Fréttablaðið - 11.05.2010, Qupperneq 20
HEILSA ÖRUGGT SAMFÉLAG er yfirskrift alþjóðlegrar ráðstefnu sem hald-in verður á Grand Hóteli 19.-20. maí. Efni ráðstefnunnar á erindi við þá sem áhuga hafa á öryggismálum og velferð. www.lydheilsustod.is
„Börnin okkar eru yfirleitt skyn-
söm og gera sér grein fyrir því að
það er betra að lifa heilsusamlegu
lífi. Þó er nauðsynlegt að hnykkja
á þeim óæski-
le g u á h r i f-
um sem neysla
munn tóbaks
getur haft á
heilsuna,“ segir
Geir Bjarna-
son, forvarna-
fulltrúi Hafn-
arfjarðarbæjar.
Krabbameinsfé-
lag Hafnarfjarð-
ar hefur hrund-
ið af stað átaki
gegn munntóbaksnotkun ungs fólks
í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ.
Að sögn Geirs voru tildrögin að
átakinu þau að nýlegar rannsókn-
ir gáfu til kynna að sala á munntó-
baki hefði aukist til mikilla muna
á landinu að undanförnu. „Okkar
eigin rannsóknir benda einnig til
þess að neysla ungs fólks á munntó-
baki hafi aukist, og það sem meira
var, við fundum líka út að þessi
neysla væri jafnvel að aukast í
hverfum þar sem ekki er um að
ræða aðra vímuefnaneyslu. Af því
drógum við þá ályktun að krakk-
ar sem eru í góðum málum, stunda
jafnvel íþróttir og annað, séu að
fikta með þetta,“ segir Geir.
Hann segir Krabbameinsfé-
lag Hafnarfjarðar hafa ákveðið
að ýta af stað átaki til að bregð-
ast við þessum upplýsingum, enda
aukast líkur á krabbameini með
neyslu munntóbaks eins og annars
tóbaks. „Við ákváðum að fá íþrótta-
hreyfinguna til liðs við okkur því
þar er jákvæðar fyrirmyndir ungs
fólks einna helst að finna. Hann-
að var plakat þar sem fulltrúar
margra íþróttagreina í Hafnar-
firði taka afstöðu gegn munntób-
aksnotkun og verður það hengt
upp úti um allan bæ, meðal ann-
ars í skólum og íþróttamiðstöðv-
um. Þá hefur bannskilti við tób-
aksnotkun í íþróttamannvirkjum
bæjarins einnig verið endurnýjað,
en það tekur nú til allrar tóbaks-
neyslu en ekki einungis reykinga
eins og áður var.“
Að sögn Geirs gerir Rannsókn
og greining árlega rannsókn á
tóbaks- og áfengisneyslu krakka í
8. til 10. bekkjum bæjarins og því
sé hægur leikur að meta hvort átak
af þessu tagi beri árangur. „Nýj-
ustu niðurstöður benda til þess að
tólf prósent krakka í tíunda bekk
höfðu prófað munntóbak, en í sama
árgangi höfðu tvö prósent prófað
áfengi. Vonir okkar standa til þess
að átak af þessu tagi beri árangur
yfir ákveðinn tíma,“ segir Geir.
kjartan@frettabladid.is
Brugðist við munntóbaksnotkun
Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarbær hafa hrundið af stað átaki gegn munntóbaksnotkun ungmenna. Rannsóknir benda til
að sala og neysla munntóbaks hafi aukist til muna að undanförnu, meðal annars hjá krökkum sem stunda íþróttir.
Geir Bjarnason,
forvarnafulltrúi
Hafnarfjarðar.
Tólf prósent krakka í tíunda bekk hafa prófað munntóbak en í sama árgangi hafa tvö
prósent prófað áfengi.
Nýleg rannsókn bendir til þess
að fyrirburar séu næmari fyrir
sársauka vegna þeirra aðferða
sem notaðar eru í lækninga-
skyni á gjörgæslu. Niðurstöð-
ur rannsóknarinnar voru birtar
í tímaritinu NeuroImage.
Rannsóknarteymið frá UCL-
háskólanum í London mældi
heilavirkni ungbarna þegar
tekið var blóð úr hæl. Fyrir-
burar sem höfðu verið á
sjúkrahúsi í meira en 40 daga
sýndu mun meiri viðbrögð en
heilbrigð börn á sama aldri.
Þetta var talið benda til þess að fyrirburar séu næmari fyrir sársauka. Enginn
munur var á virkni þegar strokið var létt yfir hælinn og því ljóst að næmnin
einskorðaðist við sársauka en ekki snertingu.
Aðrar rannsóknir hafa sýnt fram á að börn sem fæðast fyrir tímann séu
næmari fyrir sársauka en önnur börn þegar þau eldast.
Rannsakendur töldu nauðsynlegt að huga betur að því að nota verkjastill-
andi lyf þegar nýburar eru á gjörgæslu.
Fyrirburar finna meira til
MARGT BENDIR TIL ÞESS AÐ FYRIRBURAR SÉU NÆMARI FYRIR SÁRSAUKA EN
ÖNNUR BÖRN SEM FÆDD ERU Á RÉTTUM TÍMA.
Fyrirburar þurfa oft að gangast undir sársauka-
fullar meðferðir og eru tengdir við ýmsar vélar.
E
F
L
IR
a
lm
a
n
n
a
te
n
g
s
l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
f í
s
k
h
ö
n
n
u
n
Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is
Staðurinn - Ræktin
Síðustu námskeið fyrir sumarfrí!
Innritun hafin í síma 581 3730
Velkomin í okkar hóp!
Þú getur strax byrjað að æfa!
Um leið og þú skráir þig á námskeið og greiðir fyrir það geturðu strax byrjað að æfa – sækja tíma í opna kerfinu
okkar og tækjasal þar til námskeiðið hefst.
Öllum námskeiðum fylgir frjáls aðgangur að tímum í opna kerfinu og tækjasal.
Á heimasíðunni okkar, www.jsb.is færðu svo nánari upplýsingar um það sem við höfum að bjóða.
telpurS onuK r
NÝTT!
TT - HÁDEGISPÚL
kl. 12:05
aðeins fyrir vanar
Nýtt! MÓTUN
Teygju- og styrktaræfingar.
Æfingakerfi hannað af Báru Magnúsdóttur
2x í viku kl. 10:30 og 16:30
TT 3
Lokuð 5 vikna átaksnámskeið
3x í viku fyrir stelpur 16-25 ára
kl.18:25
TT1 – Átaksnámskeiðin sívinsælu.
Lokuð 5 vikna námskeið 3x í viku
kl. 6:15, 10:15, 16:40 og 17:40
60+
Líkamsrækt fyrir konur 60 ára og eldri
2x í viku kl. 9:25
STOTT PILATES
Æfingakerfi byggt á pilatesæfingum
Joseph Pilates. Krefjandi æfingar.
5 vikna námskeið 3x í viku
kl. 16:30
Rope Yoga
Heildrænt hug- og heilsuræktarkerfi.
Lokuð 5 vikna námskeið
kl. 6:15, 7:20, 12:05 og 16:30
Kál er hollt en það er
talið vinna gegn líkum
á krabbameini og
heilablóðfalli og kál-
safi orkar græðandi á
magasár. Spergilkál er
ríkt af fólasíni og járni.
Borða má allan sperg-
ilinn nema neðsta
hluta stilksins.
heimild: www.
islenskt.is