Fréttablaðið - 04.05.2010, Síða 23

Fréttablaðið - 04.05.2010, Síða 23
ÞRIÐJUDAGUR 4. maí 2010 Prjónum saman er fyrsti íslenski prjónakennslu DVD-disk- urinn. Á disknum kennir Ragnheiður Eiríksdóttir rúmlega 40 aðferðir í prjóni. Um leið er farið í uppskriftirnar sem fylgja disknum. Heimild: www.blog.eyjan.is/ragnheidur Rithöfundurinn Auður Haralds er enginn kreppuprjónari enda hefur hún prjónað frá því að hún man eftir sér. „Þegar ég var veik sem barn voru mér fengnir hnykl- ar, prjónar og heklunál og sagt að hafa ofan af fyrir mér í rúm- inu. Ég hef verið með eitthvað á prjónunum síðan.“ Auður prjónar húfur, grifflur og kraga sem fást í Handprjónasam- bandinu en vörurnar eru sérstak- lega vinsælar meðal ferðamanna. „Það er vegna þess að ég prjóna í lit öfugt við flesta Íslendinga sem virðast eiga erfitt með að sjá lífið í öðru en svart-hvítu. Ferða- mennirnir eru hins vegar hrifn- ir af litum og með þessu bjarga ég þjóðinni um nokkrar evrur og dollara,“ segir Auður sem er sjálf þekkt fyrir litríkan klæðaburð og hefur prjónað á sjálfa sig alla tíð. Auður notar að lágmarki tvo liti og leikur sér með útprjón, perluprjón og flúr af ýmsu tagi. „Ég geri þó stöku einlitar grifflur enda seljast þær betur en mér leiðist þó ferlega að prjóna einlitt.“ Auður hefur komið sér upp nokkrum vörumerkjum sem hún notar með mismunandi hætti. „Easy Rider heita vörurnar sem ég sel, Pólska prjónastofan það sem ég gef og þegar ég geri eitthvað alveg sérstakt fær það nafnið Sameinuðu jórturdýrin enda er það yfirleitt úr kinda-, geita- og lamaull og jafnvel með stöku kattarhári.“ Auður hefur áralanga reynslu af íslensku ullinni og segir ekkert betra. „Ég las nýlega rannsókn sem leiddi í ljós að hún er miklu betri en allur þessi hátækni útivistarfatnað- ur sem þarf að borga lifur og lungu fyrir.“ Auður er sannfærð um eitt: „Það verða prjónandi konur sem draga þetta land á ullarhárinu upp úr Icesave.“ vera@frettabladid.is Leiðist að prjóna einlitt Auður Haralds sér lífið í lit sem endurspeglast í prjónaverkum hennar sem fæst eru einlit. Hún hefur verið með eitthvað á prjónunum frá því að hún man eftir sér og prjónað bæði á sig og aðra. Auður notar að lágmarki tvo liti. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Áralöng prjónareynslan leynir sér ekki. Auður prjónar allt á sjálfa sig nema vettlinga. Hún eyðir ekki vinnu í þá enda ferðast hún um á hjóli og eiga þeir það til að slitna.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.