Fréttablaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 24
24 17. apríl 2010 LAUGARDAGUR T ímabil uppbyggingar og framkvæmdadrif- innar starfsemi er að baki hjá Landsvirkjun, að mati Harðar Arnar- sonar, forstjóra fyrir- tækisins. Á ársfundi fyrirtækis- ins í gær kynnti hann nýja stefnu og braut blað í sögu orkuiðnaðar á Íslandi þegar hann upplýsti í fyrsta sinn um á hvaða verði Landsvirkj- un selur orku til stóriðju. „Við teljum að yfirlýsingar Lands- virkjunar marki tímamót. Og þótt breytingin tengist raforkuverði, þá þykir okkur boðuð stefnubreyting heldur markverðari,“ segir Hörð- ur. „Við færum okkur nú yfir í að vera markaðs- og rekstrardrifið fyrirtæki.“ Annað sem Hörður segir að lögð verði áhersla á hjá Landsvirkjun er aukin sátt um fyrirtækið. „Það er gríðarlega mikilvægt bæði fyrir okkur og þjóðina. Við leggjum okkur fram um að tryggja aukið gagnsæi í starfseminni og hluti af því er opinn ársfundur okkar. Við afléttum dulúð um orkuverð- ið sem við teljum að hafi skapað tortryggni.“ Hörður segir Lands- virkjun um leið meðvitaða um að ákveðinn hópur komi aldrei til með að geta fellt sig við starfsemi fyrirtækisins. „En við vonum að við getum átt við þann hóp mál- efnaleg samskipti og tekið tillit til hans sjónarmiða eina og hægt er. Það eru hins vegar stjórnvöld sem ákveða virkjanakostina.“ Orka til handa hálfri Danmörku Hörður segir ljóst að orkukostum hafi fækkað og ekki sé óendanlega orku að fá þótt enn séu til virkjana- kostir. „Við höfum virkjað um 17 teravattstundir og seljum 13 til 14 til stóriðju. Ef við gerum ráð fyrir því að virkjanleg orka sé nálægt 30 teravattstundum þá erum við með svona 10 sinnum meiri orku aflögu en nú til stærri notenda.“ Sérstöðu Íslands segir Hörður hins vegar fremur felast í því hversu fá við séum og höfum því hlutfallslega mikla umframorku. „Við eigum næga orku handa þriggja milljóna manna þjóð, sem er um það bil hálf Danmörk. Í eðli sínu er þetta því ekkert mjög mikið af orku, en hún getur hins vegar orðið mjög dýrmæt.“ Rammaáætl- un stjórnvalda um nýtingu orku- kosta segir Hörður því mjög mik- ilvæga, því í henni komi til með að liggja fyrir hvaða svigrúm er fyrir frekari virkjanir vatnsafls og jarð- varma. Hörður segir að breytingar á alþjóðlegu orkuumhverfi hafi búið til tækifæri sem breytingar hjá Landsvirkjun miði að því að nýta. „Fyrir um áratug varð mikil breyt- ing á raforkumarkaði í heiminum, sem áður var ríkisrekinn að mestu og raforkukerfi ekki samtengd. Því var ekkert markaðsverð til fyrir orkuna.“ Síðustu sjö til átta ár segir Hörður hins vegar raf- orkumarkað hafa orðið til og verð hækkað mikið. „Markaðurinn í Evrópu og Bandaríkjunum hefur líka orðið erfiðari orkufrekum fyrirtækjum. Verð sveiflast mjög og lítið sé um langtímasamninga. Samkeppnisstaða okkar hefur því batnað mjög.“ Landsvirkjun selur nú um 80 pró- sent af orku sinni til stóriðju. „Við erum því bæði íslenskt og alþjóð- legt fyrirtæki og ef umhverfið breytist erlendis þá á það að hafa áhrif á okkur líka.“ Hann segir hluta af stefnumótun fyrirtækis- ins nú að átta sig á hlutverki Lands- virkjunar, sem fram til þessa hafi ef til vill verið svolítið óljóst og sumpart jafnvel mótsagnakennt í hugum fólks. Þannig fari ekki endi- lega saman að hámarka langtíma- arðsemi og útvega ódýra raforku og óvíst að háu framkvæmdastigi fylgi endilega aukin arðsemi. Sæstrengur myndi miklu breyta „Núna skerpum við á því að hlut- verk Landsvirkjunar er að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköp- un og hagkvæmni að leiðarljósi.“ Hærra framkvæmdastig, auk- inn hagvöxtur, gjaldeyristekjur og framleiðsla á öruggri raforku á samkeppnishæfu verði, segir Hörð- ur svo að verði jákvæð afleiðing af arðsemissjónarmiði Landsvirkjun- ar. Verð til stóriðju hljóti að taka mið af verðþróun í Evrópu, en hér njótum við líka þeirrar sérstöðu að geta áfram boðið langtímasamn- inga. „Við höfum líka áhuga á að fá tíu til tuttugu nýja viðskiptavini sem myndu greiða svona um það bil 50 prósentum hærra verð en áliðn- aðurinn,“ segir Hörður. „Síðan höfum við áhuga á því að allt að 10 prósent af orkunni verði seld sem úrvalsorka til Evr- ópu, annaðhvort inn á raforkutoppa eða sem græn orka.“ Sú sala þurfi ekki endilega að eiga sér stað um sæstreng, heldur mögulega með samningum við lönd sem ekki hafi aðgang að grænni orku. Landsvirkjun hefur hins vegar allt frá 1980 hugleitt lagningu sæstrengs til orkusölu. „Tækni- lega hefur strengur verið mögu- legur svona frá því um 1995. En á meðan orkuverð var lágt í Evrópu var ekki grundvöllur fyrir lagn- ingu hans. Það hefur nú breyst,“ segir Hörður. „Af því við erum á eyju þá þurf- um við alltaf að eiga til vara svona 10 prósenta öryggismörk. En með tengingu til Evrópu þurfa öryggis- mörkin ekki að vera nema óveruleg. Í mjög lágu vatnsári væri hægt að flytja orkuna í hina áttina.“ Sala á „verðmætri orku“ úr vatnsaflsvirkj- unum hér segir Hörður til dæmis geta komið til þegar hlaupa þarf undir bagga með vindorku í Evr- ópu. Hann gerir ráð fyrir að forat- hugun á viðskiptahlið sæstrengsins taki eitt og hálft til tvö ár. „Miðað við orkuverð í Evrópu bendir allt til þess að þetta sé mjög arðbært.“ Orkuverð til heimila í landinu sé pólitísk ákvörðun, segir Hörð- ur þegar hann er spurður hvort hann sé að boða stórfellda hækkun á orkuverði. „En við boðum að verð til stóriðju fylgi orkuverði í heim- inum. Og ef við trúum því að það hækki, eins og ég er sannfærður um, þá hækkar orkuverð til stór- iðju. Við getum hins vegar vel verið með mjög samkeppnishæft verð.“ Nýframkvæmdir stopp í bili Þá segir Hörður að samanburður- inn sem kynntur var á ársfundinum sýni að munur á verði til neytenda og stóriðju sé langt því frá óeðlileg- ur. Orkuverð til heimila hafi farið lækkandi hér á landi og í fyrra hafi samanburðurinn við önnur lönd verið Íslandi mjög hagstæður. Þar spili þó líka inn í veikt gengi, en gengismunur geri samanburð erfiðan. „En verðið er mjög lágt í alþjóðlegum samanburði.“ Þá segir Hörður að samningar um orkuverð til stóriðju sem hér hafi verið gerðir endurspegli mark- aðsverð á þeim tíma. „Sjóðsstreymi Landsvirkjunar hefur staðið undir hraðri uppbyggingu þrátt fyrir að vöxturinn hafi allur verið skuld- settur.“ Verð til álfyrirtækja hefur farið hækkandi að undanförnu vegna tengingarinnar við álverð, eftir lækkun í fyrra, segir Hörður. Í byrjun þessa árs greiddi stóriðjan 3,3 krónur á kílóvattstundina sam- kvæmt tölum Landsvirkjunar en heimilin 11,3 krónur. Þetta sé þó ekki samanburðarhæft því ekki sé verið að afhenda sömu vöruna. Miklu meiri kostnaður fylgi því að koma rafmagni til heimilanna, auk þess sem í verði til heimila sé líka virðisaukaskattur. Þá sé nýtingin allt önnur. Nær væri að bera saman kostnað við raforkuvinnsluna, en hann sé 2,5 krónur hjá stóriðju og 3,5 hjá heimilunum (eða 19,6 dalir á megavattstund hjá stóriðju og 27,5 dalir hjá heimilunum). Munurinn er tæp 30 prósent. Nýtingartími raforku hjá stóriðju bendir Hörð- ur hins vegar á að sé 96 prósent, en bara 56 prósent hjá heimilun- um vegna sveiflna í notkun, bæði innan dags og eftir árstíðum. Því mætti færa rök fyrir því að kostn- aður heimila af raforkuvinnslunni ætti að vera helmingi meiri en hjá stóriðjunni. Hörður segir yfirstandandi efna- hagsörðugleika ekki trufla stefnu- mörkun Landsvirkjunar. „Við vonum nú að þessar þrengingar taki enda, en allt sem viðkemur orkuiðnaði einkennist mjög af lang- tímahugsun. Orkugeirinn hugsar alltaf í áratugum, en við vonum að mál sem snerta Icesave og gjald- eyrishöft leysist sem allra fyrst. Það er mjög erfitt að reka alþjóð- legt fyrirtæki í þessu umhverfi.“ Á meðan þessi mál séu óleyst sé hins vegar ljóst að ekki verði ráðist í nýjar nýframkvæmdir hjá Lands- virkjun. ÓLÍKAR ÞARFIR STÓRIÐJU OG HEILDSÖLU Hér má sjá á kynningarmynd Landsvirkjun- ar muninn á magni og nýtingu á þeirri raforku sem annars vegar er seld til stóriðju og hins vegar til heimila landsins. MYND/LANDSVIRKJUN HÖRÐUR ARNARSON, FORSTJÓRI LANDSVIRKJUNAR Landsvirkjun stendur á tímamótum og hefur kynnt nýja stefnu. Forstjórinn segir um að ræða eðlilegar breytingar í takt við þróun fyrirtækisins og breytingar á ytra rekstrarumhverfi þess. Breytt stefna feli síður en svo í sér gagnrýni á fyrri störf eða stefnu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Við erum fá og eigum afgangsorku Landsvirkjun stefnir á að selja rafmagn inn á „gæðamarkað“ í Evrópu, mögulega um sæstreng. Hækkandi orkuverð í Evrópu hefur breytt forsendum, segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í viðtali við Óla Kristján Ármannsson. Á ársfundi var í fyrsta sinn upplýst um orkuverð til stóriðju og kynnt ný stefna. „Tímamót,“ segir Hörður og boðar hærra orkuverð til stóriðju. LANDSVIRKJUN SKILAÐI HAGNAÐI Í FYRRA Hagnaður Landsvirkjunar var 193 milljónir Bandaríkjadala árið 2009, að því er fram kemur í ársreikningi fyrirtækisins. Stefán Pétursson, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Lands- virkjunar, kynnti afkomu fyrirtækisins á ársfundi þess á föstudag. Hann sagði reksturinn hafa verið ásættan- legan þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður. Landsvirkjun hafi tryggt fjármagn til að mæta útgjöldum til ársloka 2012. Rekstrartekjur fyrirtækisins í fyrra voru 299,8 milljónir dala og lækkuðu um 152 milljónir dala frá fyrra ári. Rekstrarkostnaður fór úr 100 milljón- um dala í 70 milljónir. Skammtímahorfur sagði Stefán hins vegar að væru góðar, en helstu forsendur þeirra væru að álverð haldist viðunandi og vaxtaumhverfi hagstætt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.