Fréttablaðið - 19.05.2010, Page 20

Fréttablaðið - 19.05.2010, Page 20
HÁLENDISHANDBÓKIN , ökuleiðir, gönguleiðir og áfangastaðir á hálendi Íslands er komin út í þriðja sinn. www.fi.is „Þetta eru 25 gönguleiðir á þessu svokallaða höfuðborgarsvæði,“ segir Reynir Ingibjartsson, höf- undur bókarinnar 25 gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu, sem kom út fyrir skömmu hjá Sölku. „Það má eiginlega segja að uppistaðan í bókinni séu gönguferðir fjölskyld- unnar. Þegar krakkarnir voru litl- ir þá fórum við hjónin mikið um þetta svæði. Þannig kynntist ég höfuðborgarsvæðinu.“ Reynir segir að ekki þurfi að fara í löng ferðalög til þess að upplifa náttúruna. „Við fórum í gönguferð- ir, kannski ekki síst til að láta krakkana komast í snertingu við hafölduna, vötn eða skóg til að upplifa nátt- úruna. Þetta er raunar það sem allir geta gert,“ útskýrir Reynir sem valdi leiðir í kringum höfuð- borgarsvæðið sem hann þekkti af eigin raun. Reynir segir að fyrsta göngu- leiðin í bókinni byrji fyrir utan álverið í Straumsvík. „Svo er ströndinni bara fylgt upp í Mos- fellsbæ og er leitast við að tengja leiðirnar við sjó, vatn eða læk. Síðan er vötnunum fyrir ofan byggðina frá Hafra- vatni og suður að Hvaleyrarvatni fyrir ofan Hafnar- fjörð fylgt,“ segir Reynir. „Þetta eru hringleiðir þannig að fólk gengur aldrei sömu leiðina tvisv- ar. Ég miðaði við það að göngurn- ar tækju frá einum og upp í tvo klukkutíma.“ Bókin er byggð upp þannig að kort og leiðbeiningar fylgja hverj- um göngutúr, ásamt leiðarlýsingu og umfjöllun um það sem fyrir augu ber. „Á þessum leiðum rakst ég víða á útilistaverk, skúlptúra og minnismerki. Einn þátturinn er að fólk horfi ekki bara niður fyrir fæturna á sér heldur að það horfi til hliðanna og upplifi það umhverfi sem það fer um.“ Reynir tók flestar myndir bók- arinnar. „Þær eru myndir venju- legs göngumanns sem tekur myndir af því sem hann sér.“ martaf@frettabladid.is Í snertingu við náttúruna Bók um gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu er komin út. Reynir Ingibjartsson segir að hugsunin að baki bókinni sé sú að finna gönguleiðir í jaðri þéttbýlisins sem eru samt í náttúrutengdu umhverfi. Ein af hinum 25 gönguleiðum er um Öskjuhlíðina að sögn Reynis. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Það hefur mikið verið spurt um aðgengilegt gönguefni fyrir útlendinga,“ segir Reynir en bókin er gefin út bæði á íslensku og ensku. Ísland er meðal öruggustu staða í heimi fyrir ferðamenn að heimsækja, segir á vefnum tourisim-reviw. com. Lág glæpatíðni og lögregla sem ekki ber vopn eru meðal atriða sem talin eru landinu til tekna. www.ferdamala- stofa.is KRASSANDI INNRÉTTINGATILBOÐ 30% afsláttur Á VERKSTÆÐI OKKAR ÞAR AÐ AUKI FRÍ SAMSETNING! 30% ELDHÚS - BAÐ - ÞVOTTAHÚS - FATASKÁPAR friform.is VEITINGASTAÐUR - VERSLUN - TAKEAWAY Suðurlandsbraut 12 - Sími 557 5880 - www.kruska.is Opið alla virka daga frá 11:00 til 20:00 Nú býðst þér 2 fyrir 1 alla daga eftir kl. 14 í maí. Við bjóðum daglega upp á ljúffenga grænmetis-, kjúklinga- og fiskrétti til að taka með sér eða njóta á staðnum. Matseðill okkar er endurnýjaður vikulega og er aðgengilegur á heimasíðu okkar, www.kruska.is Opið frá 11-20 VORDAGAR HJÁ KRÚSKU

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.