Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.04.2010, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 16.04.2010, Qupperneq 24
2 föstudagur 16. apríl núna ✽ nýtt um helgina þetta HELST Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Valgarður Gíslason Ritstjórn Anna M.Björnsson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Fisk isló ð Gra nda gar ður Mýranau st SALON REYKJAVÍK Vertu velkomin(n)! Á laugardaginn opnar ný og spennandi hönnunarverslun í húsinu þar sem Hans Petersen var í tugi ára. „ Þegar Hans Peter- sen ákvað að flytja starfsemi sína kviknaði hjá okkur hugmynd- in um að láta gamlan draum rætast og opna hönnunar- verslun í miðborg Reykja- víkur þar sem annað væri á boðstólum en verið hefur hing- að til,“ útskýrir Helga G. Friðriks, markaðsstjóri Aurum. „ Það verður opnað á milli Aurum og stóra rým- isins þar sem Hans Petersen var. Aurum verður óbreytt en hinum megin verðum við með spenn- andi vörur til sölu frá erlendum hönnuðum, allt frá skartgripum upp í húsgögn.“ Meðal þess sem verður fáanlegt í Aurum verða dönsku Helgo-vörurnar, skemmti- leg kínversk hönnun sem kallast Jia og notast við bambus og ker- amik, franskir skargripahönnuð- ir sem kallast Les Nereides og gera mjög nýstárlega hluti, falleg hollensk barnaleikföng og frönsk húsgögn frá Ibride en þau eru í laginu eins og dýr. „Okkur lang- aði að leita aðeins út fyrir land- steinana og vera með eitthvað að- eins öðruvísi en gengur og gerist, og líka aðallega að selja hönnun- arvöru á viðráðanlegu verði,“ segir Helga. Auk þess stendur til að vera með afdrep fyrir hönnuði sem eru að þróa vörurnar sínar í Aurum. „Það yrði þá nokkurs konar stökk- pallur að byrja hjá okkur.“ - amb Það er ávallt spennandi að sjá hvaða nýjungar snyrtivörufyr- irtækið Mac býður upp á en fyrir vorið kemur línan „Spring Colour Forecast“. Um er að ræða breiða línu sem ætti að henta öllum konum því hún kemur í fjórum litatónum: hunangslitu, plómu- litu, kórallitu og bleiku. Sérfræð- ingarnir hjá Mac segja: „ Veldu þér skap, ákveddu hvernig þú vilt haga þér. Finndu spána þina og fylgdu ástríðunni með fjórum nautna- fullum litasögum.“ Í hverri lita- línu er að finna æðislega glimm- eraugnskugga, varaliti og gloss, naglalökk, kinnaliti og meira að segja ilmvötn. - amb Spennandi vorlitir frá Mac: Fjögur tælandi litbrigði Bleikt sumar Eitt af fjórum litapallettum frá Mac fyrir vorið en hinar eru hunangs, plómu og kórallitað. Aurum færir út kvíarnar: Ný hönnunarverslun í gamla Hans Petersen Allt um plötur í Havaríi Skemmtileg dagskrá mun eiga sér stað á morgun í versluninni Hav- arí í Austurstræti. Dagurinn er helg- aður plötubúð- um og hátíðin er sett klukk- an 14 af Ein- ari Erni Ben ed- iktssyni. Að því loknu spil- ar hljómsveitin Tonik og svo ræða Haukur S. Magnús- son, ritstjóri Reykjavík Grapevine, og Halldór Ingi Andrésson úr Plötu- búðinni sálugu stöðu plötubúð- arinnar í dag. Klukkan sextán leika Sóley og hljómsveit svo lög af nýútkominni plötu, Theater Island. Pop-Up á Sólon Á laugardaginn verður enn og aftur opnuð Pop-Up-verslun, en þess- ir skemmtilegu viðburðir hafa verið afar vinsælir og kjörin leið fyrir hönnuði til að selja vörur sínar án álagn- ingar milliliða. Að þessu sinni er Pop-Up- markaðurinn á Kaffi Sólon milli kl. 12 og 17 og þeir hönnuðir sem taka þátt eru A.C. Bullion, Anna Soffía, Dýrindi, Eight of Hearts, Elva, Hlín Reykdal, IBV, Sonja Bent og Varius. Fólki er góðfúslega bent á að koma með reiðufé þar sem engir posar eru á staðnum. HRESS Fyrirsætan Kate Moss lék á als oddi á góðgerðasamkomunni Mummy Rocks í Lundúnum fyrir skömmu. augnablikið Langaði að vera með eitthvað öðruvísi Nýtt og stærra Aurum opnar í Bankastræti 4 á laugardaginn og selur vörur eftir spenn- andi erlenda hönnuði. Hér eru þær Helga Friðriks og Guðbjörg Ingvars í versluninni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Okkur langaði að leita aðeins út fyrir landstein- ana og vera með eitt- hvað aðeins öðruvísi en gengur og gerist. GÍSLI GALDUR Á föstudagskvöldið ætla ég í eins árs afmæli með tveimur snótum en á laugardagskvöldið ætla ég að spila á pabbahelgi ásamt Benna b-ruff á Kaffibarnum. Á sunnudaginn ætla ég svo að slaka á í ró og næði. helgin MÍN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.