Fréttablaðið - 04.05.2010, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 04.05.2010, Blaðsíða 44
28 4. maí 2010 ÞRIÐJUDAGUR BAKÞANKAR Önnu Margrétar Björnsson ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott Sigga, þetta er Carlos í prófunar- deildinni... SVART OG SYKURLAUST Íslenska kaffiverksmiðjan Koma svo... rólegur... vippa oní fötuna... Ég er með fersk- an ávaxtasafa handa þér Haraldur! Muntu ekki næla þér í nokkrar krónur fyrir að fara holu í höggi? Jú! Hálf milljón! Þær fara í tann- læknareikning! Svo á ég vonandi fyrir nýjum gleraugum og nýju golfsetti! Ég ætla að sofa uppi á þaki í nótt. Á þaki? Af hverju? Lífið er of stutt til að eyða heilli sumar- nótt í að sofa undir þakplötum! Kærar þakkir fyrir hugmyndina Þetta var reyndar yfirlýsing, ekki boð! Við skulum þvo gluggana um helgina! Ókei, en þú verður að lofa mér því að ég fái að þrífa þakrennurnar líka. Ókei, en bara í þetta skiptið. Þetta átti að vera kaldhæðni! Fyrir nokkrum mánuðum horfði ég á skondna „heimildar“-mynd frá sjöunda áratugnum sem fjallaði um eðluverur eða „reptilians“ sem búa í iðrum jarðar. Þessar verur komu samkvæmt þessari kenningu frá geimnum og hreiðruðu um sig neðan- jarðar fyrir mörgum þúsundum ára síðan. Ég er gífurlegur skeptíker að eðlisfari en að sama skapi finnst mér óráðlegt að úti- loka neitt í þessum heimi. Eðlufólk í iðrum jarðar eða litlir gráir karlar að sveima um himingeiminn í silfurlitum furðuhlutum gætu, þannig séð, auðvitað verið til. INNRÁSIR frá Mars og fljúgandi furðuhlut- ir hafa áratugum saman verið viðfangsefni fjölmargra bóka og kvikmynda enda nokk- uð augljóst að það hlýtur að vera einhvers konar líf úti í hinum endalausa alheimi. Sporöskjulaga geimfar á Youtube sem sást fljúga í öskumekkinum yfir Eyja- fjallajökli var að minnsta kosti kær- komin tilbreyting frá vandræðalegum fréttum af iðrunarlausum stjórn- málamönnum og athafnamönnum sem benda hver á annan. Geimverur eru ávallt hressandi. FYRIR tveimur árum síðan sendi NASA Bítlalag út í geiminn í átt að stjörnunni Polaris í þeirri von að finna einhvers konar merki um vitrænt líf úti í geimnum. Það tekur um 430 ár fyrir lagið að ferð- ast á áfangastað en stjörnufræðingar hlusta grannt eftir svari. Það væri auðvitað stór- fenglegt að fá loks staðfestingu á því að það séu til fleiri en við mannfólkið í alheimin- um en svo er auðvitað spurning um hvort geimverur muni deila sama tónlistarsmekk. Hver veit nema að „þeir“ fíli ekkert nema mínimal teknó og dauðarokk og verði gífur- lega pirraðir á gaulinu í Paul McCartney. Guði sé lof að við sendum ekki Phil Collins. TÖFFARINN í hjólastólnum, eðlisfræðing- urinn Stephen Hawking, benti einmitt á það fyrir stuttu að það væri ekkert svaka- lega sniðugt að senda einhvern mannlegan hressleika út í himingeiminn og vonast eftir vinveittu svari. „Ef geimverur koma til jarðarinnar verður útkoman áreiðanlega svipuð og þegar Kólumbus sigldi til Amer- íku en slíkt var ekki mjög hagstætt fyrir frumbyggjana,“ segir Hawking og benti á að jarðarbúar ættu frekar að gera allt sem þeir geta til þess að enginn taki eftir þeim. En þetta er bara allt of seint í rass- inn gripið hjá Hawking. Geimverur hafa áreiðanlega dundað sér áratugum saman við að horfa á fréttaútsendingar frá jörð- inni. Þær vita örugglega allt um hver vann Idol og Euro vision, hvaða lag með Lady Ga Ga er á toppnum og hvað Simmi og Jói eru að bardúsa. Ef geimverur voru yfirleitt að fljúga ofan í gíginn á Eyjafjallajökli um daginn voru þeir örugglega bara að leita að „off“-takkanum. Fíla geimverur Bítlana? Þriðjudagsbrjálæði Hreinsum til á lagernum 3 verð; 2000 kr, 3000 kr og 5000 kr Toppar Skokkar Bolir Pils Jakkar Kápur Kjólar Leðurjakkar og margt fl eira Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Kletthálsi Rvk Akureyri Suðurnesjum Húsavík Stigar og tröppur til allra verka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.