Fréttablaðið - 11.05.2010, Side 38
26 11. maí 2010 ÞRIÐJUDAGUR
Jóhannes Frank Jóhannesson áhugaljósmyndari
hlaut svonefnd Excellent Award í ljósmyndakeppni
á vegum tímaritsins Black And White Magazine, en
blaðið er eitt virtasta ljósmyndatímarit í heimi.
Þetta er í fyrsta sinn sem Jóhannes Frank tekur
þátt í ljósmyndakeppni á vegum Black and White
Magazine og segir hann þetta hafa verið hálfgerða
skyndihugmynd. „Ég átti orðið mikið magn af mynd-
um og ákvað þess vegna að prófa að senda inn tvær
möppur í sitthvorn keppnisflokkinn. Þetta er svo
ný tilkomið að ég veit enn ekki hvaða myndir sigr-
uðu eða hvað þetta mun hafa í för með sér,“ útskýrir
Jóhannes Frank, sem starfar sem grafískur teiknari
dagsdaglega.
Hann hefur sinnt ljósmyndun frá árinu 2005 og
hefur hann sérstaklega gaman af því að taka svart-
hvítar ljósmyndir. Aðspurður segist Jóhannes Frank
ekki viss hvaða áhrif sigurinn geti haft á ljósmynda-
feril hans. „Þetta getur þýtt allt eða ekkert, það er
erfitt að segja til um hvað komi út úr þessu. Hjá
sumum getur ferillinn farið á flug en öðrum gerist
lítið. Mér vitanlega eru engin verðlaun í boði, sigur-
inn sjálfur þykir nógu góð verðlaun, enda fær maður
myndir sínar birtar í einu virtasta ljósmyndatímariti
heims,“ segir Jóhannes Frank að lokum. Áhugasöm-
um er bent á heimasíðu Jóhannesar Franks, johann-
esfrank.com. - sm
Áhugaljósmyndari sigraði í
virtri ljósmyndasamkeppni
SIGRAÐI Jóhannes Frank Jóhannesson sigraði í ljósmynda-
keppni á vegum eins virtasta ljósmyndatímarits heims.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
27. október 2008 lýsti leik-
arinn Joaquin Phoenix yfir
að hann ætlaði að hætta
að leika og gerast rappari
í staðinn. Í kjölfarið safn-
aði hann skeggi, byrjaði
að haga sér eins og fífl á
almannafæri og rappa á
sviði. Stóra spurningin er:
Var hann að grínast eða
ekki? Við erum að fara að
komast að því.
Heimildarmyndin I‘m Still Here:
The Lost Year of Joaquin Phoenix
er væntanleg. Myndin fjallar um
árið 2009 í lífi Joaquins Phoenix,
sem er árið sem hann virðist hafa
misst vitið, hætt að leika og gerst
rappari. Flestir telja að um eitt
stórt grín sé að ræða, en þeir sem
hafa séð myndina klóra sér í haus-
num þar sem myndin er svo gróf að
margir efast um að nokkur maður
myndi grínast með það sem kemur
fram í myndinni.
Myndin var sýnd hugsanleg-
um dreifingaraðilum í Hollywood
á dögunum. Samkvæmt fólki sem
mætti á sýninguna var meiri karl-
kynsnekt en í hommaklámmynd.
Phoenix sést í annarlegu ástandi
nota kókaín, panta vændiskonur
og stunda kynlíf með kynningar-
fulltrúa. Þá úthúðar hann aðstoðar-
fólki sínu og rappar vandræðalega
illa inni á milli. Og til að kóróna
þetta allt þá sést óvildarmaður
Phoenix skíta á hann þar sem hann
liggur sofandi. Það þarf því ekki að
koma á óvart að menn efist um að
myndin sé grín – hver myndi ganga
svona langt?
Svarið er augljóslega einfalt:
Joaquin Phoenix myndi ganga
svona langt. Hann hefur látið hafa
eftir sér að hann ætlaði að þykj-
ast ganga af göflunum og skipta
um starfsferil og að Casey Affleck
ætlaði að ná öllu á filmu. Affleck er
eiginmaður systur Phoenix og leik-
stjóri myndarinnar. Hann hefur
reyndar líka látið hafa eftir sér að
myndin sé ósvikin – að hann hafi
hreinlega viljað gerast rappari og
þetta sé heiðarleg tilraun. Við leyf-
um okkur að efast um það.
atlifannar@frettabladid.is
SKITIÐ Á JOAQUIN PHOENIX
Í NÝRRI HEIMILDARMYND
KLIKKAÐ ÁR Joaquin Phoenix safnaði skeggi og þóttist ætla að verða rappari á
síðasta ári. Tilraunirnar voru teknar upp fyrir heimildarmynd. NORDICPHOTOS/GETTY
■ Leikarinn River Phoenix heitinn var bróðir hans. Hann
lést árið 1993 eftir ofneyslu eiturlyfja.
■ Joaquin var tilnefndur til Óskarsverðlauna árið 2005 fyrir
hlutverk sitt í myndinni Walk the Line, sem fjallaði um líf
Johnny Cash.
■ Hann vann ekki, en vann Golden Globe-verðlaun-
in fyrir myndina.
HVER ER JOAQUIN PHOENIX?
Enn berast fréttir af kynlífs-
myndböndum sjónvarpsstjörn-
unnar Kendru Wilkinson.
Fréttablaðið hefur áður greint
frá því að klámframleiðandinn
Vivid ætlar að gefa út eitt mynd-
bandanna í enda maí og að fleiri
en eitt séu til. Þá hefur komið
fram að Kendra reyndi sjálf að
selja myndböndin árið 2008,
þegar hún var byrjuð með Hank
Baskett, núverandi eiginmanni
sínum.
Nú kemur í ljós að fjölmarg-
ir bólfélagar eru með Kendru í
myndböndunum sem hún reyndi
sjálf að selja og var meira að
segja búin að stofna fyrirtæki til
að sjá um söluna.
Enn heyrist ekkert frá Kendru
um málið, en marga grunar að
hún stjórni fjölmiðlasirkusnum
sjálf og hlæi alla leið í bankann
þegar myndböndin verða gefin
út.
Fjölmargir bólfélagar Kendru
MÖRG MYNDBÖND Kendra ku hafa
komið fram í nokkrum kynlífsmynd-
böndum á sínum yngri árum.
Vill ekki bíómynd
Hinn goðsagnakenndi gítar-
leikari Slash úr Guns N‘ Roses
tekur fálega í hugmyndir
um að gerð verði bíómynd
eftir ævisögu hans. Ævisaga
Slash kom út árið 2007 og þar
ræddi gítarleikarinn um
baráttu sína við Bakkus
og hvernig slettist upp
á vinskapinn við Axl
Rose, en í kjölfarið
hætti Slash í Guns
N‘ Roses.
Slash hefur ekki
viljað ganga aftur í
hljómsveitina og því
spilar Axl gömlu lögin
með nýjum mönnum.
Slash segist heldur ekki
vilja rifja upp erfitt
samband þeirra í kvikmynd.
„Aðaltilgangurinn með bók-
inni var að koma frá mér
hinu rétta varðandi Guns N‘
Roses og endurfundina. Ég
hef verið spurður hvort ég
vilji gefa leyfi fyrir því að
gerð verði bíómynd en
ég hef bara ekki áhuga
á því. Þetta er bara bók
sem ég skrifaði til að
koma frá mér ýmsum
hlutum. Ég gæti bara
ekki ímyndað mér að
einhver léki mig í bíó-
mynd.“
SLASH Vill ekki rifja um rifrildin
við Axl í bíómynd.
Höldum saman uppá 10 ára afmæli Max1
Fáðu 20% afslát
t
af nýjum hágæð
a
dekkjum, í dag!
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
Kletthálsi Rvk
Akureyri
Suðurnesjum
Húsavík
Stigar og tröppur
til allra verka