Fréttablaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 42
30 20. maí 2010 FIMMTUDAGUR BAKÞANKAR Ragnheiðar Tryggva- dóttur ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman BÍDDU! Ég held að hún ætli að kála mér! Ertu ekki of fullur? Aaalls ekki! Ekki það? Hvað er 8 sinnum 8? Fiimmtíu og sjöö! Uu Ókei! Ég er á leiðinni... Ég verð að fá nýjan jakka. Strax?? Hvað er að jakkanum sem við keyptum í fyrra? Hann er aðeins farinn að gefa sig. Og svo eru ermarnar aðeins of stuttar. Ég sæki bíllyklana... Viltu setja þetta í skúffuna þína Solla? Ég á þetta ekki. Nú, hver þá? Ég er ekki viss. Það gæti verið að Sigga, Soffía, Krissa, Stína, Laila, Grímhildur, Magnea, Kristín, Lóa, Arndís, Heiðrún, Gurrý eða Heiðbjört eigi þá. Jæja, það þrengir hringinn. Nema að það sé ekki ein af bestu vinkon- um mínum... Undanfarin kvöld hef ég dundað mér í garðinum heima en hann er í hálf- gerðri órækt. Grasflötin mosavaxin vegna skuggans af allt of stórum trjánum í kring sem hafa fengið að vaxa óáreitt í áratugi og beðin vaðandi í illgresi. Kerfillinn æðir yfir páskaliljurnar og kaffærir allt sem á vegi hans verður. Hann hefur meira að segja brotið sér leið upp um malbikið á bílastæðinu utan við grindverkið, svo mikil er gróskan. KERFILLINN er óvelkominn gestur í garðinum mínum og frekur eins og ofdekraður útrásarvíkingur. Ég hef reynt að tjónka við hann með litlum árangri þó þar sem tíminn sem ég hef til að sinna garðverkum takmark- ast við hálftíma hér og hálftíma þar. Hann hefur því í fullu tré við mig og á hverjum morgni sýnist mér kerfill- inn hafa dreift sér víðar, hækk- að, stækkað og lagt undir sig fleiri vesælar liljur. ÉG leitaði mér því ráða á vefsíðu hvernig ráða mætti niðurlögum kerfilsins og las þar það sem ég vissi að hann er erfiður að eiga við. Á vef- síðu Náttúrufræðistofnunar er kerfillinn sagður reskitegund, sem þýðir víst að hann þrífist í vel röskuðu landi. Hann er hraðvaxta og duglegur í samkeppni við annan gróður. Til að ráða niðurlögum hans væri helst til ráða að beita á hann sauðfé! ALIN upp á bóndabæ ættu mér að vera hæg heimatökin að fá kind í garðinn. Ég er þó hrædd um að kindin yrði óáreiðan- legur bandamaður sem léti ekki staðar numið við kerfilinn heldur kroppaði garð- inn allan niður í svörð. Ég hef líka íhugað að semja frið við þennan óvin minn. Láta eins og við deilum garðinum í sátt og að kerfillinn sé þarna rétt eins og hver önnur nytjajurt. Það ku víst vera gott að baka úr honum brauð! Eftirlátssöm yrði ég þá að tipla í kringum hann og þykjast ekki sjá hvernig hann reigir sig enn hærra en í gær. YFIRGANGURINN í honum er þó einfald- lega orðinn óþolandi og ekki um það að ræða að hann fái að sölsa undir sig blett- inn átakalaust. Við nánari lestur á heima- síðunni góðu segir að kerfillinn myndi ekki langlífan fræforða, sem ég gef mér að þýði að hann sé hálfgerður ræfill þegar upp er staðið. Þar segir einnig að ef rætur náist upp ætti björninn að vera unninn. VOPNUÐ stunguspaða mun ég því ráðast að rótum vandans í kvöld og vonandi hafa sigur. Að rótum vandans 10. HVERVINNUR! VILTU VINNA MIÐA? STÓRSKEMMTILEG TEIKNIMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA MEÐ ÍSLENSKU TALI FRUMSÝND21. MAÍ! Vinningar afhentir í ELKO Lindum. 149 kr/skeytið. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. FULLT AF AUKAVINNINGUM TÖLVULEIKIR • DVD MYNDIR • PEPSI MAX OG MARGT FLEIRA! SENDU SMS SKEYTIÐ ESL HUGO Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ MIÐA!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.