Fréttablaðið - 11.05.2010, Page 42
30 11. maí 2010 ÞRIÐJUDAGUR
sport@frettabladid.is
Vodafone-völlur, áhorf.: 1796
Valur FH
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 7–10 (4–6)
Varin skot Kjartan 4 – Gunnleifur 2
Horn 10–8
Aukaspyrnur fengnar 12–9
Rangstöður 4–2
FH 4–3–3
Gunnleifur Gunnl. 6
Guðm. Sævarsson 6
Pétur Viðarsson 5
Hafþór Þrastarson 5
Freyr Bjarnason 4
Gunnar Már Guðm. 6
Björn D. Sverrisson 6
Hákon Atli Hallfr. 6
(57. Matthías Vilhj. 6)
Ólafur Páll Snorras. 7
Atli Viðar Björnsson 7
(79. Hjörtur Logi V. -)
Torger Motland 5
*Maður leiksins
VALUR 4–3–3
Kjartan Sturluson 6
Stefán Eggertsson 5
Atli Sveinn Þ. 6
Reynir Leósson 5
Martin Pederson 6
Haukur Páll S. 7
Ian Jeffs 6
(85. Sigurbjörn Hr. -)
Rúnar Már S. 5
Baldur Aðalsteinss. 7
(77. Hafþór Ægir V. -)
Arnar Sveinn G. 8
Danni König 7
(85. Viktor Unnar I. -)
1-0 Danni König (36.)
1-1 Atli Viðar Björnsson (39.)
2-1 Arnar Sveinn Geirsson (66.)
2-2 Gunnar Már Guðm., víti (82.)
2-2
Kristinn Jakobsson (7)
31 DAGUR Í HM
Brasilíumaðurinn Ronaldo bætti markamet Þjóðverjans
Gerds Müller í HM í Þýskalandi 2006 þegar hann skoraði
sitt fimmtánda mark í úrslitakeppni HM. Müller hafði þá
átt metið í 32 ár eða síðan hann skoraði 10 mörk á HM
1970 og 4 mörk á HM fjórum árum síðar.
Ronaldo skoraði 4 mörk á HM
1998, 8 mörk á HM 2002 og 3
mörk á HM 2006.
Þetta er stór dagur fyrir Selfyssinga sem í kvöld verður 27. félag-
ið sem spilar í efstu deild kara. Fyrsti leikurinn er á heimavelli
á móti Fylki og markakóngurinn Sævar Þór Gíslason segir alla
leikmenn liðsins og allt bæjarfélagið vera tilbúið fyrir Pepsi-
deild karla.
„Það er langt síðan bærinn snerist við. Þetta er stór
dagur. Ég býst við slatta af fólki og gæti trúað því að
það verði mjög margt á leiknum á morgun. Ég held
meira að segja að þó að það verði grenjandi rigning þá
sleppi Selfyssingar þessu ekki. Það er þannig stemning
í bænum. Bjartsýnustu menn búast við þúsund til
fimmtán hundruð manns. það verður bara að koma í
ljós,“ segir Sævar Þór um kvöldið.
„Þetta er ævintýri fyrir lítinn klúbb eins og Selfoss að
koma upp í þessa hákarladeild þar sem öll liðin virðast
vera að sópa til sín leikmönnum og óeðlilegt er hvað er
mikið af peningum í þessu hjá sumum liðum,” segir Sævar
en hann segir heimamenn stolta af því að liðið er nánast eingöngu
byggt upp á Selfyssingum.
„Skjálfa-strákarnir ætla líka að vera með okkur áfram. Þeir eru
klárlega okkar tólfti maður í þessum bardaga, bæði í 1. deildinni og
núna. Þeir segjast ætla að koma sterkir inn í sumar og það verður
bara gaman að sjá þá berjast við Miðjuna og Púma-sveitina og
þessar öflugustu stuðningsmannasveitir,” segir Sævar.
„Ég get lofað því að hér verður fullt á öllum leikjum. Ég
er ekki frá því að ólíklegasta fólk eigi eftir að láta sjá sig.
Maður hefur heyrt það útundan sér að hinir ýmsu aðilar
ætli að skella sér á völlinn. Ég veit um einn sem hefur
ekki komið á leik síðan hann fæddist og hann er kominn
hátt í fimmtugt. Hann byrjaði að mæta í restina í fyrra og
ætlar að mæta á alla leikina í sumar enda búinn að kaupa
árskort og allt saman,“ segir Sævar Þór.
„Þetta verður bæjarhátíð sama hvernig fer enda eru allir
Selfyssingar stoltir af því að eiga lið í úrvalsdeild.”
SÆVAR ÞÓR GÍSLASON: SELFYSSINGAR LEIKA SINN FYRSTA LEIK Í ÚRVALSDEILD KARLA Í KVÖLD
Ævintýri fyrir lítinn klúbb að fara í þessa hákarladeild
Viðarhöfða 6 - Reykjavík / Bæjarhrauni 12 - Hafnarfirði
www.sindri.is / sími 575 0000
Verslanir
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
1
0
07
89
DW743
Vinsælasta veltisögin
frá DeWalt
Afl: 2000 W
Blaðstærð: 250 mm
124.900 kr. (með VSK)
Allt veltur
á söginni!
VESTURLANDSVEGUR
VAGNHÖFÐI
VÉLALAND
HÚSGAGNA-
HÖLLIN
TANGARHÖFÐI
BÍlDSHÖFÐI
H
Ö
FÐ
A
B
A
K
K
I
REYKJAVÍK
Vélaland - VAGNHÖFÐA 21
Sími 515 7170
HANDBOLTI Allar líkur eru á því
að Ólafur Guðmundsson, hand-
knattleiksmaður úr FH, sé á leið
í atvinnumennsku. Ólafur hefur
vakið þónokkra athygli margra
erlendra félaga en nokkur þeirra
hafa nýlega sent FH fyrirspurn-
ir. Þetta staðfestir Þorgeir Arnar
Jónsson, formaður FH, í samtali
við Fréttablaðið.
Í gær greindi Stöð 2 frá því
að þýska stórliðið Rhein-Neckar
Löwen vildi fá Ólaf í sínar raðir
en Þorgeir sagði félagið ekki eitt
þeirra sem hefðu sett sig í sam-
band við FH.
„Það hafa verið einhver mál í
gangi en það er lítið hægt að segja
um þau eins og er,“ sagði Þorgeir.
„Það var þó ljóst snemma í vetur
að Ólafi myndu standa ýmsir
möguleikar til boða og hafa þessi
mál verið unnin í góðu samráði
við Ólaf og hans fjölskyldu. FH
mun ekki standa í vegi fyrir því
að hann geti látið draum sinn um
atvinnumennsku ráðast.“
Ólafur var valinn í landsliðshóp
Íslands sem fór á Evrópumeistara-
mótið í handknattleik í janúar síð-
astliðnum þar sem liðið vann til
bronsverðlauna. Hann hefur verið
fastamaður í liði FH undanfarin
ár og vakið verðskuldaða athygli
fyrir frammistöðu sína. - esá
Ólafur Guðmundsson mögulega á förum frá FH:
Mörg félög hafa
sýnt Ólafi áhuga
ÓLAFUR GUÐMUNDSSON Mögulega á
leið frá FH. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FÓTBOLTI „FH er aldrei sátt við að
taka minna en þrjú stig. En úr því
sem komið var er þetta kannski
ágætt. Við komum tvisvar til baka
eftir að hafa lent undir,“ sagði
landsliðsmarkvörðurinn Gunnleif-
ur Gunnleifsson eftir jafnteflið á
Hlíðarenda í gær.
Eftir rólega byrjun opnaðist leik-
urinn um leið og Valsmenn kom-
ust yfir á 36. mínútu. Arnar Sveinn
Geirsson lagði þá upp á hinn
danska Danni König sem skoraði
í sínum fyrsta leik á Íslandsmóti.
Arnar Sveinn átti flottan leik og
var sprækur í sóknarleik heima-
manna.
Atli Viðar Björnsson jafnaði
skömmu eftir mark Königs en
stoðsendinguna átti Hákon Atli
Hallfreðsson sem vippaði boltan-
um glæsilega inn á Atla. Annars
var lítill meistarabragur á Íslands-
meisturunum í gær og varnarlína
þeirra var óörugg.
Arnar Sveinn kom Val yfir á 66.
mínútu en tæpum tíu mínútum
fyrir leikslok jafnaði FH aftur.
Reynir Leósson braut þá klaufa-
lega á Matthíasi Vilhjálmssyni
og dæmd var vítaspyrna. Gunnar
Már Guðmundsson steig á punkt-
inn, spyrna hans var slök en hafn-
aði engu að síður í netinu.
Úrslitin jafntefli, 2-2, sem verð-
ur að teljast sanngjörn niðurstaða.
Leikurinn var nokkuð fjörlegur og
lofar góðu fyrir sumarið.
FH var án Atla Guðnasonar
sem er meiddur og horfði á í stúk-
unni. Fleiri lykilmenn hafa átt við
meiðsli að stríða og Matthías og
Hjörtur Logi Valgarðsson byrjuðu
báðir á bekknum.
„Við vorum ekki að spila nægi-
lega vel heilt yfir og verðum að
gera betur í næsta leik. Sérstak-
lega í upphafi leiks vorum við
algjörlega á afturfótunum en kom-
umst á gott skrið undir lok hálf-
leiksins. Við náðum svo ekki að
finna taktinn nægilega vel í seinni
hálfleik,“ sagði Gunnleifur.
„Valur hefur hörkuleikmenn og
við vorum ekkert að vanmeta þá
neitt. Þeir eiga örugglega eftir að
gera fína hluti í sumar.“
Mikill stígandi var í Valslið-
inu á undirbúningstímabilinu og
leikurinn í gær ákveðið framhald
af því. Haukur Páll Sigurðsson
smellpassar inn í liðið og er öflug-
ur drifkraftur á miðjunni og alveg
ljóst að ef liðið byggir ofan á þessa
frammistöðu getur það vel barist
ofar en því var spáð.
elvargeir@frettabladid.is
Lofar góðu fyrir sumarið
Valur og FH gerðu 2-2 jafntefli á Hlíðarenda í opnunarleik Pepsi-deildarinnar.
Gunnar Már Guðmundsson jafnaði fyrir Fimleikafélagið úr vítaspyrnu.
FÓTBOLTI „Það er alltaf gaman að
standa sig vel en það hefði verið
skemmtilegra að vinna þennan
leik,“ sagði Arnar Sveinn Geirs-
son eftir leikinn í gær. Arnar
átti flottan leik fyrir Val og gæti
orðið ein af stjörnum sumarsins
haldi hann uppteknum hætti.
„Það er búið að vera að spá
okkur einhverju brasi í sumar
en við sýndum að við eru með
hörkulið og eigum roð við hvaða
liði sem er í þessari deild. Það er
bara leiðinlegt að hafa ekki náð
að klára þetta,“ sagði Arnar. En
hvað fannst honum um vítaspyrn-
udóminn? „Mér fannst þetta ekki
vera víti en sá þetta ekki vel.
Hann (Kristinn Jakobsson) var
lengi að flauta og það gefur vís-
bendingu um að hann hafi ekki
verið viss.“
„Markmið liðsins er að fara
í hvern leik og reyna að vinna.
Við setjum ekki stefnuna á neitt
ákveðið sæti. Þetta snýst bara um
okkur sjálfa, ef við erum ekki til-
búnir í þetta getum við alveg eins
verið á botninum.“ - egm
Arnar Sveinn Geirsson, leikmaður Vals:
Erum með hörkulið
Í DAUÐAFÆRI Atli Viðar Björnsson er hér nálægt því að setja boltann í mark Kjartans
Sturlusonar, markvarðar Vals. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
ÖFLUGUR Arnar Sveinn skoraði eitt
mark og lagði upp annað fyrir Val í
gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN