Fréttablaðið - 11.05.2010, Síða 26

Fréttablaðið - 11.05.2010, Síða 26
 11. MAÍ 2010 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● landið mitt Þegar sumarið gengur í garð huga margir að því að draga fram gönguskóna. Höfuðborgarbúar þurfa ekki að leita langt yfir skammt til að finna áhugaverð fjöll í grennd við heimahagana sem kjörin eru til fjallgöngu og hér má finna nokkur þeirra. Akrafjall er eitt helsta kennileiti við innanverðan Faxaflóa. Ganga á Akrafjall er tiltölulega auðveld og er oft hafin í austurhlíðunum við bæinn Stórufellsöxl þótt hægt sé að keyra lengra upp í brekkurnar. Fallegt útsýni er af tindum Akrafjalls og í góðu skyggni blasa Esjan og Botnssúlur við og í norðri má sjá Skarðsheiðina, fjöllin á Mýrunum og Snæfellsnesi og Snæfellsjökulinn sjálfan. Móskarðshnúkar kallast austasti hluti Esju-fjallgarðsins en Svína- skarð skilur þá frá Skálafelli. Móskarðshnúkarnir eru fjórir talsins og er oftast gengið á þá að sunnanverðu. Uppi á hæsta tindinum, Móskarðshnúk, er fallegasta útsýnið til austurs og vesturs. Á heimleiðinni er hægt að velja um nokkrar leiðir, til dæmis má lengja leiðina til baka með því að ganga á vestari tindana. Nokkuð auðvelt er að ganga upp vesturhlíð Arnarfells í Krýsuvík. Aðrar leiðir eru þó færar en reyna aðeins meira á. Þegar upp á fellið er komið kemur Eiríksvarða í ljós sem séra Eiríkur Magnússon hlóð svo erlendir vígamenn myndu ekki ráðast á Krýsuvík og Krýsuvíkur- kirkju. Keilir vekur talsverða athygli því hann stendur einn og sér og skilur sig frá fjallgarðinum á Reykjanes- skaganum. Flestir ganga á Keili frá suðaustri en gangan hefst þó við Höskuldarvelli og farið er yfir um þriggja kílómetra langt hraun á Oddafelli áður en komið er að fjallinu. Gangan er nokkuð strembin því á köflum geta verið lausar skriður sem renna undan fæti. - mmf Oft virðist sem sólin skíni á Móskarðshnúka þótt sú sé ekki raun- in en ástæðan er að þeir eru gerðir úr ljósu líparíti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Neðanvert Akrafjallið er ekki síður áhugavert en efri hluti þess en þar má finna fjölda minja frá fyrri tíð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Menn hafa velt fyrir sér nafni Arnar- fells og telja sumir að það dragi nafn sitt af fornu arnarhreiðri í austan- verðu fellinu. Aðrir telja líklegra að nafnið sé komið frá lögun fellsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Frá Keili er víðsýnt, sérstaklega yfir Flóann og Vatnsleysuströndina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FJALLGÖNGUR VIÐ BORG Á sýningunni gefur að líta gögn og muni í eigu fjölskyldu Jóns Björnssonar frá Bæ og Helgu Maríu Björnsdóttur konu hans. Sýningin Kaupmannsheimilið verður opnuð í Safnahúsi Borg- arfjarðar í Borgarnesi á morgun en þar gefur að líta gögn og muni í eigu fjölskyldu Jóns Björnsson- ar frá Bæ og Helgu Maríu Björns- dóttur konu hans. Uppistaða sýn- ingarinnar er rausnargjöf sem söfnunum barst fyrir nokkru. Jón frá Bæ stundaði kaup- mennsku í Borgarnesi á fyrstu áratugum 20. aldar og var heim- ili þeirra hjóna mikilvægur horn- steinn bæjarlífsins á þeim tíma. Sýningin er sett upp í tilefni af 50 ára afmæli Byggðasafns Borg- arfjarðar og verður haldið upp á afmælið samhliða opnuninni. Í tilefni dagsins mun Sæmundur Sigmundsson auk þess heiðra af- mælisbarnið með sýningu á forn- bílum úr sinni eigu. Sýningin verður opnuð klukkan 17.30 en stendur síðan opin frá 13 til 18 fram til 15. nóvember. - ve Opnun í Borgarnesi 10 12 9 8 7 6 5 2 3 4 13 11 1 Veitingastaðir á öllum hótelum Alltaf stutt í sund • Vingjarnleg þjónusta Gistiverð frá 5.000 kr. á mann • Fimmta hver nótt frí BROSANDI ALLAN HRINGINN Pantaðu allan hringinn á www.hoteledda.is eða í síma 444 4000 13 HÓTEL ALLAN HRINGINN 1 ML Laugarvatn • 2 ÍKÍ Laugarvatn • 3 Skógar • 4 Vík í Mýrdal • 5 Nesjum 6 Neskaupstaður • 7 Egilsstaðir • 8 Eiðar • 9 Stórutjarnir • 10 Akureyri 11 Laugarbakki • 12 Ísafjörður • 13 Laugar í Sælingsdal

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.