Fréttablaðið - 20.05.2010, Side 8

Fréttablaðið - 20.05.2010, Side 8
8 20. maí 2010 FIMMTUDAGUR KÖNNUN Í-listinn, sameiginlegt framboð Samfylkingar, Vinstri grænna, Frjálslyndra og óháðra, fær hreinan meirihluta bæjarfull- trúa á Ísafirði samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gær- kvöldi. Framboðið nýtur stuðnings 48,4 prósenta þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni. Verði það niðurstaða kosninga fengi framboðið fimm bæjarfulltrúa af níu. Framboðið fékk 40 prósent atkvæða í sveitar- stjórnarkosningunum 2006 og fjóra menn kjörna í bæjarstjórn sveitar- félagsins. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er samkvæmt könnuninni fallinn. Sjálfstæðis- flokkurinn tapar verulegu fylgi samkvæmt könnuninni. Flokkur- inn fengi 29,1 prósent atkvæða, en naut stuðnings 42,4 prósenta Ísfirðinga í síðustu kosningum. Flokkurinn fengi miðað við þetta fylgi þrjá bæjarfulltrúa, en er með fjóra í dag. Framsóknarflokkurinn fengi 16,2 prósent atkvæða ef kosið yrði nú samkvæmt könnun Fréttablaðs- ins og Stöðvar 2. Það er lítils hátt- ar aukning frá kosningunum 2006, þegar flokkurinn fékk 15,6 pró- sent. Niðurstaðan hefur ekki áhrif á fjölda bæjarfulltrúa Framsókn- arflokksins. Flokkurinn myndi halda sínum eina fulltrúa yrðu þetta niðurstöður kosninga. Alls sagðist 8,1 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni ætla að kjósa Kammónistalistann yrði gengið til sveitarstjórnarkosninga nú. Verði það niðurstaðan í kom- andi kosningum nær listinn ekki inn bæjarfulltrúa. Kammónistalistinn er nýtt fram- boð skipað nemendum úr Mennta- skólanum á Ísafirði. Menntskæl- ingar hafa áður boðið fram, og náðu tveimur mönnum í bæjar- stjórn árið 1996 undir merkjum Fönklistans. Þeir virðast langt frá þeim árangri samkvæmt könnun gærkvöldsins. Hringt var í 600 manns miðviku- daginn 19. maí. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóð- skrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveit- arstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða ein- hvern annan flokk? Alls tóku 65,8 prósent afstöðu til spurningarinnar. brjann@frettabladid.is KOSNINGAR Kosið verður á milli tveggja eða fleiri lista í 54 af 76 sveitarfélögum í kosningunum 29. maí. Alls eru 185 listar í framboði og sitja á þeim 2.846 manns. Flestir listar eru í Reykjavík, átta, sjö í Kópavogi og sex á Akureyri. Sjálfkjörið er í fjórum sveitar- félögum þar sem aðeins einn listi kom fram. Á það við um Tálkna- fjarðarhrepp, Skagaströnd, Breið- dalshrepp og Djúpavogshrepp. Í átján sveitarfélögum fara fram svokallaðar óbundnar kosn- ingar. Á það við þar sem enginn listi kom fram. Eru allir kjósend- ur í kjöri, nema þeir sem löglega eru undanþegnir skyldu til að taka kjöri og hafa fyrirfram skorast undan því. 225.930 eru á kjörskrárstofni vegna kosninganna í vor. 113.663 konur og 112.267 karlar. Eru það næstum tíu þúsund fleiri en voru á kjörskrá í sveitarstjórnarkosn- ingunum fyrir fjórum árum. Tæplega nítján þúsund manns fá að kjósa nú í fyrsta sinn. Það eru rúm átta prósent af heildarfjölda kjósenda. - bþs 1. Hvaða þingkona sækist eftir embætti varaformanns Sjálf- stæðisflokksins? 2. Hvað vilja framsóknarmenn að verði ókeypis í grunnskólum Reykjavíkur? 3. Hver er leikmaður 2. umferð- ar Pepsideildar karla að mati Fréttablaðsins? SJÁ SVÖR Á SÍÐU 50 Meira í leiðinniWWW.N1.IS / SÍMI 440 1000N1 ELDHEITT EINTAK BROIL KING 39.998 KR. GEM VNR. 076 53603IS ™ p™ S ™ V F í t o n / S Í A Njóttu lífsins í Varsjá Nánari upplýsingar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Borgarferð Verð á mann í tvíbýli: 89.900 kr. Íslensk fararstjórn Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting í 4 nætur á Hotel Mercure Warsawa Fryderyc Chopin ásamt ríkulegum morgunverði, íslensk fararstjórn og akstur til og frá flugvelli 10. – 14. júní Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A LÖGREGLUMÁL Rúmlega þrítugur karlmaður, sem piltur um tvítugt hefur kært til lögreglu fyrir að hafa nauðgað sér, var yfirheyrður hjá lögreglu í gær samkvæmt upp- lýsingum Fréttablaðsins. Eins og blaðið greindi frá í gær bauð eldri karlmaðurinn hinum yngri heim í gleðskap í húsnæði í Hafnarfirði. Sá síðarnefndi reynd- ist vera eini gesturinn þegar til kom. Áfengis var neytt og líkur taldar á að fíkniefni hafi einnig verið höfð um hönd. Pilturinn sofn- aði og kærir nú manninn fyrir að hafa fært sér það í nyt. Sá síðar- nefndi ber að atvikið hafi verið með vilja þeirra beggja. Umræddur maður hefur áður sætt ásökunum um að leita á unga menn. Í desember síðastliðnum voru þrír karlmenn dæmdir í skil- orðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir líkamsárás á hinn meinta kynferðisbrotamann í Hafnarfirði árið 2007. Mennirn- ir báru fyrir dómi að reiði þeirra út í manninn hafi byggst á því að hann hefði leitað á einn þremenn- inganna, þá nítján ára gamlan, sem hefði þá verið áfengisdauður. Annar þremenninganna hefði lent í svipuðu atviki af hendi hins meinta nauðgara. Þessu neitaði maðurinn. - jss LÖGREGLAN Yfirheyrði meintan nauðg- ara í gær. Hefur áður sætt ásökunum um að leita á áfengisdauða pilta: Meintur nauðgari yfirheyrður 11 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR ÍSAFJÖRÐUR 34 54 0 50 40 30 20 10 0 ■ Kosningar 2006 SAMKVÆMT KÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS OG STÖÐVAR 2 19. MAÍ % K 16,2 29,1 46,6 8,1 15,6 42,4 40,0 Í-listinn mælist með hreinan meirihluta Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á Ísafirði fellur í komandi kosningum ef marka má könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Sjálfstæðisflokk- urinn tapar fylgi, en Í-listinn bætir við sig. Kammónistar ná ekki inn manni. 2.846 manns sitja á samtals 185 listum vegna sveitarstjórnarkosninganna: Sjálfkjörið í fjórum sveitarfélögum RÁÐHÚSIÐ Flest framboð eru í Reykjavík. Óbundnar kosningar Dalabyggð Eyja- og Miklaholtshreppur Helgafellssveit Skorradalshreppur Árneshreppur Bæjarhreppur Kaldrananeshreppur Reykhólahreppur Akrahreppur Skagabyggð Grýtubakkahreppur Langanesbyggð Svalbarðshreppur Svalbarðsstrandarhreppur Tjörneshreppur Borgarfjarðarhreppur Fljótsdalshreppur Ásahreppur SKIPULAGSMÁL Félag múslima á Íslandi á í viðræðum við Reykja- víkurborg um byggingarlóð fyrir mosku. Í erindi til skipulagsfull- trúa leggur félagið til þrjár mögu- legar lóðir. Helst vilja múslimar reisa moskuna á borgarlandi við Bústaðaveg vestan við hús Lands- virkjunar og Veðurstofunnar. Einnig nefna þeir lóð sem ríkið á við Sjómannaskólann og lóðina sem SVR hafði á Kirkjusandi en er nú í eigu Íslandsbanka. Félagið hefur á liðnum árum oft sótt um byggingarlóð án þess að málið hafi verið leitt til lykta. - gar Félag múslima á Íslandi: Vilja mosku hjá Veðurstofunni VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.