Fréttablaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 48
36 20. maí 2010 FIMMTUDAGUR Nafn Jerry Bruckheim- er er nátengt hugtakinu „sumarsmellur“ enda virð- ist Hr. Hollywood hafa næmt auga og tilfinningu fyrir því hvað fjöldinn vill sjá. Nýjasta kvikmyndin frá Bruck- heimer er Prince of Persia en all- nokkrar fréttir hafa verið skrifað- ar um þá kvikmynd sem skartar meðal annars Gísla Erni Garðars- syni í litlu hlutverki. Gísli fær að spreyta sig gegn mörgum af helstu stjörnum Hollywood, svo sem Jake Gyllenhaal, sem er frægastur fyrir leik sinn í Brokeback Mountain, Gemmu Arterton en hún er fyrr- um Bond-pía og svo Ben Kingsley og Alfred Molina. Kettir og gígalóar Bruckheimer er af þýskum gyð- ingaættum. Hann fæddist í Detroit og kláraði próf í sálfræði við Mum- ford-háskólann í Arizona. Hann sýndi sjónræna sviðinu mikinn áhuga og hafði myndavél meðferð- is hvert sem hann fór. Bruckheimer sneri sér að auglýsingagerð strax eftir nám; fyrst í Detroit, svo í New York. Auglýsingarnar vöktu strax mikla athygli, sópuðu að sér verð- launum og opnuðu dyr Bruckheim- er inn í Hollywood. En það var ekki fyrr en Bruck- heimer komst í kynni við Paul Schrader að hjólin fóru að snú- ast fyrir alvöru. Kvikmyndirn- ar American Gigalo og Cat Peop- le urðu til þess að stóru fiskarnir veittu framleiðandanum athygli. Stjörnulíf með Simpson Bruckheimer komst í kynni við annan framleiðanda að nafni Don Simpson. Þeir tveir voru jafn ólíkir og dagur og nótt; Bruckheimer er jarðbundinn að eðlisfari á meðan Simpson lifði glamúrlífinu með til- heyrandi vímuefnaneyslu Afrakst- urinn var hins vegar ekkert slor; dansmyndin Flashdance skilaði þeim félögum 95 milljónum doll- ara í miðasölu að ekki sé minnst á Beverly Hills Cop-myndirnar sem gerðu Eddie Murphy að stórstjörnu og Top Gun. Líferni Simpson dró hann til dauða árið 1996 en síðasta myndin þeirra var The Rock. Stórlaxinn Bruckheimer missti örlítið taktinn eftir andlát Simpson. Armagedd- on, Gone in Sixty Seconds og hin arfaslaka Coyote Ugly voru ekki alveg í samræmi við væntingarn- ar sem Brukheimer/Simpson-sam- starfið hafði alið áhorfendur á. Raunar var það ekki fyrr en með hinni frábæru stríðsmynd Ridley Scott, Black Hawk Down, að Bruck- heimer náði sér almennilega á strik aftur. Kvikmyndagagnrýnendur hafa ekki alltaf verið hrifnir af kvik- myndum úr smiðju framleiðandans og þær fá seint þann stimpil að telj- ast listrænt augnakonfekt. En þegar Bruckheimer er upp á sitt besta skila myndirnar því sem til þeirra er ætlast. Einfaldasta útskýringin á Bruckheimer-myndum væri að þetta sé kvikmyndagerð fyrir fólk sem vill fá sér stóran poka af poppi, risakók og sjá tvo tíma af hreinu fjöri. Og framleiðandi sem hefur gert stórstjörnur úr leikurum á borð við Richard Gere, Tom Cruise, Nicolas Cage og Eddie Murphy og halað inn þrettán milljörðum doll- ara, tæplega tveim þúsund milljörð- um íslenskra í miðasölu, hefur, burt- séð frá öllu tali um list, skilið eftir sig spor í kvikmyndasögu Banda- ríkjanna. freyrgigja@frettabladid.is > DREW TIL OZ Drew Barrymore hefur bæst í ört stækkandi hóp kvikmynda- gerðarmanna sem vilja gera mynd um ævintýri Dórót- heu í Oz. Mynd Barrymore á að segja sögu langalanga- langaömmubarns Dórót- heu sem verður að nýta kraftaskóna frægu til að vernda jörðina og Oz. Sannur meistari sumarsmellanna Kvikmyndin Snabba Cash, eða Fundið fé eins og hún heitir á íslensku, er sýnd í íslenskum kvikmyndahúsum um þessar mundir. Myndin er harðsoðinn og raun- sær krimmi sem segir sögu undirheima Stokkhólms frá sjónarhóli glæpamanna. Aðalpersónurnar eru þrjár: Jorge dóp- sali sem sleppur úr fangelsi og hyggur á hefndir, JW sem lætur ríka og fræga fólkið fá kókaínið sitt og svo Mrado, serb- neski hrottinn. Þeir eiga það eitt sameig- inlegt að dreyma um skjótfenginn gróða. Fundið fé er byggt á samnefndri kvik- mynd sænska rithöfundarins Jens Lapid- us. Í viðtali við Fréttablaðið fyrir tæpum tveimur árum sagðist hann vilja skrifa allt öðruvísi bók en sænski glæpasagna- skólinn er þekktastur fyrir með rithöf- unda á borð við Mankell, Stieg Larsson og Marklund í kennarahlutverkinu. „Ég er sannfærður um að ef maður tæki allar þessar bækur og legði þær hver ofan á aðra myndirðu fá út eina og sömu bók- ina,“ sagði Lapidus, sem er lögfræðingur í Stokkhólmi og hefur varið marga af alræmdustu misindismönnum Svíþjóðar. Snabba Cash hefur slegið í gegn á Norðurlöndunum og samkvæmt fréttum frá Vesturheimi er Hollywood áhuga- samt. Því hefur jafnframt verið haldið fram að sykursæta High Shcool Musical- stjarnan Zac Effron hafi mikinn áhuga á að fá hlutverk í endurgerðinni. Sem yrði dágott hliðarspor frá hans ferli. - fgg Sænski glæpasagnaskólinn slær í gegn HÖFUNDURINN Lapidus, höfundur Snabba Cash, er sjálfur lögfræðingur og hefur varið marga af alræmdustu misindismönnum Svíþjóðar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þetta átti ekki að vera dónaleg fyrirsögn heldur er þetta nafnið á persónu sem Óskarsverðlaunahafinn Jamie Foxx hefur tekið að sér að leika í gamanmyndinni Horrible Bosses. Myndinni er leikstýrt af Seth Gordon og segir sögu þriggja vina sem ákveða að taka höndum saman og drepa skelfilega vonda yfirmenn sína. Foxx mun leika svikahrapp sem býðst til að aðstoða þá með skrautlegum afleiðingum eins og nafn persónunnar gefur til kynna. Framleiðendurnir hafa augljóslega mikla trú á handritinu því þeir hafa leitað til helstu gamanleikara Bandaríkjanna og stjörn- ur á borð við Owen Wilson, Vince Vaughn og Ashton Kutcher hafa verið orðaðir við hlutverkin. Þar að auki hafa leikstjórarnir Frank Oz og David Dobkin íhugað að setjast í leikstjórastólinn. Gordon getur vart kvartað undan leikarahópnum því forsprakki vinahópsins verður leikinn af hinum ágæta Jason Bateman, stjörnunni úr Arrested Development og Juno. Honum til halds og traust verður Charlie Day úr gamanþáttunum It‘s Always Sunny in … sem vakið hafa mikla athygli. Yfirmennirnir eru heldur ekki í lakari kantinum; fyrrum ólátabelgurinn frá Írlandi, Colin Farrell, mun leika einn og Jennifer Aniston annan. Ekki hefur hins vegar verið tilkynnt hver verður þriðji feigi yfirmaðurinn. Jamie Foxx er Cocksucker Dustin Hoffman hefur samþykkt að leikstýra nýrri gamanmynd fyrir breska ríkissjónvarpið, BBC. Myndin fjallar um tvo roskna óperu- söngvara sem lentu í miklum deilum á sínum yngri árum en ákveða að grafa stríðsöxina fyrir tónleika eftir fund á elliheim- ili. Um er að ræða sannkall- aðan ellismell því Hoffman sjálfur er 72 ára og aðalleikar- arnir í myndinni eru heldur engin unglömb; Maggie Smith verður 76 á þessu ári, Albert Finney er tveimur árum yngri en hún og sir Tom Courtenay er 73 ára. Þetta verður í fyrsta skipti sem Hoffman sest í leikstjórastólinn, opinberlega. Hann kom reyndar að leikstjórn kvikmyndarinn- ar Straight Time frá árinu 1978 en fékk það starf sitt ekki skráð. Hoffman situr ekki auðum hönd- um því hann hyggst endurtaka hlutverk föður Gaylord Focker í þriðju myndinni í þessari tragi- kómisku fjölskyldusögu. Dustin Hoff- man leikstýr- ir fyrir BBC SAMAN Á NÝ Jamie Foxx og Colin Farrell léku Richardo og Sonny í Miami Vice eftir Michael Mann. Nú reyna þeir fyrir sér í gamanleik. DUSTIN HOFFMAN BRUCKHEIMER OG FRÚ Kvikmyndir Bruckheimers hafa þénað yfir þúsund milljarða í miðasölu. MÁ BJÓÐA ÞÉR … LYGI? Bræður sitja á glæsilegu veitingahúsi ásamt eiginkonum sínum. Á yfirborð- inu virðist allt slétt og fellt en fimmtán ára synir þeirra hafa framið skelfilegt ódæðisverk. Hvað skyldu þau ganga langt til að verja börnin sín? Kvöldverðurinn var valin bók ársins í Hollandi árið 2009. Jóna Dóra Óskarsdóttir þýddi. FRUMÚTGÁ FA Í KILJU bio@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.