Fréttablaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 20.05.2010, Blaðsíða 53
FIMMTUDAGUR 20. maí 2010 41 Leikkonan Halle Berry og sambýlismaður hennar, fyrir- sætan Gabriel Aubry, slitu sambandi sínu fyrir nokkr- um mánuðum. Í fyrstu virtist parið hafa skilið í góðu en nú eru blikur á lofti því bæði vilja þau forræði yfir dótt- ur þeirra. „Gabriel hefur lítið fengið að sjá Nöhlu und- anfarnar vikur. Hann er orðinn mjög þreyttur á aðstæð- um og hefur velt fyrir sér möguleikanum að fá fullt forræði yfir Nöhlu. Hann vill hitta hana reglulega og neitar að taka nokkuð annað í mál,“ var haft eftir heim- ildarmanni sem vill meina að bæði Aubry og Berry hafi leitað ráða hjá lögfræðingi vegna málsins. „Halle flyt- ur til Afríku innan skamms vegna vinnu sinnar og mun dvelja þar í nokkra mánuði. Hún hyggst taka Nöhlu með sér og er Gabriel mjög ósáttur við það.“ Leikkonan Jennifer Aniston er bjartsýn á að hún muni hitta rétta manninn og stofna með honum fjölskyldu. „Ég hef upp- lifað margt yndislegt um árin og ég hef lært virkilega mikið um sjálfa mig,“ sagði hin 41 árs Aniston sem skildi við hjarta- knúsarann Brad Pitt árið 2005. „Ég er tilbúin til að njóta þess að vera með frábærum náunga og eignast með honum fjölskyldu. Það hefur alltaf verið minn draumur,“ sagði Aniston. Hún hefur átt erfitt uppdráttar í ásta- lífinu eftir að hún skildi við Pitt en vonast nú til að gæfan verði henni nú hliðholl. Vill stofna fjölskyldu JENNIFER ANISTON Vonast til að hitta rétta manninn og stofna með honum fjölskyldu. Karen Elson, eiginkona rokkar- ans Jacks White, hefur aflýst fyr- irhugaðri tónleikaferð sinni um Evrópu. Elson, sem starfaði sem fyrirsæta áður en hún skellti sér út í tónlistina, gekk að eiga rokk- arann White árið 2005. Þau hafa unnið saman að tónlist hennar og White er upptökustjóri plötunnar The Ghost That Walks. Ráðgert hafði verið að Elson léki á fyrstu tónleikunum í Berl- ín í næstu viku og síðan áttu nokkrir tónleikar að fylgja í kjölfarið. Talsmaður söng- konunnar segir að öllum tón- leikum Elson hafi verið aflýst. Ekki fæst uppgefið hver ástæð- an er. Hættir við Evróputúr HÆTT VIÐ Karen Elson hefur aflýst tónleikaferða- lagi sínu. Leikarinn Chris O‘Donnell segist hafa snúið baki við glæstum ferli sínum í Hollywood til að geta geng- ið í hjónaband og eignast börn. O‘Donnell var sem kunnugt er upp- rennandi stjarna um miðjan tíunda áratug síðustu aldar eftir að hafa leikið í Batman Forever. Hann seg- ist hafa hafnað stórum hlutverkum í kjölfarið af því hann vildi ekki verða of frægur. Nú eru 13 ár síðan Chris gekk að eiga konu sína og þau eiga fimm börn saman. Það elsta er tíu ára og yngsta er tveggja ára. „Ég ákvað að stíga á bremsuna og sé ekki eftir því,“ segir O‘Donnell. Valdi fjölskylduna ÁNÆGÐUR Chris O‘Donnell með eigin- konunni Caroline. NORDICPHOTOS/GETTY FORRÆÐISDEILA Gabriel Aubry vill ekki að Halle Berry fari með dóttur þeirra til Afríku. Berjast um forræði N O R D IC PH O TO S/G ETTY NÝTT PRODIGY SEM BYGGIR Á „MESOLIFT” HUGMYNDAFRÆÐI Í SNYRTIVÖRUM SJÁANLEGUR KLÍNÍSKUR ÁRANGUR: MÓTAR ÚTLÍNUR - LYFTIR GEFUR EINSTAKAN LJÓMA HELENA RUBINSTEIN DAGAR Í DEBENHAMS 20. – 26. MAÍ Kaupaukinn* þinn þegar þú kaupir 2 Helena Rubinstein vörur • HR púðurbursti • HR skuggabursti • HR varapensill með loki • Prodigy Replasty krem 5 ml • Prodigy næturkrem 5 ml • Prodigious gel 30 ml fyrir fallega gyllta húð Verðmæti kaupaukans er 19.300 kr. Einnig aðrar gerðir kaupauka *G ild ir m eð an b irg ð ir en d as t á ky n n in g u . G ild ir ek ki m eð b lý ö n tu m o g d eo d o ra n t.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.