Fréttablaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 18
18 20. maí 2010 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna Æðri máttarvöld hafa verið golfiðkendum hliðholl síð- ustu daga. Allir golfvellir landsins hafa opnað í ágætu ásigkomulagi. Golfsumar- ið er að sönnu hafið eftir erfiða bið. Niðursveifla í efnahagsmálum kom greinilega fram í gjaldskrám golf- klúbba í fyrra. Vallargjöld héldust á heildina litið þau sömu og sumar- ið 2008, enda töldu forsvarsmenn klúbbanna ekki forsvaranlegt að hækka gjöld. Umtalsverð breyting varð jafnframt á golfiðkun þar sem æ fleiri spila hér heima, en fórna golfferðum til útlanda. Golfarar spiluðu einnig meira fyrri part dags og heilt yfir sýndist mönnum að golfvellir væru betur nýttir. Vallargjöld fyrir golfsumarið 2010 hækka á flestum þeim golf- völlum sem úttekt Fréttablaðsins nær til. Hún hlýtur að teljast hóf- leg þegar haft er í huga sú gríð- arlega hækkun sem hefur orðið á rekstrarvörum klúbbanna. Má nefna að áburður hefur hækkað um 100 prósent og vart þarf að fjölyrða um orkuverð og fleira. Hörður Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Golfsambands Íslands, segir að í fyrrasumar hafi orðið sprenging í ásókn á íslenska golfvelli. GSÍ heldur utan um rás- tímaskráningu allra golfklúbba hér á landi og þar kemur fram, svart á hvítu, að ásóknin er sem aldrei fyrr. Þessari auknu ásókn fylgir mikið álag á vellina. „Sumir hafa notað vallargjöldin til að stýra aðgangi á vellina. Því hefur verið dýrt að spila golf á vissum golfvöllum á besta tíma. Það má segja að um hálfgert fæligjald sé að ræða,“ segir Hörður. Í töflu er listi yfir vallargjöld á nokkrum helstu golfvöllum lands- ins. Gjöldin eru miðuð við meðlimi í GSÍ. Tekið skal fram að allir golf- klúbbar bjóða upp á sérstakt verð fyrir eldri borgara, unglinga sex- tán ára og yngri og hjónafólk. Eins er fjöldi tilboða eða sérkjara í boði, eins og til dæmis sérstakir pakk- ar fyrir námsmenn svo dæmi sé tekið. Fólki er bent á ágæta síðu GSÍ golf.is þar sem allar upplýsing- ar um gjaldskrá og tilboð eru aðgengilegar. Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar á sérstökum vefsíðum golfklúbbanna sem vert er að kynna sér áður en haldið er af stað að heiman. svavar@frettabladid.is Vallargjöld 18 holu vellir Verð Morgun- og hádegisverð 2009 2010 2009 2010 Garðavöllur (GL) 4.500 5.000 3.400 3.750 Grafarholtsvöllur (GR) 6.800 7.500 5.100 5.600 Hamarsvöllur (GB) 3.500 4.000 3.500 Hólmsvöllur (GS) 4.500 5.000 3.500 3.500 Hvaleyrarvöllur (GK) 4.500 5.500 3.500 4.000 Jaðarsvöllur (GA) 3.500 3.900 Korpúlfsstaðavöllur (GR) 6.800 7.500 5.100 5.600 Leirdalur (GKG) 5.000 5.500 4.000 4.500 Strandarvöllur (GHR) 3.000 4.000 Urriðavöllur (GO) 6.800 7.500 5.400 5.500 Vestmannaeyjavöllur (GV) 4.000 5.000 9 holu vellir Bakkakotsvöllur (GOB) 3.500 3.900 3.000 3.000 Hlíðarendavöllur (GSS) 3.000 3.500 Hlíðavöllur (GKJ) 4.200 4.800 2.300 3.400 Mýrin (GKG) 2.200 3.500 Nesvöllur (NK) 5.000 5.000 4.000 4.000 Setbergsvöllur (GSE) 2.900 3.000 2.000 Sveinkotsvöllur (GK) 2.200 2.500 „Besta ráðið sem ég kann er ekki beinlínis húsráð heldur ráð til að nota á ferðalögum,“ segir Margrét Erla Maack útvarpskona. „Það hef ég frá mömmu minni sem eitt sinn las að besta vörn gegn flugnabiti væri hvítlaukur. Og þegar ég hef farið með henni til útlanda þá er morgunmatur- inn alltaf salat úr tómat, basilíku, salti og hvítlauk sem við setjum ofan á brauð. Þegar ég svo fór til Grikklands í útskriftarferð þá innleiddi ég þennan sið hjá herbergisfélögum mínum. Einn daginn sváfum við yfir okkur og feng- um okkur ekki salatið og hvað gerðist? Ég fékk þrjú flugnabit þann daginn.“ GÓÐ HÚSRÁÐ BORÐA HVÍTLAUK ■ Margrét Erla Maack útvarpskona ver sig gegn flugnabiti með hvítlauksáti. 146 mismunandi stafrænar myndavélar með fastri linsu reyndust vera til þegar Neytendasamtökin könnuðu verð og framboð á stafrænum myndavélum um síðustu mánaðamót. 51 mismunandi vél var til með skiptanlegri linsu í þeim þrettán verslunum sem heimsóttar voru. Verðið reyndist mjög mismunandi „enda mismikið lagt í vélarnar af hálfu framleið- enda“ eins og segir í frétt á heimasíðu samtak- anna. Lægsta verð á vél með fastri linsu var 9.995 krónur og það hæsta 139.900 krónur. Lægsta verð á vél með skiptanlegri linsu var 49.900 krónur og það hæsta 990.000 krónur. Fram kemur að hægt er kaupa enn dýrari vélar, en þar sem þær eru ætlaðar atvinnumönnum voru þær ekki hafðar með. ■ Mikið úrval af stafrænum myndavélum Myndavélar frá tíu þúsund krónum Óveruleg hækkun gjalda Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,2 prósent frá fyrra mánuði að því er fram kemur á vef Fasteignaskrár ríkisins, fmr.is. Hún var 303 stig í apríl 2010 en miðað er við að í janúar 1994 hafi hún verið 100. Síðastliðna þrjá mánuði lækkaði vísitalan um 0,1 prósent, síðastliðna sex mánuði hefur hún lækkað um 3,4 prósent og lækkun síðastliðna tólf mánuði var 3,6 prósent. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. 56 kaupsamningar voru gerðir á höfuðborgarsvæðinu aðra vikuna í maí, þar af þrjátíu í Reykjavík. Meðalverð á samningi voru rúmar 25 milljónir eða alls um 1.435 milljónir. ■ Fasteignakaup fyrir 1.435 milljónir Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkar FRÁ KORPÚLFSSTAÐAVELLI Golfklúbbur Reykjavíkur er langstærsti golfklúbbur landsins. Þar eykst aðsókn jafnt og þétt eins og víðar um land. Nýjar aðferðir hafa verið teknar upp við rástímaskráningu hjá mörgum klúbbum sem fólk ætti að kynna sér vel. „Ég held að bestu kaupin hljóti að þurfa að vera kaupin á fyrstu íbúðinni minni fyrir rúmum tíu árum, hæð í morknum, bláum timburhjalli við Hverfisgötuna,“ segir Bjartmar Þórðarson, spurður um sín bestu og verstu kaup. „Þar var sagað, málað og svo selt og fór söluhagnaðurinn í að kosta mig til náms í Bretlandi. Svo var reyndar kofinn rifinn stuttu síðar til að rýma fyrir aðkeyrslu að Skuggahverfis- blokkunum, þannig að minnis- varðinn um mína persónulegu útrás er fallinn. Ég keypti einu sinni eldgamla, forláta Hondu í Hveragerði fyrir slikk. Svaka flottur gripur, pínulítil, með leðursætum og dúskum í afturgluggunum. Ég keyri heim til Reykjavíkur, alsæll með kaupin, en þar sem ég keyri inn í bæinn drepst druslan. Tímareimin hafði farið. Ég náði ekki einu sinni heim á nýja bílnum. Þetta fór þó betur en á horfðist og hægt var að bjarga druslunni. Svo bakkaði reyndar jeppi upp á húddið á þessari elsku tveimur vikum síðar og ég fékk tvöfalt bílverðið út úr tryggingunum. Bíllinn fór í geymslu og þegar ég ætlaði að ná í hann þaðan, fest- ist bensíngjöfin niðri, ég keyrði næstum á og það kviknaði í bremsunum. Mestu vesenis- kaup sögunnar.“ NEYTANDINN: BJARTMAR ÞÓRÐARSON, LEIKARI OG LEIKSTJÓRI: Náði ekki heim á nýja bílnum Útgjöldin > Kílóverð á harðfiski HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS 2002 2004 2006 2008 2010 4. 49 2 4. 75 0 4. 70 6 5. 53 3 7. 22 9 kr ón ur FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A N TO N Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Geisli Vestm.eyjar Rafvörumarkaðurinn Við Fellsmúla Öryggi Húsavík Rafsjá Sauðárkrókur Fossraf Selfoss SI verslun Keflavík Bymos Mosfellsbær Raflampar Akureyri Þristur Ísafjörður Raftækjav. Andrésar Eskifjörður K. Húnvetninga Hvammstangi Söluaðilar: Verð frá kr. 995,-SPARPERUR Í ÚRVALI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.