Fréttablaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 16
16 20. maí 2010 FIMMTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Hvert stefnir ferðaþjónustan á tímum eldgosa og efnahagsumbrota? „Í nóvember var ferða- þjónusta í blóma, náttúra vinveitt og krónan veik. Nú blasir við breytt mynd og blæs á móti,“ sagði Katrín Júlíusdóttir, ráð- herra ferðamála, á fundi Icelandair í gærmorg- un. Hún taldi sig vita að vonir aðstandenda fund- arins hafi staðið til þess að þegar að honum kæmi yrði eldgosið í Eyjafjallajökli yfir- staðið eða í rénun. Katrín sagði öskuskýið sem fylgdi eldgosinu í Eyjafjalla- jökli og röskun sem það hafði í för með sér á flugi hafa komið á óvart, jafnt sérfræðingum á sviði jarðvísinda sem öðrum. „Næstu mánuði verður það viðfangs- efni stjórnvalda, vísindamanna og stofnana að draga lærdóm af þessari stöðu og við Íslendingar munum að sjálfsögðu taka fullan þátt í því starfi. Við þurfum betri mælingar, vísindalegan grunn undir aðferðafræði við hættumat, markvissari viðbragðsáætlanir og mun ríkara alþjóðlegt sam- starf í þessum efnum,“ sagði hún. Ráðherra sagði ýmsan lærdóm mega draga af nýliðnum atburðum, svo sem í því hvernig taka ætti á móti alþjóðlegum fréttastofum þegar hér verða náttúruhamfarir. „Þær byrja á því að senda hamfarafréttamenn sína og ljóst að við vorum að lenda nokkuð hressilega í þeim,“ sagði hún og taldi umfjöllunina hafa verið nokkuð neikvæða fram- an af. Það væri óþarfi enda væri hér öryggi ferðamanna tryggt og allar grunnstoðir í lagi þótt gjósi. Til stóð að kynna í gær á sérstök- um fundi markaðsátak í ferðaþjón- ustu vegna áhrifa eldsumbrotanna í Eyjafjallajökli, en því var frestað um tvo daga. Á fundi Icelandair í gær sagði Katrín mikilvægt að nýta markaðsátakið til að snúa vörn í sókn og gera veikleika að styrk- leikum. „Við megum ekki gleyma því að við erum þrátt fyrir allt stolt af okkar óstýrilátu náttúruöflum.“ - óká KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR Aðstæður gjörbreyttar Íslendingar hafa tíma 11. júní til að sannfæra heim- inn um að landið sé öruggt og að hingað sé yfirhöfuð hægt að ferðast, að sögn fjölmiðlamannsins Simons Calder. Nýta þurfi glugg- ann fram að HM í fótbolta. Gos í Eyjafjallajökli var til umræðu á fundi Ice- landair í gær. Formaður Evrópusambands flugfélaga segir heildartap vegna þess, dagana 15. til 23. apríl, hafa numið 733 milljónum evra, eða 117,7 milljörðum króna. „Undanfarnar vikur hafa verið ein- stakur tími í sögu flugs hvarvetna í heiminum,“ sagði Birkir Hólm Gunnarsson, framkvæmdastjóri Icelandair, við upphaf fundar sem félagið stóð fyrir á Hótel Loftleið- um í gærmorgun um hvert stefndi í ferðaþjónustu. Húsfyllir var á fundinum og kom aðstandendum jafnvel á óvart hversu vel var mætt. Mæting- in kann þó að vera til marks um hversu þá sem starfa við ferða- þjónustu þyrstir í vísbendingar um áframhaldið. Viðvarandi gos í Eyjafjallajökli þýðir enda viðvar- andi óvissu fyrir geirann. Aðalfyrirlesarar á fundi Ice- landair voru Ulrich Schulte-Strat- haus, framkvæmdastjóri Evrópu- sambands flugfélaga (AEA), og Simon Calder, einn kunnasti fjöl- miðlamaður samtímans á sviði ferðamennsku, en hann starfar meðal annars fyrir breska dag- blaðið Independent, Sky Travel og BBC Radio. Höfum þar til HM byrjar Nokkur blæbrigðamunur var á erindum fyrirlesaranna. Sá fyrri dró upp dökka mynd af horfum í flugiðnaði í Evrópu, meðan Calder sló á nokkuð létta strengi og stakk upp á leiðum til að bæta ímynd Íslands á alþjóðavettvangi. Calder benti á að skjótt skipist veður í lofti varðandi þau mál sem efst eru á baugi í kastljósi fjölmiðla hverju sinni. Hann segir Ísland hafa til 11. júní til að koma á fram- færi skilaboðum um land og þjóð, þá hefjist nefnilega heimsmeist- arakeppnin í fótbolta. „Þetta er sá gluggi sem þið hafið til að sann- færa fólk um að Ísland sé opið og vert að heimsækja.“ Eitt af því sem Calder segir að gosið í Eyjafjallajökli hafi sýnt Evrópubúum er að Ísland sé nærri. „Of nærri,“ bætti hann svo glett- inn við og uppskar hlátur fundar- gesta. Núna segir hann því til dæmis lag að benda á að hér hafi land- ið margt að bjóða sem ferðalang- ar hafi hingað til sótt til Nýja- Sjálands. Munurinn sé sá að til Íslands sé þriggja tíma flug, en sólarhringsflug til Nýja-Sjálands. Þá stakk Calder upp á því að líkt og bæjarfélög eigi í sambandi við syst- urbæjarfélög í útlöndum, þá verði komið upp slíku sambandi eldfjalla. „Vesúvíus á Ítalíu gæti verið syst- ureldfjall Eyjafjallajökuls,“ segir hann og kvað slíkt aldrei hafa verið gert áður. Ávinninginn kvað hann vera að vekja á því athygli að þótt Ísland hafi engan einkarétt á eld- fjöllum þá sé það tvímælalaust besti staðurinn til að sjá eitt í ham á þessari stundu. Svört ský eru yfir Evrópu Ulrich Schulte-Strathaus fer fyrir samtökum sem safna upplýsing- um um flugiðnað og stunda rann- sóknir á þróun atvinnuflugs. Hann fór í máli sínu yfir þær breyting- ar sem hann telur nauðsynlegar til að koma flugfélögum í Evrópu til aðstoðar. Og ef marka má mál hans þá er aðstoðar þörf, því þau munu standa höllum fæti í saman- burði við flugfélög í öðrum heims- álfum. Hann bendir á að kreppa ríki í Evrópu og litlar líkur á hag- vexti, en hann sé í raun forsenda viðsnúnings í atvinnufluginu. Auknum umsvifum efnahagslífs- ins fylgi aukin ferðalög fólks og meiri fraktflutningar. „Ég hélt að 11. september 2001 hefði verið birt- ingarmynd allsherjaráfalls fyrir flugiðnaðinn. Nú hefur komið í ljós að ég hafði rangt fyrir mér,“ sagði hann og benti á að farþegum evr- ópskra flugfélaga hafi fækkað um 20 milljónir milli áranna 2008 og 2009. Þá séu engar horfur á að rétti úr kútnum á þessu ári. „Svört ský liggja yfir Evrópu,“ sagði hann og vísaði meðal ann- ars til þess skaða sem evrópsk flugfélög hafi orðið fyrir af eld- gosinu í Eyjafjallajökli ofan í þegar slæmar horfur í evrópska hagkerf- inu vegna skuldavanda ríkja Evr- ópusambandsins og hættu á að vandi Grikkja smiti út frá sér til annarra ríkja. Reglur sem flugélög lúti vegna niðurfelldra fluga þýði gífurlegan kostnað í bætur og segir hann beðið niðurstöðu um hvort þjóðríki megi hlaupa þar undir bagga. Heildartap evrópskra flug- félaga vegna röskunar á flugi 15. til 23. apríl vegna gossins í Eyjafjalla- jökli nemi 733 milljónum evra, eða nálægt 118 milljörðum króna. Í máli sínu kallaði Schulte-Strat- haus eftir aukinni samræmingu og samvinnu Evrópulanda hvað flug áhrærir, Evrópa verði gerð að einu flugstjórnarsvæði, létt verði af flugfélögum bótaskyldu vegna óviðráðanlegra atburða. Þá þurfi að breyta reglum um flug á ösku- svæðum, því líkön þau sem nú ráði hættumati, horfi ekki til þéttleika öskunnar. HÚSFYLLIR Gróft talið mættu um og yfir tvö hundruð manns á morgunverðarfund Icelandair í Þingsölum Hótels Loftleiða í gærmorgun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Gosið bætir gráu í svört ský yfir Evrópu HEIÐURSGESTIR HJÁLPAST AÐ Ulrich Schulte-Strathaus kemur Simon Calder til aðstoðar við upphaf erindis þess síðarnefnda þannig að ekki tók nema skamma stund að skipta á milli skyggnusýninga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Óli Kristján Ármannsson oka@frettabladid.is SUMAR 2010 20-25% AFSLÁTTUR af útivistarfatnaði frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.