ekki í neinni hættu með það þótt ég hafi reyndar ætlað að nota helgina til að finna íbúð. Þetta kemur aðallega illa við hana sem er að fara í inntökupróf á morgun og búin að undirbúa sig og borga miða,“ sagði Selma og benti á Hreindísi. Um klukkustund síðar höfðu þær bókað flug út á sunnu- dag og inntökuprófið úr sögunni. Heppnin var ekki með þeim þenn- an dag. gar@frettabladid.is „All out of luck“ í Leifsstöð HREINDÍS YLFA OG SELMA BJÖRNSDÓTTIR Rifu sig upp eldsnemma í flug til London en gripu í tómt eins og margir aðrir sem ætluðu frá Leifsstöð í gær til Evrópu. MONIKA KRUMLOVÁ OG PETR KRUML Þessi tékknesku feðgin höfðu ferðast um Ísland og Grænland og biðu þolin- móð eftir flugi til Kaupmannahafnar þaðan sem þau ætluðu heim til Prag. GERPLUSTELPUR Hópur fimleikastúlkna, meðal annars frá Selfossi og Kópavogi, var á leið á Norðurlandamót í Finnlandi. Gerplu- stúlkur brugðu á leik fyrir frönsk ungmenni sem voru hér í fjögurra daga vísindaferð. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HÖFÐI AÐ HALLAÐ Þeir sem voru í tengiflugi frá Ameríku til Evrópu og fastir í Leifsstöð voru orðnir lúnir eftir lengra ferðalag en stefnt var að. Gleði Tilboð á m.ring.is – ekki klippa þennan miða út Ringjarar geta náð sér í lagið og hringitóninn A Hundred Reasons með Ólafi Arnalds og Hauki Heiðari úr Diktu á farsímavefnum m.ring.is í dag. Gildir í dag föstudag Tónlist fyrir 0kr. Tónlist Ferskir tónar á m.ring.is í hverri viku E N N E M M / S ÍA / N M 4 17 8 2 Við sendum þér tóninn beint í símann. Farðu inn á farsímavefinn m.ring.is og óskaðu eftir að fá hringitóninn sendan í símann. Syngjandi gleði hjá Ringjurum í allan dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.