Fréttablaðið - 04.05.2010, Page 12

Fréttablaðið - 04.05.2010, Page 12
12 4. maí 2010 ÞRIÐJUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Ekki hafa komið fram sannfærandi rök fyrir því að hafa enga þjóðhagsstofn- un. Margt bendir reyndar til þess að það hafi verið mistök að leggja stofnunina niður. Þjóðhagsstofnun varð til upp úr efnahags- stofnun fyrir margt löngu og sú stofnun var eitt af flaggskipum viðreisnarstjórnarinnar. Þegar Þjóðhagsstofnun var lögð niður var verkefnum hennar dreift á margar aðrar stofnanir. Það hefur ekki gefist vel. Þegar Þjóðhagsstofnun var starfrækt þá var hún undir forsætisráðuneytinu. Það fyrirkomulag byggðist á því að þá voru öll efnahagsmálin undir forsætisráðuneytinu fyrir utan það sem tilheyrði fjármálaráðu- neytinu og svo lengi viðskiptaráðuneyt- inu. Þetta fyrirkomulag gafst stundum vel, stundum miður. Þjóðhagsstofnun naut þess reyndar að hafa jafnan öfluga for- stöðumenn eins og Jón Sigurðsson, Ólaf Davíðsson og Þórð Friðjónsson. Allir þeir sem sinnt hafa stjórnmálum kannast við að hafa verið óánægðir með niðurstöður stofnunarinnar og afskipti af málum. Engum datt þó í hug að leggja stofnunina niður; margir vildu hins vegar bæta hana. Oft var reynt að nota stofnunina í pól- itískum þrætum til dæmis við stjórnar- myndanir. Og oft lét stofnunin nota sig að mínu mati. En allir voru sammála um nauðsyn þess að hafa stofnunina. Fyrir margt löngu var Ríkisendurskoð- un undir fjármálaráðuneytinu. Samstaða náðist um að breyta því og setja stofnunina undir Alþingi. Það hefur gefist vel að öðru leyti en því að Alþingi hefur ekki lengur neina þingkjörna yfirskoðunarmenn ríkis- reikninga; það er slæmt. En fordæmið með Ríkisendurskoðun sýnir að það er og getur verið skynsamlegt að slík stofnun sé beint undir Alþingi. Þess vegna er það mín skoðun að Þjóðhags- stofnun eigi að endurreisa og hana eigi að leggja undir Alþingi. Þjóðhagsstofnun yrði þá óháð ríkisstjórninni. Slík stofnun þarf að verða til og það fyrr en seinna. HALLDÓR Oft var reynt að nota stofnunina í pólitískum þrætum til dæmis við stjórn- armyndanir. Alþingi eignist þjóðhagsstofnun Ritstjórinn fyrrverandi Í viðtali við Fréttablaðið í gær sagði Guðlaugur Þór Þórðarson að valdamiklir aðilar innan Sjálfstæðis- flokksins hefðu hótað að vinna gegn honum ef hann tæki slaginn gegn Birni Bjarnasyni. „Það var fyrrverandi ritstjóri sem gerði það,“ sagði Guðlaugur. „Hann útskýrði fyrir mér að Sjálfstæðisflokkurinn samanstæði af nokkrum fjöl- skyldum og ég væri ekki inni í neinni þeirra.“ Spurður hvort ritstjórinn hafi verið Styrmir Gunnarsson segir Guðlaugur hvern og einn verða að ráða í það. Út með sprokið! Í sama viðtali segir Guðlaugur Þór það lífsnauðsynlegt fyrir þjóðina að horfa fram á veginn og að stjórn- málamenn verði að endurheimta traust kjósenda. Gott og vel. En væri þá ekki ágætt ef stjórnmálamenn færu að venja sig á að tala hreint út? En ekki hvenær? Félagsvísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir hádegisfyrirlestraröð undir yfirskriftinni Bankarán um hábjartan dag. Vísar það til athæfis þeirra kaupahéðna sem mergsugu íslensku bankana á undanförnum árum; bankarnir hafi í raun réttri verið rændir. Og það um hábjartan dag, sem gerir ósvífnina væntanlega hálfu meiri. Í þessu er þó fólgin rökvilla. Langflest bankarán eru jú ein- mitt framin um hábjartan dag – þegar bankarnir eru opnir. bergsteinn@frettabladid.is Þjóðhags- stofnun Svavar Gestsson Fyrrverandi viðskiptaráðherra. ® S tjórnmálaflokkarnir eru í kreppu eftir að skýrsla rann- sóknarnefndar Alþingis kom út. Það sýna skoðanakannan- ir, sem birtar voru fyrir síðustu helgi. Í Þjóðarpúlsi Gallup, þar sem fylgi flokkanna á landsvísu var kannað, kom fram að Sjálfstæðisflokkurinn, sem hafði sótt í sig veðrið í skoð- anakönnunum, tekur skarpa dýfu. Vinstri græn eru orðin sá flokkur sem nýtur mests fylgis, ásamt Sjálfstæðisflokknum. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn eru á svipuðu róli og í síðustu könnun þar á undan, en Samfylkingin talsvert minni en samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn og mikið undir kjörfylginu í síðustu kosningum. Fylgi Hreyfingarinnar, Frjálslyndra og Borgarahreyfingarinnar mælist sáralítið. Í könnunum Gallup og Frétta- blaðsins á fylgi flokka, sem bjóða fram til borgarstjórnar í Reykja- vík, kom fram að Bezti flokk- urinn er orðinn næststærstur í borgarstjórn og gæti náð inn fjórum fulltrúum. Allt hlýtur þetta að vera mikið umhugsunarefni fyrir flokkana. Á landsvísu liggur straumurinn til VG, sem er sá stjórnmálaflokk- anna sem er sízt tengdur við umfjöllun rannsóknarnefndarinn- ar um spillingu, vanhæfni og klúður, enda hafði hann ekki setið í ríkisstjórn fyrir hrun. Í borginni er hins vegar annar kostur í boði, grínframboð sem fær nærri fjórðung atkvæða. Þar fær VG tíu prósentustigum minna fylgi en á landsvísu, sem gefur vísbendingu um að óánægja kjósenda beinist ekki aðeins að flokkunum, sem hafa setið í ríkisstjórn undanfarin ár, heldur flokkakerfinu eins og það leggur sig. Ekki er víst að Jón Gnarr og félagar fái endilega fjórðungsfylgi í kosningunum, en hitt er víst að með því að nefna þá senda kjósendur gömlu flokkunum tóninn. Nú er flokkakerfið sem slíkt ekki endilega úrelt og ónýtt. Gömlu fjórflokkarnir endurspegla ennþá hið pólitíska litróf, frá vinstri til hægri. Það eru vinnubrögðin, sem hafa fengið áfellisdóm. For- ystumenn flokkanna hljóta að spyrja hvernig þeir geti öðlazt traust kjósenda á ný. Þær afsagnir og afsökunarbeiðnir, sem þegar hafa komið fram í kjölfar rannsóknarskýrslunnar, virðast duga skammt. Hugsanlega myndi það hjálpa ef fleiri stjórnmálamenn sem hafa þegið styrki frá stórfyrirtækjum eða verið tengdir við umdeilda viðskiptagern- inga, tækju pokann sinn eða færu í frí. Og sjálfsagt myndi það líka hjálpa að embættismenn, sem tengjast flokkunum nánum böndum, gerðu hreint fyrir sínum dyrum. Aðalatriðið er þó að flokkarnir, allir í sameiningu, ráðist í sið- væðingarátak í íslenzkri pólitík. Grunnur hefur þegar verið lagður að gegnsæi í fjármálum flokkanna. Nú er eftir að taka til endur- skoðunar vinnubrögðin í pólitíkinni og stjórnkerfinu í heild sinni. Flokkarnir þurfa að verða sammála um að fækka ráðuneytum og ráðherrum, efla fagmennsku í ráðuneytunum og afnema pólitískar ráðningar. Þeir þurfa að breyta vinnubrögðunum og umræðuvenjun- um á Alþingi og styrkja stöðu þess gagnvart framkvæmdarvaldinu. Þeir eiga sömuleiðis að styrkja stöðu og sjálfstæði dómstólanna. Í þessu stóra verkefni má enginn flokkanna við því að skerast úr leik. Nú er ekki tíminn til að velta af gömlum vana ofan í pólitíska skotgröf. Hvernig öðlast flokkarnir traust á ný? Samstaða um siðbót? Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.