Fréttablaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 19.05.2010, Blaðsíða 46
30 19. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. niður, 6. frá, 8. skordýr, 9. hár, 11. berist til, 12. spjóta, 14. sauma, 16. pot, 17. sigti, 18. að, 20. bardagi, 21. handa. LÓÐRÉTT 1. ker, 3. tveir eins, 4. land í S.-Evr- ópu, 5. net, 7. fjölmargir, 10. farfa, 13. fljótfærni, 15. vegur, 16. pota, 19. 950. LAUSN LÁRÉTT: 2. ofan, 6. af, 8. fló, 9. ull, 11. bt, 12. geira, 14. stang, 16. ot, 17. sía, 18. til, 20. at, 21. arma. LÓÐRÉTT: 1. laug, 3. ff, 4. albanía, 5. nót, 7. flestir, 10. lit, 13. ras, 15. gata, 16. ota, 19. lm. „Við lítum á Hleðslu sem jógúrt- drykk – hann er súr. Prótíndrykk- ir eiga ekki að vera súrir,“ segir fitnessmeistarinn Arnar Grant, sem er á bak við prótíndrykkinn Hámark ásamt útvarpsmanninum Ívari Guðmundssyni. Um síðustu helgi birtust auglýs- ingar frá MS um að Hleðsla væri vinsælasti prótíndrykkur lands- ins. Arnar og Ívar auglýsa einnig um þessar mundir að Hámark sé vinsælasti prótíndrykkur lands- ins. Arnar er undrandi á auglýs- ingum MS og segir að Hleðsla hafi hingað til ekki verið mark- aðssett sem prótíndrykkur held- ur íþróttadrykkur. Þá fullyrðir hann að Hámark hafi selst meira á árinu, en auglýsingar MS mið- ast við tímabilið 1. febrúar til 28. mars. „Það stendur hvergi utan á drykknum hjá þeim að hann sé prótíndrykkur,“ segir Arnar. „Þannig að mér fannst þetta ágæt- isauglýsing fyrir okkur, sem aug- lýsum okkar drykk sem prótín- drykk. Mínar ráðleggingar til þeirra væru að skipta um umbúðir í samræmi við auglýsingarnar.“ Arnar segir þá hefð ríkja að um 10 prósent prótíndrykkja séu prótín. „Þegar hlutfall af prót- íni í drykknum er svona lágt eins og hjá þeim þá er tæpast hægt að kalla drykkinn prótíndrykk,“ segir hann. „Við erum með hærra magn af prótíni í okkar drykk og getum þess vegna staðið undir því að kalla hann prótíndrykk.“ Arnar bætir við að 25 grömm af prótíni séu í Hámarki eða 10% af innihaldi drykkjarins. Guðný Steinsdóttir, markaðs- stjóri MS, vísar ummælum Arnars á bug og segir Hleðslu innihalda 22 grömm af mysuprótín. „Við fórum þá leið að tala um íþrótta- drykki því að það eru kannski fleiri sem skilja það hugtak en prótíndrykk,“ segir hún. „Ef þú lest utan á umbúðirnar eða ferð inn á heimasíðuna okkar þá sérðu að Hleðsla er prótíndrykkur. Það er alveg á hreinu.“ Hleðsla frá MS kom inn á mark- ARNAR GRANT: TÆPAST HÆGT AÐ KALLA HLEÐSLU PRÓTÍNDRYKK Pústrar á prótínmarkaði HÖRÐ PRÓTÍNBARÁTTA Arnar Grant og Ívar Guðmundsson eru á bak við prótíndrykkinn Hámark. Arnar efast um að MS geti kallað Hleðslu prótíndrykk. Guðný Steinsdóttir hjá MS vísar ummælum Arnars á bug og bendir á næringarupplýsingarnar máli sínu til stuðnings. Egill Gillzen- egger er á meðal þeirra sem auglýsa Hleðslu en Veðurguðinn Ingó hefur komið fram í auglýsingum Hámarks. Útvarpsmaðurinn Sveinn H. Guð- marsson flýgur til Jemens í næstu viku þar sem hann mun starfa í hálft ár sem upplýsingafulltrúi fyrir Unicef, Barnahjálp Samein- uðu þjóðanna, í gegnum íslensku friðargæsluna. „Ég mun bæði safna upplýs- ingum og miðla þeim af ástand- inu þarna,“ segir Sveinn. „Þarna er mikið flóttamannavandamál og þarna hafa verið átök undanfarin misseri. Hátt í 200 þúsund manns hafa verið á vergangi og mjög stór hluti þeirra er börn og unglingar. Þess vegna lætur Unicef til sín taka.“ Spurður segir Sveinn að ástandið í Jemen sé býsna slæmt. „Ég held að þetta sé fátækasta ríki Mið- Austurlanda. Landið er enn þá að jafna sig eftir áralöng átök. Núna eru þau á takmörkuðu svæði þar sem stjórnarherinn hefur verið að ganga á milli bols og höfuðs á uppreisnarmönnum,“ segir hann. „Það er síðan meira áhyggjuefni að það er Al Kaída-hópur í Jemen sem stjórnvöld eru að ráðast gegn og hafa notið aðstoðar Bandaríkja- manna. Það er klassískt að net eins og Al Kaída reyni að koma sér fyrir í löndum sem eru mjög löskuð.“ Þrátt fyrir ástandið segist Sveinn ekki hafa neitt að óttast. „Ég reikna með að það verði séð ágætlega um okkur. Landið er hættulegt en hins vegar er ófrið- urinn staðbundinn,“ segir hann og býst við að dvelja í höfuðborg- inni Sana´a sem er bæði friðsöm og falleg. Sveinn hlakkar til að takast á við verkefnið en segist þó yfirgefa morgunútvarp Rásar 2 með trega þar sem hann hefur starfað frá áramótum. Reiknar hann með að snúa aftur í útvarpið að hálfu ári liðnu en þangað til mun Guðmund- ur Gunnarsson leysa hann af. - fb Dvelur í Jemen í sex mánuði SVEINN H. GUÐMARSSON Flýgur til Yemen í næstu viku þar sem hann mun dvelja í hálft ár. „Ítalía er sígildur staður, það er alltaf gott að fara þangað. Hann klikkar ekki. Hornið er líka frábært.“ Sigríður Friðriksdóttir, kaffihúsaeigandi í Hafnarfirði. aðinn með miklum látum á sínum tíma og á meðal þeirra sem leika í auglýsingum fyrir drykkinn eru hinn tröllvaxni Egill Gillzenegger og handboltakappinn Snorri Steinn Guðjónsson. En óttast Arnar samkeppnina? „Við erum að auka við okkar sölu, þannig að þetta er að stækka markhópinn og við fögnum sam- keppni,“ segir hann. „Hins vegar höfum við ekki burði í að fara í mikla samkeppni. Við erum að keppa við stórfyrirtæki sem er ríkisstyrkt. Við eigum rosa lítinn séns í það.“ atlifannar@frettabladid.is Sigmar Guðmunds- son verður kynnir Ríkissjónvarpsins þegar flautað verður til leiks í Eurovision í næstu viku. Sigmar heldur af landi brott á fimmtudaginn og verður að treysta á hagstæða veðurspá svo hann komist í tæka tíð til Noregs. Lítið má útaf bregða enda þykir það nauðsynlegur upplýs- ingabrunnur fyrir þuli Eurovision að horfa á sem flestar æfingar keppenda. Sem fara einmitt fram á þeim tíma. Og meira frá Ósló. Því eins og venjan er býður sendiherrann í Eurovisionlandi yfirleitt til veislu svo að kepp- endur geti kynnt sig og þjóð sína almenni- lega. Sendiherra Íslands í Noregi er Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og hún mun að sjálfsögðu opna sendiherrabústaðinn. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst verður sendiherraveislan þó í minna lagi og hafa fulltrúar Íslands tekið þá ákvörðun að í stað þess að bjóða öllum þá verði fáum en útvöldum leyft að koma. Gísli Örn Garðarsson uppfyllti eitt af síðustu skilyrðum þess að leika í stórmyndinni Prince of Persia á mánudagskvöldið. Því þá var myndin forsýnd með mikilli viðhöfn í Los Angeles. Engar myndir eru til af Gísla á alþjóð- legum myndabönkum frá sýningunni en þær myndir sem til eru frá frumsýningunni bera þess hins vegar vott að kátt hafi verið á hjalla hjá stórstjörnum á borð við Tom Cruise, Jon Voight og Bruce Willis. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI Nýtt sundlaugarsvæði var tekið í gagnið í Vest- mannaeyjum í byrjun maí og þykir hið glæsi- legasta. Á svæðinu er meðal annars einstök trampólínrennibraut, en aðeins tvær slíkar eru til í heiminum í dag, þreföld hraðrennibraut og klifurveggur auk nuddpotta og vaðlaugar. Öskufall frá Eyjafjallajökli um helgina setti þó strik í reikninginn og hefur svæðið verið lokað síðustu daga. Formleg opnun svæðisins fer fram á Fjöl- skyldudegi Vestmannaeyja næsta laugardag og segir Arnsteinn Ingi Jóhannesson, forstöðu- maður Íþróttamiðstöðvar Vestmannaeyja, starfsfólk Íþróttamiðstöðvarinnar og ýmsa sjálfboðaliðar vinna hörðum höndum við að þrífa öskuna sem féll á svæðið. „Við vorum með opið í nokkra daga þar til við neyddumst til að loka vegna öskunnar. Við erum á fullu að moka upp úr laugunum núna en menn eru nú ýmsu vanir og taka þessu með stóískri ró, en auðvitað er þetta mjög svekkjandi. Maður var auðvitað búinn undir eitthvert öskufall en þetta var meira en ég hafði gert mér í hugar- lund. Hugur manns er þó frekar hjá þeim uppi á landi, þar sem ástandið er mun verra en hér.“ Að sögn Arnsteins voru þeir gestir sem heimsóttu sundlaugarsvæðið í byrjun mánað- arins afskaplega hrifnir og þá einkum yngstu gestirnir. „Krakkarnir voru mjög hrifnir enda eru þeir búnir að bíða eftir þessu lengi og hlökkuðu mikið til,“ segir Arnsteinn sem er þó bjartsýnn fyrir sumarið enda er von á fjölda ferðamanna til Eyja í kjölfar opnunar Landeyja hafnar í júní. - sm Aska ógnar opnun sundlaugar í Eyjum FLOTT SUNDLAUGARSVÆÐI Arnsteinn Ingi Jóhannesson segir menn vinna hörðum höndum við að þrífa öskuna sem féll á svæðið um síðustu helgi. Til hægri má sjá trampolínrennibrautina. MYND/ÓSKAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.