Fréttablaðið - 11.05.2010, Side 15

Fréttablaðið - 11.05.2010, Side 15
ÞRIÐJUDAGUR 11. maí 2010 Nú, þegar vönduð rannsóknar-skýrsla er komin í hvers manns hendur sem eftir því sæk- ist, byrjað að sækja menn til saka, og Icesave-málið ekki lengur í hámæli, þar sem við erum eins máls þjóð, þá er við hæfi að snúa sér af fullri alvöru að því sem er mest aðkallandi í dag: Atvinnu- málum. Í það á orkan að fara. Þegar vinnufært fólk um allt land er að missa bæði heilsu og sjálfs- virðingu af því að það er enga vinnu að hafa og hver spámaður- inn á fætur öðrum segir að ástand- ið verði ekkert skárra á næstu árum, þá gefst fólk einfaldlega upp. Á slíkum tímum er ekki hægt að vera með persónulegar skoðan- ir á hvað megi gera. Það verður að nýta hvert tækifæri sem gefst til að byggja upp og skapa atvinnu. Virkjanir eða einkasjúkrahús fyrir útlendinga þar með. Það er beinlínis lítilsvirðing við almenn- ing á þessum tímum að leggja stein í götu framkvæmda sem skapa atvinnu til framtíðar. Eitur í mínum beinum Heilbrigðisráðherra segir í viðtali við Læknablaðið að hugmyndir um einkasjúkrahús séu óraunhæfar og hætta á að hér skapist tvöfalt kerfi í heilbrigðisgeiranum. „Það er eitur í mínum beinum og ég mun seint stuðla að því að svo verði,“ segir ráðherrann. Lögin geri ekki ráð fyrir að heil- brigðisyfirvöld ráði þessu. Þetta sé dæmi um glímuna sem þau séu dag- lega í við arfleifð fyrri ríkisstjórna. „Svokölluðum einkaframkvæmdum var gert hátt undir höfði, lagaum- hverfið sniðið að þörfum markaðs- aflanna.“ Nú spyr maður sig, hvað eru einkaframkvæmdir? Er hönnun og önnur listsköpun ekki einka- framkvæmdir? Eru litlu búðirnar sem spretta upp með heimagerðum hlutum ekki einkaframtak, sem og markaðurinn í Kolaportinu. Eru einhverjir svo forskrúfaðir að þeir skilja ekki hvaða verðmæti felst í frelsi einstaklingsins til athafna? Ekki bara efnisleg, heldur sjálfs- virðing og efling skapandi hugsun- ar. Þó að einhverjir hafi ekki virt almennar umferðarreglur, ekið yfir á rauðu hvar sem þeim sýndist, verið ölvaðir undir stýri og eyðilagt ómetanleg verðmæti, þýðir það ekki að dagar einkabílsins séu taldir. Við og hinir Sitjandi ríkisstjórn og fylgismenn hennar hafa frá fyrsta degi talað um vondu íhaldsöflin sem eyði- lögðu allt. Góða björgunarsveitin var allt annarrar gerðar og henni best treystandi.Þessi mantra geng- ur ekki lengur. Það verður enginn betri fyrir það eitt að annar er lak- ari. Samanburður breiðir ekki yfir vanhæfni þess sem beinir spjótum sínum að öðrum. Þeir sem tala hæst um valda- græðgi og leynd annarra stjórn- málamanna, hafa það yfirlýsta markmið eitt, að hvað sem á milli ber, þá ætli þeir ekki að sleppa valdataumunum. Þeir sem hafa talað hæst um gagnsæi, standa dyggast vörð um leyndina þegar þeim hentar. Þetta er við blasandi og öllum ljóst. Þeir sem tala hæst um spillingu í vina og flokksbræðra ráðningum, geta aðeins unnið með og ráðið sitt fólk, vini og flokks- bræður. Sumir ráðherrar taka stöðuheitið bókstaflega og minna stundum á að þeir ráði í tilteknu máli, og hofmóður þeirra og yfir- læti dylst engum. Ráðherrar og aðrir stjórnmála- menn öðlast traust með góðum verkum, en einnig með framkomu og fagmennsku. Við lifum á tímum þar sem fólk tjáir sig frjálslega um eitt og annað, einkum á Netinu og gildismat á margan hátt annað en áður var. Sjálfri finnst mér að þeir sem sitja í ráðherrastólum eigi að sýna hlutverki sínu þá virðingu að fara ekki með slúður og halda sig við staðreyndir. Mig varðar til dæmis ekkert um hvað er eitur í beinum ráherrans, þó að mér þyki áhugavert hvaða faglega mat hann styðst við. Mér þótti líka undarlegt að heyra forsætisráðherra landsins segja við blaðamenn að hún leyndi því ekki að sér þætti óþægilegt að ein samflokkskona hennar sæti í þingflokknum, vegna fjárstuðnings sem hún þáði í prófkjöri. Viðkom- andi hefði að vísu ekki brotið neinar reglur, en sér þætti þetta sem sagt óþægilegt! Hvers konar framkoma er þetta við samherja? Hverjum kemur við hvað forsætisráðherranum finnst óþægilegt. Þetta er slúður og ekki samboðið embættinu sem þessi ann- ars ágæta kona gegnir. Ef það þykir við hæfi að tala um framtak einstaklinga sem oftar en ekki kemur fleirum vel sem, „svo- kallaðar einkaframkvæmdir“, má alveg eins segja „svokallaðir ráð- herrar“ um suma sem því embætti gegna. Jónína Michaelsdóttir blaðamaður Í DAG Svokallaðir ráðherrar Hvers konar framkoma er þetta við samherja? Hverjum kemur við hvað forsætisráðherranum finnst óþægilegt. Þetta er slúður og ekki samboðið embættinu sem þessi annars ágæta kona gegnir. AF NETINU Þúfnahugsun “Þúfnahugsun og vægi þröngra hagsmuna hafa ráðið allt of miklu allt of lengi. Stjórnsýslan á Íslandi er bæði veik og léleg. Það þarf að taka hana í gegn á öllum vígstöðvum. Flokksgæðingum hefur verið hlaðið á hillur ráðuneytanna um áratuga skeið. Fagmennskan hverfur og eftir stendur pot vina til vina. “ blog.eyjan.is/grimuratlason Grímur Atlason Meira í leiðinniWWW.N1.IS / SÍMI 440 1000N1 ELDHEITT EINTAK BROIL KING 39.998 KR. GEM VNR. 076 53603IS ™ p™ S ™ V HVAR ÞRENGIR AÐ? DAGSKRÁ: Málefnaþingið verður haldið föstudaginn14. maí kl. 14 - 17 í Háskóla Íslands, Háskólatorgi, stofu 105. Fundarstjóri Gísli Pálsson prófessor og varamaður í stjórn Rauða kross Íslands. EKKERT ÞÁTTTÖKUGJALD - ALLIR VELKOMNIR! Kl. 14:00 Setning. Ungt fólk í atvinnuleit. Niðurstöður skýrslunnar Hvar þrengir að? Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands. Álit á niðurstöðum skýrslunnar Hvar þrengir að? Hjördís Árnadóttir, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og félagsþjónustusviðs Reykjanesbæjar. Lára Björnsdóttir, formaður Stýrihóps velferðarvaktarinnar. Vilborg Oddsdóttir, félagsráðgjafi hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Kl. 15:10 Kaffihlé. Fátækt á Íslandi. Guðný Björk Eydal, félagsráðgjafi og prófessor við Háskóla Íslands. Rauði krossinn og efnahagsþrengingar í Evrópu. Georg Habsburg, formaður Rauða krossins í Ungverjalandi. Stefna Rauða kross Íslands. Anna Stefánsdóttir, formaður Rauða kross Íslands. Kl. 17:00 Fundarlok. MÁLEFNAÞING UM NIÐURSTÖÐUR SKÝRSLU RAUÐA KROSSINS HVAR ÞRENGIR AÐ?”“ Skráning á skraning@redcross.is Nánari upplýsingar á raudikrossinn.is Hvaða hópar eru berskjaldaðir í íslensku samfélagi? ÁRSFUNDUR KJALAR LÍFEYRISSJÓÐS Kjölur lífeyrissjóður boðar hér með til ársfundar sjóðsins. Fundurinn verður haldinn á Grand Hótel, Sigtúni 38 í Reykjavík, þriðjudaginn 25. maí 2010 kl. 17.00. Allir sjóðfélagar og rétthafar eiga rétt á setu á ársfundinum. Á dagskrá fundarins eru almenn ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins og 30. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Ársfundargögn er hægt að nálgast á heimasíðu sjóðsins, www.landsbankinn.is/ls/kjolur og hjá Fjármálaráðgjöf Landsbankans, Austurstræti 11. Reykjavík, 10. maí 2010 Virðingafyllst, stjórn Kjalar lífeyrissjóðs

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.