Fréttablaðið - 11.05.2010, Side 12

Fréttablaðið - 11.05.2010, Side 12
12 11. maí 2010 ÞRIÐJUDAGUR Sjálfstæðismenn hafa haft hreinan meirihluta í bæj- arstjórn undanfarin átta ár. Undir forystu Árna Sig- fússonar bæjarstjóra unnu þeir stóran sigur í síðustu kosningum og hlutu sjö bæjarfulltrúa af ellefu. A-listi samfylkingar- og framsóknarmanna fékk fjóra. Við kosningarnar nú bjóða fjórir stærstu flokkar landsins fram undir eigin merkjum. Við síðustu sveitarstjórnarkosn- ingar vorið 2006 var mikil upp- sveifla í efnahagslífinu. Þau umskipti sem orðið hafa síðan í þjóðlífinu eru ekki síst greini- leg á Suðurnesjum. Snemma á kjörtímabilinu hætti bandaríski herinn endanlega starfsemi á Keflavíkurflugvelli. Þar sáu Suð- urnesjamenn á bak burðarási í sínu atvinnulífi í meira en hálfa öld. Leit að nýjum atvinnutæki- færum hefur staðið undanfarin ár og ekki er vanþörf á. Atvinnuleysi er nú hvergi meira, 1.754 íbúar Suðurnesja eru skráðir án atvinnu, rúmlega ellefu prósent af fullorðnu fólki á svæðinu. Bjartsýnisleg áætlun Sú fjárhagsáætlun sem meiri- hluti sjálfstæðismanna sam- þykkti fyrir bæjarstjórnina í upp- hafi þessa kosningaárs byggðist á því að bjartari tímar væru fram undan, strax á þessu ári. Lagt var til grundvallar að 2.700 til 2.900 ný störf mundu skapast í sveit- arfélaginu í ár og útsvarstekjur aukast um rúm sextán prósent. Þar var litið til álvers Norðuráls í Helguvík, Reykjanesvirkjunar og gagnavers Verne Holding, nýs sjúkrahúss og fjölmargra annarra áforma. Þess er enn beðið að þessi áform verði að veruleika. Líkt og minnihluti bæjarstjórn- ar lýsti Eftirlitsnefnd með fjár- málum sveitarfélaga (EFS) efa- semdum með þær forsendur sem lagðar voru til grundvallar og gerðu að verkum að sveitarstjórn- in gat uppfyllt þá lagaskyldu að afgreiða fjárhagsáætlun með tekjuafgangi. EFS aðhafðist ekki frekar í málum Reykjanesbæj- ar en kallaði eftir því að bæjar- stjórnin skilaði ársfjórðungsleg- um upplýsingum um gang mála í rekstrinum. Umdeild orkumál Málefni Hitaveitu Suðurnesja (HS) hafa verið umdeild undan- farin ár. Hvorki hefur verið sátt innan bæjarstjórnar Reykjanes- bæjar né við nágrannasveitarfé- lögin um þá stefnu sem meirihlut- inn hefur fylgt. Á síðasta ári seldi bæjarstjórnin mestallan hlut sinn í orkuframleiðsluhluta HS. Salan bætti eiginfjárstöðu bæjarsjóðs um milljarða króna samkvæmt síðasta ársreikningi. Fasteignir á leigu Eitt þeirra atriða sem mest hefur verið gagnrýnt snýr að Eignar- haldsfélaginu Fasteign. Reykja- nesbær er eigandi um 10 pró- senta hlutafjár í félaginu sem er eigandi langflestra fasteigna sem bærinn notar til þess að halda úti sinni þjónustu. Grunnskólar, leik- skólar, íþróttahús, bæjarskrif- stofur og skólpdælustöð bæjarins eru í eigu Fasteignar og bærinn greiðir um einn milljarð króna á ári í leigu fyrir aðgang að eignun- um samkvæmt samningum sem fela í sér um það bil 12 milljarða króna skuldbindingu næsta aldar- fjórðung. Þessar skuldbindingar hafa ekki komið fram í efnahags- reikningi bæjarins og hefur verið gagnrýnt að þar með gefi reikn- ingar þess ekki raunsanna mynd af raunverulegri stöðu sveitarfé- lagsins. Á því kjörtímabili sem nú er að líða hefur stjórnarandstaðan í bæjarstjórn starfað undir merkj- um A-listans. Því samstarfi hefur nú verið slitið. Stóru flokkarn- ir fjórir bjóða allir fram undir eigin merkjum til kosninganna í Reykjanesbæ 29. þessa mánaðar. Í Fréttablaðinu í dag eru birt- ar niðurstöður skoðanakönnunar sem gerð var meðal 800 bæjar- búa í gær. Þar kemur fram hvaða augum bæjarbúar líta flokkana þegar lokasprettur kosningabar- áttunnar er fram undan. Atvinnu- og fjármál eru efst á baugi „Við viljum efla íbúalýðræði og lýðræðislega stjórnar- hætti,“ segir Kristinn Örn Jakobsson, nýr oddviti fram- sóknarmanna í Reykjanesbæ. „Við höfnum því foringja- einræði sem núverandi meirihluti hefur stundað.“ Auk atvinnumála og úrbóta í fjármálum bæjarins leggja framsóknarmenn áherslu á að efla skoðanaskipti og hefja gagnrýna umræðu til vegs og virðingar í sveitar- stjórninni. Þeir vilja bera mikilvæg mál undir atkvæði íbúa. Kristinn gagnrýnir harkalega að ákvarðanir um stórmál á borð við sölu Hitaveitu Suðurnesja hafi verið teknar án teljandi umræðu. Meirihlutinn hafi reynt að fegra bókhaldið eftir 1.200 milljóna króna taprekstur með því að selja eign bæjarbúa í Hitaveitu Suðurnesja til þess að bæta eiginfjárstöðuna. Enginn verði hins vegar ríkari á því að selja eignir. „Árni Sigfússon talar um að það vanti tekjur en það er eyðslan sem er vandamálið, ekki skortur á tekjum,“ segir Kristinn. Engin umræða hafi heldur farið fram meðal bæjarbúa um þátttöku bæjarins í Fasteign, félaginu sem nú á flestar fasteignir sem bærinn notar og fær um milljarð króna á ári í leigutekjur. Viljum efla lýðræðislega stjórnarhætti „Fyrsta verkefnið eftir kosningar verður að taka til í fjár- málum sveitarfélagsins og koma á jafnvægi eftir óstjórn Sjálfstæðisflokksins. „Tekjuhliðin hefur verið sniðin að gjaldahliðinni,“ segir Friðjón Einarsson, nýr oddviti Sam- fylkingarinnar í Reykjanesbæ. Allir sem reki heimili viti að það gangi ekki að ákveða fyrst hvað maður ætli að eyða miklu og áætla sér síðan tekjur í samræmi við eyðsluna. Þetta hafi meirihluti sjálfstæðismanna þó gert á hverju ári frá 2002. Uppsafnað tap skipti nú milljörðum. Fjár- hagur sveitarfélagsins standi á brauðfótum. „Við erum með mesta atvinnuleysi á Íslandi og stærstu fyrirtækin okkar hafa farið halloka. Eini aðilinn sem sinnir atvinnuþróun er ríkið í gegnum Kad- eco [Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar],“ segir Friðjón. „Við stefnum að því að verja skólana, leikskólana og velferðarkerfið. Vonandi verður hægt að ná jöfn- uði í fjármálum bæjarins á næsta kjörtímabili.” Friðjón leggur einnig áherslu á að bæta samstarf við nágrannasveitarfélögin. Það hafi beðið skipbrot vegna yfirgangs sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ í deilum um orkunýtingu og eignar- hald Hitaveitu Suðurnesja. Fyrsta verkefnið verður að taka tilFyrst og fremst þurfa fjármál bæjarins mikill- ar endurskoð- unar við,“ segir Gunnar Marel Eggertsson, nýr oddviti Vinstri grænna í Reykjanesbæ. Einnig þurfi að vinna eins vel og hægt er að atvinnumálum og vel- ferðarmálum almennt. VG leggi til dæmis áherslu á ókeypis skólamál- tíðir fyrir börn. „Hér eru 1.750 manns atvinnu- lausir,“ segir Gunnar Marel. „Það stendur til að reisa álver en það geta aldrei nema 150 manns af atvinnuleysisskránni fengið vinnu í álverinu.“ Gunnar telur álversáformin í Helguvík illa ígrunduð. Aðeins brot af þeirri orku sem álverið þarf sé til reiðu. Þá séu störf í álveri þau dýrustu sem hægt er að skapa, hvert og eitt kosti 200 milljónir króna. Gagnaverið sé hins vegar jákvætt verkefni en skoða þurfi að nýju öll áform um nýtingu Vallar- svæðisins. „Manni hefur sýnst að það séu helst einhverjir vildarvinir sem hafa fengið þar góða bita,“ segir Gunnar Marel. „Það er ekki svona sem á að gera hlutina í dag.“ Þá segir hann að fjárhagsáætlun bæjarins fyrir þetta ár einkennist af óskhyggju og gagnrýnir að meiri- hlutinn hagi sér eins og enn sé árið 2007 meðan ábyrgir aðilar í landinu sjái nauðsyn þess að taka til og rifa seglin. Þarf að taka til Árni Sigfússon, bæjarstjóri og oddviti sjálfstæðismanna, segir að atvinnumál, fjölskyldumál og umhverfismál séu helstu mál bæjarstjórnarkosninganna í Reykjanes- bæ. Hann segist bjartsýnn á að Sjálfstæðisflokkurinn haldi hreinum meirihluta að loknum kosningum. „Ég hef lýst því að ég er tilbúinn til að leiða þetta starf áfram og óska eftir stuðningi til þess,“ segir Árni. „Ég hef góða tilfinningu fyrir að íbúar vilji halda þessari stjórn áfram. Það skiptir mestu máli að við náum að vinna okkur í gegnum atvinnuvandann. Þar eru mörg stór verkefni í undirbúningi.“ Árni segir þúsundir vellaunaðra starfa í undirbúningi í álveri, kísilveri, nýju sjúkrahúsi, gagnaveri og fleiri verkefnum. „Það er mín ætlan að okkur takist að skapa þessi störf og gera þau raunveruleg upp úr miðju þessu ári. Til þess þurfum við öflugan stuðning bæjarbúa.“ Einnig leggur hann áherslu á að halda áfram frumkvöðulsstarfi í fjölskyldu- og forvarna- og umhverfismálum sem unnið hafi verið í Reykjanesbæ undanfarin ár. Er tilbúinn til að leiða þetta starf áfram SVEITARSTJÓRNAR- KOSNINGAR 2010 REYKJANESBÆR Fjórir stærstu flokkar landsins bjóða fram undir eigin merkjum í komandi sveitarstjórnarkosningum. Atvinnumál- in eru áberandi í umræðunni fyrir kosningar enda atvinnuleysi mikið í sveitarfélaginu, en um 11 prósent íbúa eru án atvinnu. PÉTUR GUNNARSSON peturg@frettabladid.is Sótt að hreinum meirihluta sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ BS nám í viðskiptafræði með vinnu í Háskóla Íslands Haldinn verður kynningarfundur um námið miðvikudaginn 12. maí kl. 12-13 í stofu 102 í Gimli. Nánari upplýsingar má finna á www.bsv.hi.is VIÐSKIPTAFRÆÐIDEILD FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.