Fréttablaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 8
8 20. maí 2010 FIMMTUDAGUR KÖNNUN Í-listinn, sameiginlegt framboð Samfylkingar, Vinstri grænna, Frjálslyndra og óháðra, fær hreinan meirihluta bæjarfull- trúa á Ísafirði samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gær- kvöldi. Framboðið nýtur stuðnings 48,4 prósenta þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni. Verði það niðurstaða kosninga fengi framboðið fimm bæjarfulltrúa af níu. Framboðið fékk 40 prósent atkvæða í sveitar- stjórnarkosningunum 2006 og fjóra menn kjörna í bæjarstjórn sveitar- félagsins. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er samkvæmt könnuninni fallinn. Sjálfstæðis- flokkurinn tapar verulegu fylgi samkvæmt könnuninni. Flokkur- inn fengi 29,1 prósent atkvæða, en naut stuðnings 42,4 prósenta Ísfirðinga í síðustu kosningum. Flokkurinn fengi miðað við þetta fylgi þrjá bæjarfulltrúa, en er með fjóra í dag. Framsóknarflokkurinn fengi 16,2 prósent atkvæða ef kosið yrði nú samkvæmt könnun Fréttablaðs- ins og Stöðvar 2. Það er lítils hátt- ar aukning frá kosningunum 2006, þegar flokkurinn fékk 15,6 pró- sent. Niðurstaðan hefur ekki áhrif á fjölda bæjarfulltrúa Framsókn- arflokksins. Flokkurinn myndi halda sínum eina fulltrúa yrðu þetta niðurstöður kosninga. Alls sagðist 8,1 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni ætla að kjósa Kammónistalistann yrði gengið til sveitarstjórnarkosninga nú. Verði það niðurstaðan í kom- andi kosningum nær listinn ekki inn bæjarfulltrúa. Kammónistalistinn er nýtt fram- boð skipað nemendum úr Mennta- skólanum á Ísafirði. Menntskæl- ingar hafa áður boðið fram, og náðu tveimur mönnum í bæjar- stjórn árið 1996 undir merkjum Fönklistans. Þeir virðast langt frá þeim árangri samkvæmt könnun gærkvöldsins. Hringt var í 600 manns miðviku- daginn 19. maí. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóð- skrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveit- arstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða ein- hvern annan flokk? Alls tóku 65,8 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is KOSNINGAR Kosið verður á milli tveggja eða fleiri lista í 54 af 76 sveitarfélögum í kosningunum 29. maí. Alls eru 185 listar í framboði og sitja á þeim 2.846 manns. Flestir listar eru í Reykjavík, átta, sjö í Kópavogi og sex á Akureyri. Sjálfkjörið er í fjórum sveitar- félögum þar sem aðeins einn listi kom fram. Á það við um Tálkna- fjarðarhrepp, Skagaströnd, Breið- dalshrepp og Djúpavogshrepp. Í átján sveitarfélögum fara fram svokallaðar óbundnar kosn- ingar. Á það við þar sem enginn listi kom fram. Eru allir kjósend- ur í kjöri, nema þeir sem löglega eru undanþegnir skyldu til að taka kjöri og hafa fyrirfram skorast undan því. 225.930 eru á kjörskrárstofni vegna kosninganna í vor. 113.663 konur og 112.267 karlar. Eru það næstum tíu þúsund fleiri en voru á kjörskrá í sveitarstjórnarkosn- ingunum fyrir fjórum árum. Tæplega nítján þúsund manns fá að kjósa nú í fyrsta sinn. Það eru rúm átta prósent af heildarfjölda kjósenda. - bþs 1. Hvaða þingkona sækist eftir embætti varaformanns Sjálf- stæðisflokksins? 2. Hvað vilja framsóknarmenn að verði ókeypis í grunnskólum Reykjavíkur? 3. Hver er leikmaður 2. umferð- ar Pepsideildar karla að mati Fréttablaðsins? SJÁ SVÖR Á SÍÐU 50 Meira í leiðinniWWW.N1.IS / SÍMI 440 1000N1 ELDHEITT EINTAK BROIL KING 39.998 KR. GEM VNR. 076 53603IS ™ p™ S ™ V F í t o n / S Í A Njóttu lífsins í Varsjá Nánari upplýsingar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Borgarferð Verð á mann í tvíbýli: 89.900 kr. Íslensk fararstjórn Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting í 4 nætur á Hotel Mercure Warsawa Fryderyc Chopin ásamt ríkulegum morgunverði, íslensk fararstjórn og akstur til og frá flugvelli 10. – 14. júní Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A LÖGREGLUMÁL Rúmlega þrítugur karlmaður, sem piltur um tvítugt hefur kært til lögreglu fyrir að hafa nauðgað sér, var yfirheyrður hjá lögreglu í gær samkvæmt upp- lýsingum Fréttablaðsins. Eins og blaðið greindi frá í gær bauð eldri karlmaðurinn hinum yngri heim í gleðskap í húsnæði í Hafnarfirði. Sá síðarnefndi reynd- ist vera eini gesturinn þegar til kom. Áfengis var neytt og líkur taldar á að fíkniefni hafi einnig verið höfð um hönd. Pilturinn sofn- aði og kærir nú manninn fyrir að hafa fært sér það í nyt. Sá síðar- nefndi ber að atvikið hafi verið með vilja þeirra beggja. Umræddur maður hefur áður sætt ásökunum um að leita á unga menn. Í desember síðastliðnum voru þrír karlmenn dæmdir í skil- orðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir líkamsárás á hinn meinta kynferðisbrotamann í Hafnarfirði árið 2007. Mennirn- ir báru fyrir dómi að reiði þeirra út í manninn hafi byggst á því að hann hefði leitað á einn þremenn- inganna, þá nítján ára gamlan, sem hefði þá verið áfengisdauður. Annar þremenninganna hefði lent í svipuðu atviki af hendi hins meinta nauðgara. Þessu neitaði maðurinn. - jss LÖGREGLAN Yfirheyrði meintan nauðg- ara í gær. Hefur áður sætt ásökunum um að leita á áfengisdauða pilta: Meintur nauðgari yfirheyrður 11 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR ÍSAFJÖRÐUR 34 54 0 50 40 30 20 10 0 ■ Kosningar 2006 SAMKVÆMT KÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS OG STÖÐVAR 2 19. MAÍ % K 16,2 29,1 46,6 8,1 15,6 42,4 40,0 Í-listinn mælist með hreinan meirihluta Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á Ísafirði fellur í komandi kosningum ef marka má könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Sjálfstæðisflokk- urinn tapar fylgi, en Í-listinn bætir við sig. Kammónistar ná ekki inn manni. 2.846 manns sitja á samtals 185 listum vegna sveitarstjórnarkosninganna: Sjálfkjörið í fjórum sveitarfélögum RÁÐHÚSIÐ Flest framboð eru í Reykjavík. Óbundnar kosningar Dalabyggð Eyja- og Miklaholtshreppur Helgafellssveit Skorradalshreppur Árneshreppur Bæjarhreppur Kaldrananeshreppur Reykhólahreppur Akrahreppur Skagabyggð Grýtubakkahreppur Langanesbyggð Svalbarðshreppur Svalbarðsstrandarhreppur Tjörneshreppur Borgarfjarðarhreppur Fljótsdalshreppur Ásahreppur SKIPULAGSMÁL Félag múslima á Íslandi á í viðræðum við Reykja- víkurborg um byggingarlóð fyrir mosku. Í erindi til skipulagsfull- trúa leggur félagið til þrjár mögu- legar lóðir. Helst vilja múslimar reisa moskuna á borgarlandi við Bústaðaveg vestan við hús Lands- virkjunar og Veðurstofunnar. Einnig nefna þeir lóð sem ríkið á við Sjómannaskólann og lóðina sem SVR hafði á Kirkjusandi en er nú í eigu Íslandsbanka. Félagið hefur á liðnum árum oft sótt um byggingarlóð án þess að málið hafi verið leitt til lykta. - gar Félag múslima á Íslandi: Vilja mosku hjá Veðurstofunni VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.