Fréttablaðið - 04.05.2010, Síða 30

Fréttablaðið - 04.05.2010, Síða 30
 4. MAÍ 2010 ÞRIÐJUDAGUR6 ● fréttablaðið ● vorverkin Með hækkandi sól og lengri dögum fylgir ýmis vinna sem huga þarf að í garðinum. Vorið er góður tími til að undirbúa afslöppun í sól og hita yfir sumar- ið. Eitt af því fyrsta sem gefur til kynna að vorið sé komið er möguleikinn á því að hengja út hreinan þvottinn til þerris. Því fylgir alveg sérstök stemmning og ilmurinn sem kemur af þurr- um þvottinum er engu líkur. Þó eru ekki öll vorverkin þannig að þau leiði af sér eitthvað hreint. Í sumum til- vikum verð- ur maður að skíta sig svolítið út, en fros- laus jörðin er ekki lengi að verðlauna þá sem huga að henni á þessum tímum, með mat- jurtum, blómum og öðrum ilmandi gróðri. - sv Garðverkin á næsta leiti Flestum finnst best að fá hreinan þvottinn eftir að hann hefur hangið úti til þerris í vorgolunni. NORDICPHOTOS/GETTY Maí er kjörinn til að sá fræjum og stinga niður græðlingum fyrir sumarið. Gera má upp gömul húsgögn og hafa í garðinum til að fá sumarlegan sveitastíl. Flestar krydd- og matjurtir má setja út í garð um leið og hættir að frysta. Nauðsynlegt er að undirbúa jarðveginn fyrir sumarið, sérstaklega í matjurta- görðum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.