Fréttablaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 17.04.2010, Blaðsíða 32
32 fjölskyldan Sólveig Gísladóttir skrifar Fjölskyldan kemur út mánaðarlega með helgarblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Sigríður Björg Tómasdóttir Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Gunnar V. Andrésson Pennar: Gunnþóra Gunnarsdóttir, Júlía Margrét Alexanders- dóttir, Roald Eyvindsson, Sólveig Gísladóttir, Vera Einarsdóttir og Þórdís Lilja Gunnarsdóttir Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Benedikt Jónsson benediktj@365.is BARNVÆNT Í manni mínum blundar bóndi og hann dreymir traktora á nóttunni,“ játar húsfreyjan í Skjaldarvík, þar sem þau hjónin eru að koma sér fyrir með þrjár heimasætur til að njóta sveitasælu og taka á móti gestum í paradísarum- hverfi við Eyjafjörð. Bæði eru akureysk; hún heitir Dísa og er grafískur hönnuð- ur en hann ferðamálafræðingur og heit- ir Óli. Saman hafa hjörtu þeirra slegið í takt síðan þau voru sextán. „Við höfum alla tíð ferðast mikið og rætt þá hvernig við ætlum að hafa hlut- ina þegar við loks opnum eigin ferða- þjónustu. Svo var komið að því að okkur langaði fyrir alvöru að breyta til og virtumst þá rata á réttan stað á réttum tíma, því Skjaldarvík hafði alltaf verið á sínum stað þótt Óli hafi gleymt að líta heim að bænum þegar hann hefur riðið þar um fjörur,“ segir Dísa sem loks er komin á draumastað fjölskyldunnar og opnar ferðaþjónustu í Skjaldarvík 15. maí. „Við erum öll í þessu saman af lífi og sál. Sveitastemningin jókst til muna um páskana þegar hvolpurinn Nótt bættist við fjölskylduna og senn fáum við land- námshænur, kanínur og kettlinga þannig að hingað á að vera gaman að koma fyrir fjölskylduna. Fjaran í Skjaldarvík er dásamleg og rík af fuglalífi, og auð- velt að gleyma sér þar tímunum saman, horfa út á hafið, fleyta kerlingar, busla og sóla sig,“ segir Dísa þar sem hún klappar fallegum klárum í landi Skjald- arvíkur, þar sem er rekin hestaleiga og reiðskóli fyrir vana jafnt sem óvana. „Hestarnir eru hér allt í kring og gaman fyrir börn að gleðja þá með brauðsneið. Eldri stelpurnar eru mikið í hestum, ekki síst Klara, sú elsta, sem hefur stundað hestamennsku frá blautu barnsbeini og er einstaklega natin við krakka og dýr. Miðstelpan Katrín stend- ur svo ávallt vaktina með mömmu og pabba, og Sunneva, sú yngsta, unir sér hvergi betur en í sveitinni, alveg hörku- dugleg og klár stelpa sem vísar gestum til herbergis séu þeir heppnir.“ Skjaldarvík var upphaflega byggt sem elliheimili og því aðgengi ein- stakt á bænum, ekki síst fyrir fatlaða. Þar eru nítján fallega búin eins til fjög- urra manna herbergi, en hvert og eitt er útfært á ólíkan hátt og með sín sérkenni að hætti húsfreyjunnar. „Hér fyrir utan er yndislegur trjálund- ur þar sem nóg verður af hengirúmum til að láta sig dreyma í meðan krakkarn- ir hlaupa um og klappa kettlingum. Þá erum við með heita potta og setlaug, og verðum með matjurtagarð og gróðurhús svo ég geti boðið upp á ferskt grænmeti, myntute og fleira girnilegt í notalegum trjálundinum eða við morgunverðar- og kvöldverðarhlaðborðið,“ segir Dísa sem hlakkar til framtíðarinnar, umvafin sveitarómantík Skjaldarvíkur. „Stelpurnar hlakka mest til að sinna hestunum og fá fleiri dýr og gesti á bæinn. Þær taka starfa sinn mjög alvar- lega, að sinna börnum gestanna, og við höfum útskýrt fyrir þeim að þótt tungu- mál séu mismunandi er eitt alveg eins á þeim öllum og það er brosið. Þær eru því lausar við óþarfa áhyggjur, því ósvikið bros skilja allir.“ - þlg Samheldin í Skjaldarvík rætast draumar þessarar fallegu, norðlensku fjölskyldu sem unnir sveitarómantík, útivist og komu góðra gesta. Þar má sjá fegurð hvert sem augað lítur og lifa góða daga. Hér vega salt: Katrín, Katla, Óli, Dísa og Sunneva með tíkina Nótt.MYND/HEIÐA.IS Allir skilja ósvikið bros Aðeins fimm kílómetra norðan við Akureyri leynist náttúru- og fjölskylduparadísin Skjaldarvík. Þar býr samhent fjölskylda í návígi við hesta, myntute og hengirúm, og tekur mót gestum með bros á vör. Púttað með pjökkum „Þetta er kjörið tækifæri fyrir börn og fullorðna, foreldra, ömmur og afa, til að stunda heilbrigða útveru og eiga saman góða stund,“ segir Anna Día Erlingsdóttir, hjá Golfleikjaskólanum, sem kennir sérstök golfnámskeið fyrir fjölskyldur í Garðabæ í sumar. Anna Día hefur rekið Golfleikjaskólann frá árinu 2000 og segir fjölskyldur sækja í auknum mæli á námskeið. „Fyrst létu ekki margir sjá sig en þeim fjölgar stöðugt og nú mæta gjarnan ömmur og afar með barnabörnin á völlinn. Golf er miklu heilbrigðara áhugamál heldur en til dæmis sjónvarpsgláp og svo er hægt að stunda það um allt land,“ segir hún og bætir við að námskeiðin henti fleirum en fjölskyldum; þau henti einnig byrjendum sem og lengra komnum. Námskeiðin eru fimm virkir dagar í röð, frá mánudegi til föstudags, einn og hálfur tími í senn. Námsskeiðsgjald er 7.000 krónur og áhöld innifalin í verðinu. Börn í fylgd með forráðamönnum fá þúsund krónur í afslátt. Sjá www.golfleikjaskolinn.is - rve Frá því að dóttir mín lærði sín fyrstu orð hefur móðir hennar verið iðin við að kenna henni allt um dýrin. Með fyrstu orðum sem hún sagði var hestur og þar á eftir kom hljóðið sem þeir gera „Íhahahaha“. Svo lærði hún að hundur afa síns héti Dimma og hundur frænku sinnar Beta. Bækur um lítið ljón sem týnist, dýrin á bónda- bænum og tígrisdýr sem fer í teboð hafa lengi verið í uppáhaldi auk þess sem stúlkan sem nú er nýorðin tveggja ára heldur mest upp á bangsa í formi krull- aðs lambs. Því er ljóst að barnið er vel skólað í mál- efnum dýraheimsins og gæti jafnvel, að mati stór- huga móður hennar, orðið næsti David Attenborough. Það var síðan á föstudaginn langa að farin var pílagrímsför í Húsdýragarðinn enda tími til kominn að dýrafræðingurinn fengi að upplifa sveitastemn- inguna fyrir alvöru. Barnið sýndi dýrunum mikinn áhuga, var ekkert hrætt við taugaveikluðu hænuna í hænsnahúsinu, sem gargaði eins og hún ætti lífið að leysa, horfði athugulum augum á selina synda og við- urkenndi loks að selir væru til en væru ekki hundar eins og hún hafði haldið fram við móður sína þegar hún sýndi henni myndir af þeim stuttu áður. Síðan voru kýrnar skoðaðar, svínin, geiturnar og hestarnir auk refanna sem vöktu mikinn áhuga barnsins. Eftir vel lukkaða lærdómsför var haldið heim á leið en síðar um kvöldið var haldið í hesthúsið. Þar hitti fjölskyldan fyrir frænku sína sem þar var ásamt þremur hundum, sínum eigin og tveimur í pössun. Stelpunni litlu var að sjálfsögðu hlýtt yfir heiti hund- anna og jú hún þekkti þarna hana Dimmu, og þarna var hún Beta. Síðan var bent á þriðja hundinn, sem var stór gul labradortík sem hún hafði aldrei áður séð, og spurt: „Hver er þetta?“ Hún tók sér tíma til að hugsa málið. Hún virti hundinn fyrir sér dágóða stund og tók síðan ákvörðun að vel ígrunduðu mál: „Þetta, er svínið.“ Hundurinn Svín FJÖREGG Barnamenning í Norræna húsinu www.norraenahusid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.