Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.05.2010, Qupperneq 37

Fréttablaðið - 11.05.2010, Qupperneq 37
ÞRIÐJUDAGUR 11. maí 2010 25 Mel Gibson og barnsmóðir hans, rússneska tónlistarkonan Oksana Grigorieva, slitu sambandi sínu í síðasta mánuði. Grigorieva sagði sambandsslitin hafa gerst skyndilega og að hún gæti ekki tjáð sig um málið en að sannleik- urinn ætti eftir að koma í ljós. Nú hefur pólsk glamúrfyrirsæta, Violet Kowal, komið fram og sagst hafa átt í þriggja mánaða löngu ástarsambandi við Gibson á meðan Grigorieva var ólétt. „Það kemur mér alls ekki á óvart að þau hafi hætt saman. Mel getur ekki verið einni konu trúr,“ sagði Kowal sem stóðst lygapróf sem tímaritið National Enquir- er lagði fyrir hana. Talsmaður Gibson segir þó söguna vera upp- spuna. Átti vingott við Gibson NÝ VINKONA? Mel Gibson á að hafa haldið fram hjá barnsmóður sinni með pólskri glamúrfyrirsætu. NORDICPHOTOS/GETTY Uppáhaldshestur bresku prins- anna lést í síðustu viku og eru prins- arnir báðir sagðir miður sín. „Merin Drizzle tilheyrði Vil- hjálmi prins og Harry og var áður eign föður þeirra. Hún veiktist skyndilega í miðjum póló- leik og lést í kjölfarið. Prinsarnir eru líkt og gefur að skilja miður sín vegna þessa,“ var haft eftir talsmanni konungsfjölskyldunnar. Bresku prins- arnir syrgja Leikarinn Jake Gyllenhaal fer með aðalhlutverkið í ævintýramynd- inni Prince of Persia og þurfti að leggja talsvert á sig fyrir hlut- verkið því auk þess að bæta á sig vöðvamassa þurfti hann að safna axlasíðu hári. „Það tók mig sex mánuði að safna hári, það var það erfiðasta við þetta. Mér fannst erfiðara að safna hári heldur en að læra hreiminn eða að skylmast. Það var næstum erfiðara en að leika hlutverkið sjálft. Ég neyddist einnig til að nota sjampó og hárnæringu því ég fékk aukinn vöðvamassa við að skrúbba á mér hárið daglega með sjampói,“ sagði leikarinn við- kunnanlegi. Fannst erfitt að safna hári Kvikmyndir ★★ Cop Out Leikstjóri: Kevin Smith Aðalhlutverk: Bruce Willis, Tracy Morgan, Ana de la Reguera, Seann William Scott Kevin Smith er fyndinn náungi og skemmtilegur leikstjóri. Mynd- ir eins og Dogma, Chasing Amy, Mallrats og Clerks eru nokkur dæmi um að Smith er með húmor- inn í lagi. Honum fer líka best að leikstýra myndum sem hann hefur sjálfur skrifað og því er ekki gott að átta sig á hvað fékk hann til þess að leikstýra Cop Out þar sem hún er hvorki gerð eftir handriti hans né grunnhugmynd. Smith bregst því bogalistin illi- lega að þessu sinni þótt hann hafi yfir ágætis leikurum að ráða. Handritið er bara of þvælt, ómark- visst og engan veginn nógu fyndið. Þetta skolast svo allt til í höndun- um á Smith sem fer stefnulaust út um víðan völl. Jimmy (Bruce Willis) og Paul (Tracy Morgan) hafa verið félag- ar í löggunni í New York í níu ár. Þeir vinna ágætlega saman þótt þeir séu ólíkir. Jimmy er mátulega pirraður og lokaður en Paul er málóð- ur trúður. Báðir eru þeir þjakaðir af vandamálum í einkalífinu þar sem Jimmy hefur ekki efni á að borga fyrir brúðkaup dóttur sinnar og Paul er viss um að konan sín haldi fram hjá sér. Til þess að gera stöðu þeirra enn verri er þeim vikið frá störfum í mánuð án launa eftir að þeir klúðra hand- töku á dópsala. Jimmy bregður þá á það ráð að selja sjaldgæft og for- láta hafnaboltaspjald, sem hann erfði eftir föður sinn, til þess að fjármagna brúðkaupið. Spjald- inu er stolið áður en honum tekst að koma því í verð og það endar í höndum umfangsmikils glæpafor- ingja og fíkniefnasala. Þeir félagar ráðast því til atlögu við óþjóðalýðinn og kynnast í leiðinni gullfallegri þokkadís frá Mex- íkó sem ribbaldarnir eru á hælunum á og þreytandi innbrots- þjófi og brimbretta- gæja sem Seann William Scott leikur eins og honum einum er lagið. Það er sem sagt meira en nóg að gerast í Cop Out en þar sem þræðirnir eru ekki fléttaðir nógu þétt saman finnst manni maður stundum þjást af athygl- isbresti og áttar sig ekki alltaf á hvert er verið að fara með þessu öllu saman. Myndin er þó sem betur fer stundum fyndin, aðal- lega þegar William Scott mætir, en Morgan sem á að vera brand- arakallinn er ansi brokkgengur. Einhver spenna næst líka upp á köflum en því miður er þetta allt saman svo klisjukennt að hasarinn lognast einhvern veginn út af. Bruce Willis stendur þó vita- skuld fyrir sínu, þannig lagað, enda gæti hann leikið svona löggu blindandi. Hann bjargar þó litlu að þessu sinni og er stundum eins og álfur út úr hól. Þórarinn Þórarinsson Niðurstaða: Stefnulaus og þvæld grínspennumynd sem er ekkert sérstaklega fyndin og nær ekki upp neinni raunverulegri spennu. Bruce Willis er samt sjálfum sér líkur en það dugar ekki til. Vanir menn á villigötum

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.