Fréttablaðið - 16.04.2010, Síða 10

Fréttablaðið - 16.04.2010, Síða 10
 16. apríl 2010 FÖSTUDAGUR GOS Í EYJAFJALLAJÖKLI Öskufall frá Eyjafjallajökli lokaði flugvöllum í Eng- landi og hafði inntökupróf í leiklistarskóla af Hreindísi Ylfu Garðarsdóttur Hólm. Fimleikastúlkur á leið til Finnlands brugðu á leik þrátt fyrir óvissuna. „Það þýðir ekkert að pirra sig. Þetta eru bara náttúruhamfarir,“ sagði Selma Björnsdóttir söngkona sem var meðal fjölmargra sem ekki kom- ust í flug frá landinu í gær vegna öskufalls frá Eyjafjallajökli. Um ellefu hundruð manns voru þegar mest lét í Leifsstöð í gær- morgun en fólkinu fækkaði þar jafnt og þétt eftir því sem ljósara varð að flugvellir á áfangastöðum þess í Evrópu myndu haldast lok- aðir. Með Selmu í för var söngkonan unga Hreindís Ylfa Garðarsdótt- ir Hólm sem var á leið í inntöku- próf í leiklistarskóla í London. „Síð- asti prufudagurinn er á morgun [í dag],“ sagði Hreindís, sem var enn vongóð þar sem hún stóð í röð með Selmu til að láta endurbóka flug sitt. „Það er ekkert annað hægt að gera en að taka þessu með ró. Hvað á maður að gera annað?“ sagði Selma sem sjálf er á leið í leik- stjóranám í Bristol. „Ég er nú ekki í neinni hættu með það þótt ég hafi reyndar ætlað að nota helgina til að finna íbúð. Þetta kemur aðallega illa við hana sem er að fara í inntökupróf á morgun og búin að undirbúa sig og borga miða,“ sagði Selma og benti á Hreindísi. Um klukkustund síðar höfðu þær bókað flug út á sunnu- dag og inntökuprófið úr sögunni. Heppnin var ekki með þeim þenn- an dag. gar@frettabladid.is „All out of luck“ í Leifsstöð HREINDÍS YLFA OG SELMA BJÖRNSDÓTTIR Rifu sig upp eldsnemma í flug til London en gripu í tómt eins og margir aðrir sem ætluðu frá Leifsstöð í gær til Evrópu. MONIKA KRUMLOVÁ OG PETR KRUML Þessi tékknesku feðgin höfðu ferðast um Ísland og Grænland og biðu þolin- móð eftir flugi til Kaupmannahafnar þaðan sem þau ætluðu heim til Prag. GERPLUSTELPUR Hópur fimleikastúlkna, meðal annars frá Selfossi og Kópavogi, var á leið á Norðurlandamót í Finnlandi. Gerplu- stúlkur brugðu á leik fyrir frönsk ungmenni sem voru hér í fjögurra daga vísindaferð. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR HÖFÐI AÐ HALLAÐ Þeir sem voru í tengiflugi frá Ameríku til Evrópu og fastir í Leifsstöð voru orðnir lúnir eftir lengra ferðalag en stefnt var að. Gleði Tilboð á m.ring.is – ekki klippa þennan miða út Ringjarar geta náð sér í lagið og hringitóninn A Hundred Reasons með Ólafi Arnalds og Hauki Heiðari úr Diktu á farsímavefnum m.ring.is í dag. Gildir í dag föstudag Tónlist fyrir 0kr. Tónlist Ferskir tónar á m.ring.is í hverri viku E N N E M M / S ÍA / N M 4 17 8 2 Við sendum þér tóninn beint í símann. Farðu inn á farsímavefinn m.ring.is og óskaðu eftir að fá hringitóninn sendan í símann. Syngjandi gleði hjá Ringjurum í allan dag.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.