Fréttablaðið - 21.04.2010, Side 36

Fréttablaðið - 21.04.2010, Side 36
 21. apríl 2010 MIÐVIKUDAGUR folk@frettabladid.is Sundhöll Reykjavík- ur var undirlögð af kvik- myndagerðarfólki aðfara- nótt sunnudags þegar nýtt myndband við Eurovision- slagarann Je ne sais quoi var tekið upp. Vera Sölvadóttir er leikstjóri nýja myndbandsins og myndbandið þykir nokkuð óhefðbundið af Eur- ovision að vera. „Það eru engir karlar að dansa í diskógalla, ef það er það sem þú ert meina,“ segir Vera í samtali við Frétta- blaðið. Hún var þó ekkert sérstak- lega bjartsýn á að þetta myndband fengist í gegn og það kom henni skemmtilega á óvart þegar full- trúar lagsins samþykktu handrit- ið sem hún hafði skrifað. „Ég bjóst ekkert við því,“ segir Vera. Leikstjórinn vill ekki gefa upp of mikið um efni myndbandsins sem verður frumsýnt í næstu viku ef allt gengur samkvæmt áætlun. Hátt í fimmtíu manns komu að gerð myndbandsins og eftir því sem Fréttablaðið kemst næst þá ríkir mikil litadýrð í myndbandinu. Vera segir alla hafa skemmt sér konunglega við gerð myndbands- ins, ekki síst söngkonuna sjálfa, Heru Björk. En þegar gengið er á Veru og hún spurð út í atburðarásina í mynd- bandinu upplýsir hún að Hera verði ástfangin í myndbandinu. Og sá heppni er enginn annar en Valdi- mar Örn Flygenring, leikari með meiru. „Af hverju hann? Valdi- mar er bara mega-hönk og smell- passaði alveg inn í þetta hlutverk,“ segir Vera og bætir því við að leik- arinn hafi brugðist snöggt við kall- inu með mjög skömmum fyrirvara. „Hann reyndist tilbúinn til að fórna sér fyrir málstaðinn, sagði að þetta væri sitt framlag til íslenska lags- ins.“ freyrgigja@frettabladid.is „Það er fyndið fyrst. En svo áttar maður sig á því hversu sorglegt það er að til sé fólk sem getur ekki einu sinni ímyndað sér hvernig það er að vera svona ástfanginn.“ TOM CRUISE segir hvað honum finnst um að fólk haldi að hjónaband hans hafi verið auglýsingabrella. „Ég átti frá- bæran átt- unda áratug. Ég lifði hann af og það eru alltaf góðar fréttir.“ JEFF BRIDGES þegar hann var spurður út í æskuárin. „Ég sé aldrei eftir neinu sem ég segi eða geri. Ég vil ekki þurfa að ritskoða líf mitt. Ég vil geta sagt það sem mér liggur á hjarta og ég held að fólk virði það ef maður er hreinskilinn.“ EVA LONGORIA um hreinskilni. EUROVISION-STEMNING Í SUNDHÖLL REYKJAVÍKUR Opinn dagur í Háskólanum á Bifröst á sumardaginn fyrsta kl. 14 – 17. Komdu í heimsókn og fáðu persónulega leiðsögn um skólann og allar upplýsingar um námið. Nemendur og kennarar kynna námsleiðir, verkefnavinnu, vinnubrögð og þá góðu aðstöðu sem er í boði, t. d. íbúðirnar, barnaaðstöðuna, líkamsræktarstöðina, baðsvæðið o.fl. Einnig kynnir Skólafélagið hið litríka félagslíf sem setur svip sinn á námið á Bifröst. Skemmtidagskrá og grill fyrir alla fjölskylduna Nytjamarkaður með hönnun, handverk og góðgæti beint frá býli Fótboltakeppni Dýfukeppni Kubba-kast Sérstök barnadagskrá Grillmatur fyrir alla Hljómsveitin Dikta leikur fyrir gesti kl.17. Sjáumst á Bifröst! Byrjaðu sumarið á skemmti- legum stað Skemmtilegir söngvaleikir sem börn á öllum aldri hafa um árabil leikið jafnt úti sem inni Ragnheiður Gestsdóttir tók saman og myndskreytti Og hvar er hann nú? ENDUR- ÚTGEFIN MIN NU M Á ÁV ÍSU NINA Í V IKU BÓK A R IN NA R Ávísunin veitir þér 1.000 kr. afslátt af bókakaupum. Hún gildir í bókabúðum þegar keyptar eru bækur útgefnar á Íslandi fyrir 3.500 kr. að lágmarki. Þegar þú notar þessa 1.000 kr. gjöf frá bóka- útgefendum og bóksölum eflir þú lestur íslenskra barna. Af hverri notaðri ávísun renna 100 kr. til styrktar bókasöfnum grunnskólanna. STYRKJUM SKÓLABÓKASÖFNIN!1.000 KR. AFSLÁTTUR! Ávísun á lestur Gildir til 3. maí 2010 Bókaútgefendur og bóksalar 1.000,- Eittþúsund FLOTT UMHVERFI Sundhöll Reykjavíkur er sögusviðið í myndbandinu við Eurovision-slagarann Je ne sais quoi þar sem Hera Björk og Valdimar Örn Flygenring fara á kostum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.