Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.05.2010, Qupperneq 43

Fréttablaðið - 19.05.2010, Qupperneq 43
MIÐVIKUDAGUR 19. maí 2010 27 HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND WWW.UTILIF.IS FÓTBOLTI Hermann Hreiðarsson hefur átt í viðræðum við Port- smouth um nýjan samning sem félagið hefur boðið honum. Þetta kom fram í enskum fjölmiðlum í gær en Hermann er nú að glíma við erfið meiðsli. Hann sleit hásin í leik með Portsmouth fyrr í vetur og verður frá vegna meiðsl- anna langt fram á þetta ár. Ekki allir fá nýjan samning við félagið sem hefur átt í miklum fjárhagserfiðleikum og er nú í greiðslustöðvun. „Við höfum þó rætt við Hermann um nýjan samning. Við ræddum saman á föstudaginn en hann fór í frí í gær. Hann vill vera áfram og þurfum við á fólki eins og honum að halda,“ sagði Andrew Andron- ikou, skiptastjóri Portsmouth. „Hann hefur mikinn eldmóð og drifkraft auk þess að honum þykir afar vænt um félagið,“ bætti hann við. - esá Hermann Hreiðarsson: Boðinn nýr samningur HERMANN Leikur líklega með Port- smouth í ensku B-deildinni á næstu leiktíð. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI José Mourinho, stjóri Inter á Ítalíu, er engum líkur og sló á létta strengi á blaðamanna- fundi á æfingasvæði Inter í Míl- anó í gær. Mourinho var spurður hvort hann hefði áhyggjur fyrir leikinn gegn Bayern München í úrslitum Meistaradeildar Evrópu um helgina. „Ég hef áhyggjur af Guðjohn- sen,“ sagði hann, blaðamönnum til mikillar furðu. „Ég veit ekki hvað eldfjallið heitir. Það er of erfitt. Þannig að það heitir Guðjohnsen.“ José Mourinho og Eiður Smári Guðjohnsen þekkjast vel enda lék sá síðarnefndi undir stjórn Mour- inho hjá Chelsea og urðu þeir til að mynda tvöfaldir Englands- meistarar saman hjá félaginu. „Ég hef áhyggjur af eldfjall- inu. Ég vildi helst fara [til Madr- ídar] á föstudaginn en það gæti farið svo að við þyrftum að fara á morgun. Ég vildi helst halda áfram að vinna hér og er það mitt eina áhyggjuefni.“ - esá José Mourinho: Eyjafjallajökull er Guðjohnsen JOSÉ MOURINHO Þekktur fyrir litrík ummæli í fjölmiðlum. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Enskir og spænskir fjöl- miðlar greindu frá því í gær að Cesc Fabregas hefði tilkynnt Ars- ene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal, að hann vildi yfirgefa félagið og ganga til liðs við Bar- celona. Fundurinn var sagður hafa verið tilfinningaþrunginn en ekk- ert hefur þó fengist staðfest í þess- um efnum. Fabregas sagði í síðustu viku að ef hann færi frá Arsenal myndi einungis koma til greina að ganga til liðs við Barcelona. „Það er athyglisvert að leikmað- urinn hafi látið hafa þetta eftir sér. Ef við teljum að við þurfum að láta til skarar skríða munum við gera við það og ræða við Arsenal,“ sagði Joan Laporta, forseti Barcelona. „Ég held ég vilji fara til Barce- lona,“ sagði Fabregas. „En hvort félagið vill fá mig er annað mál.“ Fabregas fór frá Barcelona til Arsenal árið 2003, þá sextán ára gamall. Hann á að baki alls 267 leiki með félaginu á sjö tímabilum og hefur skorað í þeim 46 mörk. Hann átti við meiðsli að stríða á nýliðnu tímabili og spilaði síðast með Arsenal í mars síðastliðnum. - esá Cesc Fabregas líklega á leið frá Arsenal og til Barcelona nú í sumar: Tilkynnti Wenger ákvörðun sína CESC FABREGAS Fjölmiðlar á Englandi og Spáni segja líklegt að hann hafi spilað í síðasta sinn með Arsenal. NORDIC PHOTOS/AFP Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Blaðberinn bíður þín

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.