Fréttablaðið - 04.05.2010, Blaðsíða 26
4. MAÍ 2010 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● vorverkin
Maí er tíminn til að sá gulrótum.
Mikilvægt er að leita sér upplýs-
inga áður en stungið er upp fyrir
gulrótum svo þær komi ekki upp
litlar og aumingjalegar.
Góður áburður dugir ekki til að
ná góðri uppskeru, sem getur orðið
góð þótt um lítinn skika sé að ræða,
ef rétt er haldið á spöðunum. Eitt
af því sem skiptir sköpum er að
undirhitinn sé góður. Til að tryggja
hann er best að grafa flatbotna
holu af sömu stærð og reiturinn á
að vera, hún fyllt með hrossataði
sem farið er að hitna, og fylla hol-
una sléttfulla. Þar ofan á fer mold
og gott er að blanda þörungamjöli
saman við moldina til að fá bragð-
gæði gulrótanna sem best. Óhætt
er að sá nokkuð þétt og hylja fræin
með þunnu moldarlagi og þjappa
með skóflu. Gott er að breiða yfir
reitinn með akrýlgrisju. -jma
Það er alls ekki loku fyrir það
skotið að rækta matjurtir þótt
fólk búi þannig að það hafi ekki
garð heldur einungis svalir. Sval-
ir veita oft einmitt prýðisskjól
fyrir kryddjurtir sem þrífast illa
í garðnæðingi.
Eitt af því sem gerir mikið
fyrir sálina er að huga að svölun-
um á vordögum, hreinsa þær vel
og raða svo fallegum blómapott-
um, misstórum með alls kyns káli
og kryddjurtum í eitthvert horn.
Þeir sem hafa ekki forsáð nú þegar
geta keypt litlar jurtir með rótum
í gróðrarstöðvum.
Af góðum svalajurtum má til
dæmis mæla með vorlauk, stein-
selju og myntu og einnig getur
verið gaman að setja einhverja
káltegund í aðeins stærrri pott,
svo sem rúkkola.
Til að gera ræktunina enn meira
freistandi er mælt með að reyna að
gera svalahornið sem mest fyrir
augað og láta verða sem mest úr
plássinu með því að raða pottunum
í mismunandi hæð – nokkra á borð,
einhverja á svalagólfið og svo er
hægt að nota fallega trékassa til
að stafla upp og byggja þannig upp
mishæðótt pláss. Ekki er verra ef
hægt er að mála kassana hvíta eða
jafnvel antíkbleika. - jma
Ræktun á svölunum
● LÍF OG FJÖR Í GARÐINUM Fuglahús eru til-
valin fyrir þá sem vilja auðga fuglalífið í garðinum, en
þau er bæði hægt að kaupa (eins og sést af með-
fylgjandi mynd) og smíða. Ekki er flókið að smíða
fuglahús og því við hæfi að leyfa yngstu kyn-
slóðinni að taka þátt í smíðinni. Hægt er að
fara ýmsar leiðir við útsetningu, eða allt eftir
því hvaða lögun og liti menn kjósa að nota.
Fuglar eru furðufljótir að uppgötva þennan
griðastað og á sumrin er gaman að sjá hvernig
fuglafjölskyldunni vegnar þegar ungarnir fara að
klekjast úr eggjunum.
Skápapláss er ekki ótakmarkað og leiðin-
legt að geta ekki athafnað sig í forstofunni
vegna fatamagns sem erfitt er að greiða úr.
Upplagt ráð til að koma skipulagi á útifötin
er að pakka einfaldlega vetrarflíkunum niður og
koma þeim fyrir í geymslu í vel merktum umbúðum.
Þykku snjógallarnir og lúffurnar eru aldrei notuð
yfir sumartímann og þar sem fötin taka drjúgt pláss
er vel þess virði að geta losnað við þau út úr skápun-
um. Í staðinn má þá nota plássið í forstofunni undir allt sumardótið
sem gaman er að hafa frammi við – húllahringi, bolta, hjólaskauta
og krítar, sem virkar leikhvetjandi fyrir heimilisfólk. - jma
Vetrarfötunum
pakkað niður
Tími til að sá gulrótum
Fallegt er að raða blómapottum á svöl-
um í mismunandi hæð til að gera sem
mest úr plássinu, með því að setja þá
ofan á litla kassa eða borð og svo aðra
beint á gólfið. NORDICPHOTO/GETTY
Sumartíminn er hafinn í Grasa-
garði Reykjavíkur en garð-
urinn er þá opinn gestum til
klukkan 22 alla daga vikunnar.
Vorverkin eru löngu hafin hjá
starfsfólki garðsins en um 500
tegundum var sáð þetta vorið.
„Hér er mikið að gera hjá garð-
yrkjufræðingunum en búið er að
grófhreinsa öll beðin í garðinum
og sáningu er lokið,“ útskýrir Hild-
ur Arna Gunnarsdóttir, fræðslu-
fulltrúi Grasagarðsins, en vinnan
við sáningu hófst í mars. Plönt-
urnar eru nú í uppeldi innanhúss
og verða tilbúnar til útplöntunar í
byrjun júní.
„Verið er að skipta fjölæringum
og matjurtagarðurinn hefur verið
stunginn upp en kartöflurnar fara
niður í vikunni. Þeim matjurtum
sem sá á beint út verður síðan
einnig sáð í lok vikunnar svo hér
er nóg að gera,“ segir Hildur en að
auki tók starfsfólk Grasagarðsins
þátt í nýafstaðinni Barnamenning-
arhátíð Reykjavíkur.
„Þá tókum við á móti níu
leikskólum og ófum með þeim
undragöng úr víðigreinum hér
í garðinum og skreyttum með
könglum en í sumar mun hanga
uppi sýning í máli og myndum frá
starfi þessarar viku. Við tökum
reglulega á móti skólahópum hing-
að í garðinn, bæði sem koma í
fræðslu og líka á eigin vegum svo
hér er alltaf mikið líf.“
Sumardagskrá Grasagarðsins
hefst þó formlega í júní með degi
villtra blóma hinn 13. Þá verður
Hjörtur Þorbjörnsson safnvörð-
ur með leiðsögn um Laugarnes-
tanga, fræðir um jurtir sem þar
vaxa og greinir til tegunda. Ár-
legir Sólstöðutónleikar Páls Ósk-
ars og Moniku Abendroth verða
haldnir 20. júní á Café Flóru og
í júlí verður haldinn safnadag-
ur þar sem Ingunn Óskarsdótt-
ir garðyrkjufræðingur mun sýna
gestum bergsóleyjar í garðinum.
„Í ágúst munum við svo fagna
49 ára afmæli Grasagarðsins í
samstarfi við Café Flóru og þá
geta gestir gætt sér á afmælis-
tertu á sérstöku tilboði en Grasa-
garðurinn var stofnaður 18. ágúst
árið 1961. Fimmtugsafmælinu
verður svo fagnað á næsta ári með
pomp og prakt,“ segir Hildur og
bætir við að nú geti almenningur
fylgst með fréttum úr Grasagarð-
inum bæði af mann- og plöntulífi
en heimasíða garðsins var nýlega
uppfærð.
„Það er mikið líf hér í garðinum
allan ársins hring og við stefnum
á að halda úti lifandi vef þar sem
hægt verður að fylgjast með öllu
starfinu.“
Vefsíða Grasagarðs Reykjavík-
ur er www.grasagardur.is. - rat
Vorverkin komin vel á veg
Hildur Arna Gunnarsdóttir, fræðslufulltrúi Grasagarðsins, segir garðinn lifna við fyrir
sumarið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Gullgoða kúrir milli steina en í Grasa-
garðinum er að finna um 5.000 tegundir
jurta.
Sumarblómin bíða þess í röðum að kom-
ast út í beðin en þau verða gróðursett
úti í byrjun júní.