Fréttablaðið - 19.05.2010, Side 22

Fréttablaðið - 19.05.2010, Side 22
 19. MAÍ 2010 MIÐVIKUDAGUR2 ● fréttablaðið ● heilsa ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 4 20 40 0 4. 20 08 Ísland hefur upp á margt að bjóða. Yfir sumarið opnast ýmsir möguleikar um land allt sem er um að gera að nýta sér. Allt frá heitfenginni líkamsrækt yfir í fjölskyldustundir á róló – þá er eitthvað fyrir alla til að njóta landsins til hins ýtrasta. Hér eru sjö hugmyndir til að prófa í sumar. - sv Sjö hugmyndir að heilsusamlegu sumri Hot-Yoga Hægt er að stunda Hot-yoga í mörgum líkamsræktarstöðvum á landinu, til dæmis í Hress Hafnarfirði og Sporthúsinu. Æfingar fara fram í 40° heitum sal þar sem rakastigið er 40%. Hot-yoga samanstendur af 26 æfingum, og kemur hita- og rakastigið í veg fyrir meiðsl og veita dýpri og meiri liðleika í líkamann. Sjósund Það er bara málið að skella sér út í. Þetta verður kalt fyrstu fimmtán sund- tökin, en svo byggir líkaminn upp þol við kuldanum. Eftir sundið er um að gera að skella sér í heitan pott í góðra vina hópi. Átak – Heilsurækt á Akureyri tekur á móti sjósundfólki með góðri þjónustu og heitum potti sem er uppi á þaki hússins og er útsýnið gott yfir Pollinn. Náttúrulaug Víða um land er hægt að skella sér í náttúrulaug eða því sem næst. Volg laug er í Heydal við Mjóafjörð í Djúpi. Þá er ölkeldulaugin á Snæfells- nesi vinsæl en um er að ræða sundlaug með náttúrulegu ölkelduvatni við Lýsuhól 6. Einstaklega gott fyrir húðina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Jurtate Náttúra landsins býður upp á heilsusamlega og bragðgóða læknis- meðferð allt sumarið. Best er að tína jurtirnar í móum og heiðum fyrir utan bæi en þær eru algengar um allt land. Grænmetismarkaðir Íslenska sumarið býður upp á ótrúlegt úrval af grænmeti. Gulrætur, klettasalat, spergilkál, rófur, rad- ísur, rauðkál. Möguleikarnir eru margir, meinhollir, skemmti- legir og gefandi. Hægt er að kaupa lífrænt ræktað grænmeti í flestum stórmörkuðum á landinu en einnig er hægt að kaupa beint frá býli, meðal annars í Vallanesi á Fljótdalshéraði, Akri á Selfossi, Auðsholti á Flúðum og Reykjum í Fnjóskadal. Nánari upplýsingar er að finna á www.beintfrabyli.is. Að róla sér Vanmetin skemmtun sem fullorðnir fara oft á mis við. Það hressir, bætir og kætir – og getur orðið að skemmti- legri fjölskyldustund þar sem foreldrar fá að verða börn í smá tíma. Aðgangseyrir á róluvelli landsins er enginn og þá er að finna í flestum hverfum. ● BYLTINGARKENND HEYRNARTÆKI Um síðustu áramót komu á markað hérlendis heyrnartæki sem búin eru kringóma hljóð- vinnslu sem þykja marka tímamót í heyrnartækjum. Mikið hefur verið fjallað um það í vísindatímaritum að heilahvelin gegna ólíkum hlutverkum í heyrninni. Heyrnartækin nýju vinna þannig að annað tækið greinir hljóð og hitt tækið er á vakt en hér áður fyrr voru heyrnartækin alltaf að vinna sama hlutverk og gáfu því röng skilaboð áfram. Tilfinningin fyrir umhverfinu batnar því þegar hljóðheimurinn er skynjaður á óbjagaðan hátt og tækin gefa því réttari og eðlilegri heyrn sem fær notendur heyrnartækjanna til að gleyma því frekar að þeir séu með hjálpartæki. Heyrnartæki sem þessi fást til dæmis hjá Heyrn en hægt að fá nokkrar gerðir af tækjunum. Misjafnt er hvernig tæki fólk þarf og fer það eftir því hvort mikill erill er í kringum það dagslega. - jma Súkkulaðinudd Laugar Spa bjóða upp á nýjung í líkamsnuddi þar sem nuddað er með súkkulaði, salti og ilmkjarnaolíum. Súkkulaði er ríkt af andoxunarefnum, örvar blóðrásina og nudd með súkkulaði ætti að krydda sumarið á skemmtilegan hátt. ● Jurtablanda við kvefi Jurtirnar vaxa um allt land yfir sumartímann og eru bragðgóðar í te og seyði ● Blóðberg ● Vallhumall ● Gleym-mér-ei ● Fjallagrös

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.