Fréttablaðið - 04.05.2010, Síða 32

Fréttablaðið - 04.05.2010, Síða 32
 4. MAÍ 2010 ÞRIÐJUDAGUR8 ● fréttablaðið ● vorverkin Apótekið þitt í gamla Héðinshúsinu við Sel javeg 2. Frí heimsendingarþjónusta til eldri borgara og öryrkja. Reykjavíkur Apótek býður NOW vítamín og bætiefni með 20% afslætti út september. Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á persónulega þjónustu og hagstætt verð. Apótekið er í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2. Sel javegur 2 | S ími : 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap. is | reyap@reyap. is A u g lý si n g a sí m i Allt sem þú þarft… ● SLÁTTUR Ekki er tímabært að hefja slátt fyrr en í lok maí þegar grasið er búið að ná sæmilegri sprettu. Er þá ráðlagt að snöggslá ekki grasið með sláttuvélina í lægstu stillingu, heldur gefa því svigrúm svo það nái sér almennilega á strik og gerast stórtækari síðar. ● SAFNHAUGUR Lífrænn úrgangur byrjar að falla til í garðinum í maí. Því er ekki seinna vænna en að koma sér upp fínum safnhaugskassa séu menn í þess konar hugleiðing- um. Slíkan kassa má hæglega smíða en er þó einnig hægt að kaupa. Vorin eru jafnframt góður tími til að huga að úr- gangi frá síðasta sumri og bæta mold og kalki eftir þörfum í hauginn til að jarðvegurinn sem myndast verði ekki of þéttur í sér. ● RYKINU FLETT ÚR BÓKUNUM Stórt bókasafn inni á heimilinu er mikil prýði en bækur geta safnað ryki ef þeim er sjaldan flett. Það ætti því að tilheyra vorhreingerningunni að dusta rykið af skruddunum. Tilvalið er að nota góðan sólskinsdag til að bera bækurn- ar allar út í stöflum. Setjast svo niður og fletta í gegnum hverja einustu bók og leyfa golunni að blása burtu rykinu af síðunum. Til dæmis gætu krakkarnir í hverfinu unnið sér inn aura með því að fletta gegnum bækurnar svo verkið gangi hraðar. Á meðan skal strjúka úr bókahill- unum með rökum klút og raða svo brakandi hreinum bókunum aftur upp í hillu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.