Fréttablaðið - 11.05.2010, Side 32
20 11. maí 2010 ÞRIÐJUDAGUR
BAKÞANKAR
Hólmfríður
Helga
Sigurðardóttir
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Spurning.
Jahá.
Áfram.
Nei,
nei,
nei!
Og allt var
skapað á einni
stuttri viku?
Þar
um
bil.
Þú átt ekki
að vera að
hugsa svona
mikið um
þessa hluti!
Ekki
hugsa?
Það hjálp-
ar. Trúðu
mér!
Góðan
daginn! Við
færum þér
himneskan
boðskap í
dag!
Trúið þið því
að Nói hafi
safnað
saman öllum
dýrategund-
um veraldar
og troðið
þeim inn í
trébát?
Sé ekki
tilganginn
með keng-
úrum og
fleiri dýrum.
Og Móses
klauf hafið?
Ekkert skrýtið
við það?
Og jómfrú-
arfæðing?
Ég held ég
verði að
veðja þúsara
á Jósef.
Hver er skemmti-
legasta manneskja
sem þú þekkir
Stanislaw?
Ég.
Bull! Það
er ég!
Þú??
Láttu mig
ekki fara
að hlæja!
Stundum er ég hrædd
um að við förum beint
úr „Sesame Street“
yfir í endursýningar á
„Matlock“.
Heyrðu, það varst þú
sem vildir bíða með
að eignast börn!
Jarðarfarir
læmingja
Eitt af því fyrsta sem gefur til kynna að maður sé kominn í nýtt land er hvern-
ig samskiptavenjur íbúa snarbreytast á
milli landa. Það eru ekki nema um tvö
þúsund kílómetrar á milli Reykjavíkur og
Óslóar (maður lærir ýmislegt af hnakka-
tölvunni í flugvélum Icelandair). Þetta er
samt allt annar heimur. Til að mynda heils-
ar bláókunnugt fólk manni með vinalegu
hej-i, rétt eins og maður sé gamall vinur
eða nágranni. Og það kveður með ha det −
hafðu það gott. Þetta er voðalega huggulegt.
HEIMA á Íslandi eru þeir sem heilsa
ókunnugum opineygir og brosandi með
hææjjj álitnir hálfgerðir einfeldningar,
barnalegir einstaklingar sem lítið mark er
takandi á. Við segjum góðan dag, bless
og takk, nú eða ekki neitt bara. Kurt-
eis já, svona oftast, en ekki alveg jafn
vinaleg.
EN það er ekki bara í kveðjunum sem
þægilegheitin koma fram. Á götun-
um virðist fólkið furðu afslappað. Það
brosir út í annað þegar það mætist,
unglingsstrákar nýkomnir með bíl-
próf stoppa til að hleypa gangandi
fólki yfir götu og löggumenn á risa-
stórum hestum gefa sér tíma til að
kjassast í tveggja ára forvitnum
íslenskum strák.
ÞAÐ má vera að syngjandi tungumálið
spili nokkuð inn í þessa tilfinningu manns
fyrir vinalegheitum. Þannig virkaði snar-
sjúki englaryksmaðurinn sem dansaði
fyrir framan okkur og jós yfir okkur fúk-
yrðum á norsku bara óskaplega krúttleg-
ur og meinlaus. Þangað til hann sparkaði í
ferðatöskuna okkar, þá sáum við að senni-
lega væri nú best að láta vera að spjalla
meira við hann.
NORÐMENN hafa svo sem ærna ástæðu
til þess að vera viðmótsþýðir. Hér eru
lífsgæðin mikil og þeim skipt á sæmilega
jafnan hátt. Fólk hefur það alla jafna gott.
En ég hef komið til annarra ríkra landa,
þar sem viðmótið er fúlt, þó fólkinu líði
vel. Það er dýpra á þessu en það.
VIRÐING og velvild í garð annarra virðist
vera greipt í þjóðarsál Norðmanna. Það er
tilfinningin sem ég fæ hér, bæði af minni
eigin takmörkuðu reynslu og sögunum
sem ég heyri frá þeim Íslendingum sem
ég hef hitt og fluttu hingað eftir hrunið.
Þeim hefur upp til hópa verið vel tekið,
líður vel hérna og hafa komið sér vel fyrir
á stuttum tíma. Orð eins þeirra fannst
mér umhugsunarverð fyrir Íslands hönd,
landsins sem við stöndum svo fast á að sé
best í heimi: „Ég sakna ekki neins. Akkúr-
at ekki neins.“
Þar sem heilsað er með hlýju
Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24
alla virka daga frá kl. 9-17.
...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Blaðberinn
bíður þín