Fréttablaðið - 11.05.2010, Page 19
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447
„Þetta er bara alveg geðveikt
gaman; ég fíla þetta alveg í botn,“
segir Davíð Örn Ingimarsson, sex-
tán ára, spurður hvernig sé að taka
þátt í starfi Sportklúbbs Árbæjar,
samstarfsverkefni íþróttafélags-
ins Fylkis og frístundamiðstöðv-
arinnar Ársels. Sportklúbburinn
hefur verið starfræktur frá árinu
2008 í þeim tilgangi að bjóða ungl-
ingum í áttunda til tíunda bekk
upp á íþrótta- og félagsstarf án
áherslu á keppni.
Davíð er á síðasta ári í grunn-
skóla og segist vera mikill áhuga-
maður um íþróttir, en hann hefur
æft sund, handbolta, fimleika,
fótbolta og aikido svo fátt sé upp
talið. Sportklúbburinn bættist við
á síðasta ári. „Ég ákvað að skoða
þetta betur þar sem ég á þarna
góða vini og fannst þetta síðan
bara skemmtilegt. Allir geta spil-
að fótbolta, það eru engir sem
einspila eða spila bara sín á milli
eða svoleiðis.“
Hópunum er skipt niður eftir
aldri og mæta þeir vikulega í
íþróttasal Árbæjarskóla, þar sem
farið er í íþróttir eins og fótbolta,
handbolta og bandí. Þeir hittast
einnig í félagsmiðstöðinni Tíunni
eitt kvöld í viku og spila borðtenn-
is, pool og fleira. Þá er stefnt að
því að bjóða upp á tíma á Fylkis-
vellinum í sumar og heimsækja
svipaða hópa á landsbyggðinni.
„Svo hittumst við líka alveg slatta
utan hefðbundins æfingatíma og
spilum þá fótbolta, handbolta,
körfubolta og skemmtum okkur
bara,“ segir Davíð.
Þrátt fyrir annir kvartar hann
ekki og segist hafa nægan tíma
til að sinna öðrum áhugamálum.
Þar er leiklist efst á dagskrá. „Ég
er á leiklistarnámskeiði hjá Borg-
arbörnum, sem kallast Unglist
tvö,“ nefnir Davíð og getur þess
að það sé í samræmi við fram-
tíðarplönin. „Já, ég er nefnilega
að klára Árbæjarskóla og ætla
næsta vetur í listnám í FB,“ segir
hann glaðbeittur og mælir með
því að krakkar kynni sér það sem
íþróttafélögin og frístundamið-
stöðvarnar bjóði upp á í sumar.
„Oft eru alls konar skemmtilegir
hlutir í gangi.“
roald@frettabladid.is
Allir fá að spreyta sig
Davíð Örn Ingimarsson, nemi í tíunda bekk við Árbæjarskóla, ver stórum hluta frítíma síns í íþróttir og
hefur síðastliðin tvö ár tekið þátt í starfi Sportklúbbs Árbæjar af fullum krafti.
MINNINGARSJÓÐUR Margrétar Oddsdóttur var
stofnaður nýlega. Margrét var skurðlæknir á Landspít-
alanum en lést úr krabbameini árið 2009 langt fyrir
aldur fram. Sjóðnum er ætlað að styrkja skurðlækningar
við brjóstakrabbameini á Landspítala. www.lsh.is
Davíð og vinir hans
hafa tekið þátt í
starfi Sportklúbbsins
í vetur.
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
SA
Patti húsgögn
Landsins mesta úrval af sófasettum
Láttu þér líða vel í sófa frá Patta
Dugguvogi 2 / s: 557 9510 / www.patti.is
Opið : Mánud. - Föstud. frá 9 til 18 og Laugard. frá 11 til 16
269.90
0 kr
Verð á
ður
319.90
0 kr
sws - 8922 horntunga
Tímapantanir
534 9600Hlíðasmári 11, 201 Kópavogur -www.heyrn.is
HEYRNARÞJÓNUSTA
Nýju ReSound heyrnartækin endurvekja tilfinningu fyrir
hljóðum sem berast úr hvaða átt sem er á svipaðan hátt
og þegar skipt er úr einföldum steríótækjum með
tveimur hátölurum í kringóma (surround) heimabíó með
hátalara til allra átta.
Ný tækni . Betra verð . Fagleg þjónusta
Frí ráðgjöf í maí
ReSound heyrnartækin setja mann í miðpunkt
hljóðheimsins sem maður hrærist í. Þegar maður getur
fylgst betur með hljóðum sem berast úr öllum áttum
nýtur maður góðs hljóms mun betur. Auðveldara er að
átta sig á hvaðan hljóðið berst og maður getur notið
þess að tala við fólk þó hávaði sé í umhverfinu.
SURROUND
KRINGÓMA
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki