Fréttablaðið - 04.05.2010, Page 4
4 4. maí 2010 ÞRIÐJUDAGUR
Í Fréttablaðinu í gær var rangt farið
með nafn stigahæsta ræðumanns í
mælsku- og rökræðukeppni grunn-
skóla Reykjavíkur og nágrennis,
MORGRON. Stigahæsti ræðumaður-
inn var Ásdís Kristjánsdóttir. Þá voru
ummæli Ásdísar í viðtalinu eignuð
rangri manneskju: „Þetta er búið að
vera mjög skemmtilegt og margt sem
maður hefur lært, ekki bara að halda
ræður og koma fram heldur er keppn-
in góð æfing í rökhugsun þar sem
maður þarf að kryfja allt til mergjar.“
LEIÐRÉTTING
KÖNNUN Guðríður Arnardóttir,
oddviti Samfylkingarinnar í
Kópavogi, nýtur mests stuðn-
ings í embætti bæjarstjóra, sam-
kvæmt könnun Fortuna sem gerð
var fyrir Samfylkinguna í Kópa-
vogi. Alls sögðust 27,5 prósent
þeirra sem þátt tóku í könnun-
inni styðja Guðríði.
Ármann Kr. Ólafsson, odd-
viti sjálfstæðismanna, nýtur
samkvæmt könnuninni stuðn-
ings 20,9 prósenta Kópavogs-
búa. Litlu færri vilja Gunnar I.
Birgisson sem næsta bæjarstjóra
í Kópavogi. Gunnar, sem er þriðji
maður á lista Sjálfstæðisflokks-
ins, nýtur stuðnings sautján pró-
senta. Ármann og Gunnar háðu
harðvítuga baráttu um fyrsta
sætið á lista Sjálfstæðisflokks-
ins fyrir kosningarnar.
Um níu prósent þeirra sem
afstöðu tóku í könnuninni nefndu
Ólaf Þór Gunnarsson, oddvita
Vinstri grænna í Kópavogi, og 4,3
prósent nefndu Ómar Stefánsson,
oddvita Framsóknarflokksins.
Rúmlega 17 prósent nefndu
aðra og tæplega fjögur prósent
vildu ópólitískan bæjarstjóra.
Um var að ræða netkönnun
sem stóð yfir dagana 16. til 21.
apríl. Úrtak könnunarinnar voru
800 manns á kosningaaldri, vald-
ir úr þjóðskrá. Spurt var: Hver
telur þú farsælast að verði næsti
bæjarstjóri í Kópavogi? Svar-
hlutfall í könnuninni var 61,8
prósent. - bj
Svipaður stuðningur við Ármann Kr. Ólafsson og Gunnar I. Birgisson í Kópavogi:
Flestir vilja Guðríði sem næsta bæjarstjóra
ÁRMANN KR. ÓLAFSSON GUNNAR I. BIRGISSONGUÐRÍÐUR
ARNARDÓTTIR
STJÓRNSÝSLA Má Guðmundssyni
var heitið því að hann myndi njóta
sömu kjara og forveri hans þegar
hann sótti um embætti seðlabanka-
stjóra síðastliðið vor.
Áður en hann var skipaður í emb-
ætti lá fyrir að lögum um Seðla-
bankann yrði breytt og kjararáði
falið að ákveða laun og starfskjör
seðlabanka-
stjóra í stað
bankaráðs.
Morgun-
blaðið upplýsti
í gær að Lára
V. Júlíusdótt-
ir, formaður
bankaráðs
Seðlabank-
a ns , hefði
lagt til að Má
yrði bætt upp
kjararýrnun
í k j ö l f a r
ákvörðunar
kjararáðs frá í
febrúar. Sam-
kvæmt tillög-
unni hækka
laun hans um
400 þúsund
krónur á mánuði, úr þeim tæpu
1.270 þúsund krónum sem kjara-
ráð ákvað í tæpar 1.670 þúsund
krónur.
„Það er verið að efna samkomu-
lag sem gert var við Má Guðmunds-
son þegar hann kom til starfa,“
segir Lára V. Júlíusdóttir. Hún
vildi ekki upplýsa hver gerði sam-
komulagið af hálfu stjórnvalda en
vísaði á forsætisráðuneytið. „Það
var um það rætt að svona hefði
verið gengið frá málum við hann
og ég er ekki að gera annað en að
fylgja því eftir.“
Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra vildi ekki ræða málið við
Fréttablaðið í gær en sendi frá sér
orðsendingu þar sem hún sagð-
ist engin loforð eða fyrirheit hafa
gefið um væntanleg launakjör
seðlabankastjóra. Í orðsendingunni
kom líka fram að Jóhanna leggist
gegn launahækkuninni.
Seðlabankinn heyrði undir for-
sætisráðuneytið þar til í haust
þegar hann færðist undir efna-
hags- og viðskiptaráðuneytið.
Gylfi Magnússon, efnahags-
og viðskiptaráðherra, tók í sama
streng og Jóhanna í samtali við
Fréttablaðið. Kvaðst hann vonast
til að tillagan yrði dregin til
baka.
Tillaga Láru um launahækkun
er sett fram í krafti lagaákvæðis
um að bankaráðið ákveði bið- og
eftirlaunarétt seðlabankastjóra
„og önnur atriði sem varða fjár-
hagslega hagsmuni hans“.
Að mati Guðrúnar Zoëga, for-
manns kjararáðs, er með þessu
verið að „notfæra sér glufu í lög-
unum“ eins og hún orðaði það. Við-
líka lagaákvæði sé ekki að finna í
lögum um aðrar stofnanir.
Bankaráð Seðlabankans fundar
undir lok mánaðarins. Lára V. Júlí-
usdóttir sagði aðspurð að svo kunni
að fara að tillagan um launahækk-
un verði dregin til baka áður en til
fundarins kemur. bjorn@frettabladid.is
Samið við Má um að
launin lækkuðu ekki
Gert var samkomulag við Má Guðmundsson um að hann myndi njóta sömu
kjara og forveri hans í embætti seðlabankastjóra. Tillaga þar um liggur fyrir
bankaráði. Formaður kjararáðs telur tillöguna byggða á glufu í lögum.
MÁR GUÐMUNDSSON SEÐLABANKASTJÓRI Kjararáð ákvað í febrúar að seðlabanka-
stjóri ætti að fá 862 þúsund á mánuði auk 404 þúsund króna fyrir yfirvinnu og álag.
Um leið voru bílahlunnindi hans færð inn í launin en áður hafði Seðlabankinn lagt
bankastjóranum til bíl og greitt allan kostnað af rekstri hans. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Það var um
það rætt að
svona hefði
verið gengið
frá málum við
hann og ég er
ekki að gera
annað en að
fylgja því eftir.
LÁRA V.
JÚLÍUSDÓTTIR
FORMAÐUR
BANKARÁÐS SÍ
DÓMSMÁL Karlmaður sem hótaði
fimm lögreglumönnum ítrekað
lífláti í ágúst 2008 hefur verið
dæmdur í eins mánaðar skilorðs-
bundið fangelsi. Maðurinn, sem
er á þrítugsaldri, hótaði lögreglu-
mönnunum í lögreglubifreið á
leið frá veitingastað við Tryggva-
götu að lögreglustöðinni við
Hverfisgötu og í fangamóttöku
lögreglustöðvarinnar. Hann ját-
aði brot sitt.
Rannsókn málsins og útgáfa
ákæru dróst og telur héraðsdóm-
ur það aðfinnsluvert. Með vísan
til þess taldi dómurinn að eins
mánaðar skilorðsbundið fangelsi
væri hæfileg refsing. - jss
Fundið að drætti á ákæru:
Hótaði lögreglu-
mönnum lífláti
HEILBRIGÐISMÁL Geðraskanir
eru algengasta orsök örorku á
Íslandi. Af um fimmtán þús-
und einstaklingum sem metnir
eru með yfir 75 prósenta örorku
voru 37 prósent haldnir geðrösk-
unum í fyrra. Þar á eftir fylgja
stoðkerfissjúkdómar.
Mun fleiri konur en karlar eru
öryrkjar, en um níu þúsund konur
eru með yfir 75 prósent örorku
en sex þúsund karlar. Algengasta
orsökin á meðal kvenna eru stoð-
kerfissjúkdómar, árið 2009 voru
rúmlega 3.100 konur öryrkjar af
þeim völdum, en tæplega 3.100
voru með geðraskanir.
Hjá körlum eru geðraskanir
langalgengasta orsök örorku,
rúmlega 2.600 voru öryrkjar
af þeirra völdum í fyrra. Næst
fylgja stoðkerfissjúkdómar, sem
voru orsök örorku rúmlega 1.000
manns. - sbt
15 þúsund öryrkjar 2009:
Geðraskanir
helsta orsökin
Anand enn með forystu
Jafntefli varð í gær í sjöundu skákinni í
heimsmeistaraeinvíginu milli Viswan-
athans Anand og Veselins Topalov.
Tefld var Katalónsk byrjun. Topalov var
með svart og fórnaði skiptamun í byrj-
uninni og úr varð æsileg barátta sem
endaði með jafntefli. Anand er því enn
með vinning í forskot.
SKÁK
FRAKKLAND, AP Alþjóðlegu sam-
tökin Fréttamenn án landamæra
hafa sett Vladimír Pútín, forsæt-
isráðherra Rússlands, og Hu Jint-
ao Kínaforseta á lista sinn yfir
helstu óvini fjölmiðlafrelsis.
Á listanum eru 40 stjórnmála-
menn, embættismenn, trúar-
leiðtogar, herflokkar og glæpa-
samtök sem „geta ekki þolað
fjölmiðla, líta á þá sem óvini sína
og ráðast beint á fréttamenn“.
Af öðrum á listanum í ár má
einnig nefna Mahmoud Ahmad-
inejad Íransforseta og Robert
Mugabe, forseta Simbabve. - gb
Fréttamenn án landamæra:
Fjörutíu óvinir
fréttafrelsis
HU JINTAO OG VLADIMÍR PÚTÍN Báðir á
listanum. NORDICPHOTOS/AFP
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is
ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is
GENGIÐ 03.05.2010
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
226,6555
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
128,14 128,76
195,45 196,41
169,52 170,46
22,773 22,907
21,572 21,700
17,643 17,747
1,3612 1,3692
193,11 194,27
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
HEYRNARSTÖ‹IN
Læknastö›in, Kringl
unni • Sími 568 7777
• heyrnarstodin.is
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
18°
14°
16°
10°
15°
8°
11°
11°
20°
11°
17°
28°
34°
8°
12°
15°
9°Á MORGUN
3-8 m/s,
S-læg eða breytileg átt.
FIMMTUDAGUR
Hægviðri en
6-13 m/s, NV-til.
10 4
9 5
58
10 7
12 5
76
12 3
11 3
14 5
8 4
4 5
11
9 10
11
16 11
10
14
16
14
HÆGVIÐRI Hæða-
svæði suður af
landinu sér okkur
fyrir hægum vindi
og mildu veðri
næstu daga. Í fyrra-
málið má búast
við vætu V-lands
en úrkomusvæðið
færir sig norðaustur
á bóginn er líður á
daginn. Á fi mmtu-
dag er útlit fyrir
bjart og milt veður
víðast hvar.
Soffía
Sveinsdóttir
veður-
fréttamaður