Fréttablaðið - 04.05.2010, Blaðsíða 50
34 4. maí 2010 ÞRIÐJUDAGUR
sport@frettabladid.is
Eggert Gunnþór Jónsson hefur staðið sig afar vel með skoska
liðinu Hearts í vetur og var í gær valinn leikmaður ársins af
stuðningsmönnum félagsins. Bakfallsspyrnu-
mark Eggerts gegn Aberdeen var þess utan
valið mark ársins.
Eggert hefur þurft að leysa margar stöður
hjá félaginu í vetur og skilað þeim öllum með miklum sóma.
Var stöðugur í sínum leik í allan vetur.
„Það var mjög gott að fá þennan titil og frábær viðurkenning
fyrir mig. Ég er greinilega að gera eitthvað rétt,“ sagði Eggert
Gunnþór ánægður er Fréttablaðið heyrði í honum í gær en
hann var einnig valinn besti ungi leikmaðurinn. „Þetta mark er
líka eitt af mínum betri. Ég hafði reynt þetta nokkrum sinnum á
æfingum en ekki tekist. Það tókst samt í leiknum og gerist líklega
ekki aftur,“ sagði Eggert og hló við.
Það gekk á ýmsu hjá Eggerti á tímabilinu en hann segist
vera nokkuð sáttur þegar upp er staðið.
„Það hefur verið stígandi í mínum leik í allan vetur.
Ég meiddist strax í öðrum leik og kom fimm vikum
seinna til baka. Þá datt ég inn í hinar og þessar stöður
vegna meiðsla annarra leikmanna. Svo fór ég á miðjuna í
2-3 mánuði. Svo meiddust fleiri og þá fór ég í miðvörðinn og síðar
einnig í bakvörðinn. Ég reyndi því ýmislegt,“ sagði Eggert Gunn-
þór sem kann þó alltaf best við sig á miðri miðjunni.
Hann á tvö ár eftir af samningi sínum við Hearts og segist
ekkert vera að íhuga að fara eitthvað annað. „Það er ekkert
annað í gangi og ég er bara nokkuð ánægður hér. Gekk vel í
vetur og mér líst vel á nýja stjórann sem kom í janúar,“ sagði
Eggert en hann hefur ekkert leikið með A-landsliðinu í rúmt
ár. „Ég hef auðvitað metnað fyrir landsliðinu og verð bara að
halda áfram að standa mig vel og vona að þjálfarinn
velji mig.“
EGGERT GUNNÞÓR JÓNSSON: VALINN LEIKMAÐUR ÁRSINS AF STUÐNINGSMÖNNUM SKOSKA LIÐSINS HEARTS
Ég er greinilega að gera eitthvað rétt
HANDBOLTI Haukar og Valur eig-
ast við í sínum þriðja leik í úrslita-
einvíginu um Íslandsmeistaratit-
il karla í handbolta í kvöld. Staðan
í einvíginu er jöfn, 1-1, en liðin
mætast nú á Ásvöllum, heimavelli
Hauka. Patrekur Jóhannesson,
þjálfari Stjörnunnar, reiknar með
heimasigri í kvöld.
„Valsarar náðu að klára síð-
asta leik og þeir vita að þeir þurfa
að vinna einn leik á útivelli til
að ná titlinum,“ sagði Patrekur
við Fréttablaðið. „En ég held að
Haukar taki þennan leik á seig-
lunni. Engu síður var ég búinn
að spá því að úrslitin í rimmunni
myndu ráðast í oddaleik og ég held
mér við það.“
Hann segir þó liðin tvö mjög
svipuð að styrkleika og að bæði lið
spili sterkan varnarleik. „Fannar
[Þór Friðgeirsson] er svo algjör
lykilmaður í sóknarleik Vals og
hefur staðið sig virkilega vel.
Haukarnir þurfa að hafa gætur á
honum, rétt eins og að Valsvörnin
þarf að passa Sigurberg [Sveins-
son]. Mér finnst þó Valsararnir
jafnari að styrkleika fyrir utan í
sínum sóknarleik.“
Patrekur segir að þó svo að
Haukarnir hafi virst vera þung-
ir í síðustu leikjum megi ekki
vanmeta liðið. „Aron [Kristjáns-
son] er afar fær þjálfari og hefur
sjálfsagt verið að miða við að liðið
toppi núna í úrslitakeppninni. Það
kemur væntanlega mjög fljótlega
í ljós hvort það tekst. Stundum
finnst manni þó að liðið hafi ekki
verið að spila neitt sérstaklega vel
en samt hafa þeir verið að vinna
sína leiki. Það segir bara sitt um
hvað Haukar eru sterkir.“
Hann vonast einnig til að sjá
fleiri áhorfendur á leiknum í
kvöld en hingað til í úrslitakeppn-
inni. „Ég sakna þess að sjá að það
sé uppselt á þessa leiki. Ég vona
innilega að stuðningsmenn þess-
ara tveggja liða fari að taka sig til
og fylli húsið í kvöld.“ - esá
Patrekur Jóhannesson um þriðja leik Hauka og Vals í úrslitaeinvíginu:
Reiknar með Haukasigri í kvöld
FANNAR ÞÓR FRIÐGEIRSSON Verður
væntanlega í strangri gæslu Haukavarn-
arinnar í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
N1 Deildin
KARLAR
Þriðjudagur
Ásvellir Haukar - Valur 19:30
2009 - 2010
ÚRSLIT - LEIKUR 3
> Gylfi orðaður við fjölda félaga
Gylfi Sigurðsson var í gær orðaður við félög í ensku
úrvalsdeildinni en hann sló í gegn með Reading í ensku
B-deildinni í vetur. Fulham, Bolton og New-
castle eru öll sögð hafa áhuga á honum en
Brian McDermott, stjóri Reading, á von á því
að fá tilboð í Gylfa í sumar. „Við munum
reyna að halda eins mörgum leikmönn-
um og við getum í okkar röðum en við
ætlum að sjá til hvað gerist í sumar,“
sagði McDermott. „Við ætlum ekki
að hvetja önnur félög til að eltast við
leikmenn okkar en munum takast á
við þau mál sem koma upp.“
N1-deild karla, umspil
2. leikur í úrslitaeinvígi umspilsins:
Afturelding - Grótta 33-25 (16-9)
Mörk Aftureldingar (skot): Jón Andri Helgason 7
(13/1), Aron Gylfason 5 (9), Magnús Einarsson
5 (10), Hrafn Ingvarsson 4 (5), Ásgeir Jónsson
3 (4), Bjarni Þórðarson 3 (5), Þrándur Gíslason
2 (2), Kristófer Guðmundsson 1 (1), Jóhann
Jóhannsson 1 (1), Daníel Jónsson 1 (3), Þorlákur
Sigurjónsson 1 (3)
Varin skot: Smári Guðfinnsson 18/2.
Fiskuð víti: 2 (Bjarni, Daníel).
Utan vallar: 6 mín.
Mörk Gróttu (skot): Anton Rúnarsson 5 (8/1),
Árni B. Árnason 3 (3), Matthías Ingimarsson 3
(3), Atli R. Steinþórsson 3 (4), Jón Karl Björnsson
3/1 (6/2), Arnar Theodórsson 2 (4), Heiðar Aðal-
steinsson 2 (4), Viggó Kristjánsson 2 (5), Ægir
Hrafn Jónsson 1 (1), Hjalti Pálmason 1 (6)
Varin skot: Gísli Guðmundsson 10, Magnús
Sigmundsson 9/1.
Fiskuð víti: 3 (Arnar 2, Atli).
Utan vallar: 8 mín.
Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson.
Flott frammistaða.
Enska úrvalsdeildin
Blackburn - Arsenal 2-1
0-1 Robin van Persie (13.), 1-1 David Dunn (43.),
2-1 Christopher Samba (68.).
Wigan - Hull 2-2
1-0 Victor Moses (30.), 1-1 Will Atkinson (41.),
1-2 Mark Cullen (64.), 2-2 Steve Gohouri (90.).
STAÐA EFSTU LIÐA
Chelsea 37 26 5 6 95-32 83
Man. United 37 26 4 7 82-28 82
Arsenal 37 22 6 9 79-41 72
Tottenham 36 20 7 9 64-37 67
Man. City 36 18 12 6 72-43 66
Aston Villa 37 17 13 7 52-38 64
Liverpool 37 18 8 11 61-35 62
Danska úrvalsdeildin
SönderjyskE - OB 2-0
Sölvi Geir Ottesen skoraði fyrra mark Sönder-
jyskE. Hann og Ólafur Ingi Skúlason léku allan
leikinn með liðinu. Rúrik Gíslason lék allan
leikinn í liði OB.
Sænska úrvalsdeildin
GAIS - Helsingborg 0-0
Eyjólfur Héðinsson og Hallgrímur Jónasson léku
allan leikinn í liði GAIS.
Mjällby - IFK Gautaborg 0-0
Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson léku
allan leikinn í liði Gautaborgar og Theodór Elmar
Bjarnason kom inn á sem varamaður á 56. mín.
ÚRSLIT
FÓTBOLTI Í gær varð það endan-
lega ljóst hvaða þrjú lið falla úr
ensku úrvalsdeildinni þetta tíma-
bilið. Hull gerði 2-2 jafntefli við
Wigan en liðið átti þó aðeins töl-
fræðilegan möguleika á að bjarga
sér fyrir leikinn. Hull, ásamt
Burnley og Portsmouth, leikur í
ensku B-deildinni á næstu leiktíð.
Hull var reyndar á góðri leið
með að vinna leikinn en Steve
Gohouri jafnaði metin fyrir
Wigan í uppbótartíma.
Þá vann Blackburn 2-1 sigur á
Arsenal með marki Christophers
Samba í síðari hálfleik. Arsen-
al hefði getað gulltryggt þriðja
sætið í deildinni með sigri en
þarf nú að bíða eftir leik Totten-
ham eða Manchester City til að
sjá hvort annað þeirra liða eigi
möguleika á þriðja sætinu.
Það eru þó litlar líkur á því
að Arsenal tapi þriðja sætinu úr
þessu en það mætir Fulham í
lokaumferðinni um næstu helgi.
- esá
Fallbaráttunni lokið:
Endanlega ljóst
hvaða lið falla
SVEKKTIR Iain Dowie og nokkrir leik-
menn Hull eftir leikinn í gær.
NORDIC PHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Daninn Jacob Neestrup
mun vera til reynslu hjá FH
næstu dagana en hann er 22 ára
miðjumaður sem lék síðast í Nor-
egi. Þá greindi Bjarki Gunnlaugs-
son frá því í gær að hann myndi
að öllu óbreyttu spila með FH-
ingum í sumar. - esá
Leikmannamál FH:
Dani til reynslu
HANDBOLTI Afturelding komst í
gær upp í efstu deild eftir tveggja
ára fjarveru með því að leggja
Gróttu örugglega að velli 33-25.
Mosfellingar unnu því einvígi lið-
anna í umspili um laust sæti 2-0
en um helgina unnu þeir útisigur
á Seltjarnarnesi.
„Það var smá stress í okkur
sóknarlega í byrjun. Þegar vörnin
okkar smellur saman er erfitt að
eiga við okkur og sú varð raunin
núna. Það er langt síðan við töpuð-
um á heimavelli og við náðum upp
góðri vörn og hraðaupphlaupum
með því. Það telur mikið í svona
leikjum,“ sagði Gunnar Andrésson,
þjálfari Aftureldingar, eftir leik.
Grótta byrjaði leikinn betur og
skoraði þrjú fyrstu mörkin, en það
reyndist skammgóður vermir fyrir
gestina frá Seltjarnarnesinu. Aft-
urelding náði betri tökum á sínum
leik og þegar staðan var orðin
10-7 ákvað Geir Sveinsson, þjálf-
ari Gróttu, að taka leikhlé. Ræða
hans fór eitthvað rangt í menn því
heimamenn skoruðu þrjú fyrstu
mörkin eftir hana.
Stemningin var öll með Aftur-
eldingu sem var með leikinn
algjörlega í sínum höndum. Leik-
menn liðsins voru mun grimm-
ari og virkuðu betur stemmdir. Í
seinni hálfleiknum var þetta aldrei
spurning. Heimamenn hleyptu
gestunum aldrei nálægt sér og
unnu á endanum með átta marka
mun. Grótta átti einfaldlega engin
svör gegn Aftureldingu í gær.
„Við náðum forskoti í fyrri hálf-
leik sem var erfitt að vinna upp.
Markvörðurinn [Smári Guðfinns-
son] stóð sig frábærlega en fyrst
og fremst er þetta liðsheildin sem
vinnur. Þessi hópur leggur sig
mikið fram á æfingum og menn
hafa unnið fyrir þessu. Svo eigum
við einstaka áhorfendur og það
kom ekki til greina að bregðast
þeim,“ sagði Gunnar.
Stemningin í Mosfellsbæ var
hreint mögnuð, allt troðið og hefur
undirritaður aldrei svitnað eins
mikið við störf sín sem blaðamaður
enda hitastigið í húsinu nær óbæri-
legt. Stuðningsmenn Afturelding-
ar eiga hrós skilið fyrir frumleg-
an stuðning. Þeir voru mættir vel
fyrir leik og voru standandi, hvetj-
andi allan tímann og sköpuðu bestu
stemningu sem verið hefur á hand-
boltaleik á þessum vetri.
Vonandi verður stemningin sú
sama næsta vetur en Gunnar verð-
ur áfram með liðið. „Við missum
einhverja menn. Það eru einhverjir
að fara í nám erlendis en við verð-
um að styrkja liðið fyrir næsta
tímabil, það er engin spurning.“
Jón Andri Helgason var marka-
hæstur Mosfellinga. „Stemningin
er hérna í þessu húsi. Þetta var það
sem við ætluðum okkur að gera,
klára þetta strax og ekkert bull.
Löngunin var einfaldlega meiri hjá
okkur, við erum lið sem á að vera í
efstu deild.“ elvargeir@frettabladid.is
Kjúklingabærinn snýr aftur
Stemningin í Mosfellsbæ í gær þegar Afturelding tryggði sér sæti í deild þeirra
bestu minnti á gamla tíma í íþróttahúsinu að Varmá. Grótta féll í 1. deildina.
INNILEGUR FÖGNUÐUR Magnús Einarsson og félagar hans í Aftureldingu eru komnir upp í efstu deild á nýjan leik. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI