Samtíðin - 01.05.1970, Side 7
4. blað 37. árg,
Nr. 362
Maí 1970
SAMTÍÐIN
HEIMILISBLAÐ TIL SKEMMTUNAR OG FRÓÐLEIKS
SAMTfÐIN kemur út mánaðarlega nema í janúar og ágúst. Ritstjóri og útgefandi: Sigurður
Skúlason, Reykjavík, sími 12526, pósthólf 472. Afgreiðslusími 18985. Árgjaldið 200 kr. (erlendis
250 kr.), greiðist fyrirfram. Áskriftir miðast við áramót. Áskr^ftum og áskriftargjöldum veitt
móttaka í Bókaverzlun ísafoldar, Austurstræti 8. — Félagsprentsmiðjan hf.
Þar virða menn ráðdeild og traust gengi
ÓBRIGÐUL reynsla hefur sannað mönnum,
að fjármagn er „afl þeirra hluta, sem gera skal“,
eins og það er orðað. Traust almennings á stöð-
ugu gengi gjaldmiðilsins er talin forsenda þess,
að fólk fáist til að spara af fúsum vilja og styrki
Weð því starfsemi bankanna, sem veita sparifé
þjóðanna út í atvinnulífið.
Vestur-Þjóðverjar eiga, eins og sakir standa,
einhvern traustasta og mest virta gjaldmiðil
heimsins, enda er atvinnulífið í landi þeirra í
Wiklum blóma, og þjóðin telur sér mikinn ávinn-
mg að því að eiga sparifé. Er hún og óspar*
orvuð til þess með jákvæðum áróðri. Meðal ann-
ars rákumst við nýlega á eftirfarandi spakmæli
1 þýzku blaði undir fyrirsögninni LOF ItÁÐ-
ÓEILDARINNAR, sem náði yfir heila síðu:
.,Sá, sem virðir ekki penninginn (þ. e. 1/100
úr þýzku marki) á ekki skilið að eignast dal-
inn“ (þ. e. 3 mörk). — O r ð t a k.
„Heldur vil ég, að þjóð mín hlæi að sparsemi
uiinni en að hún gráti yfir bruðlunarsemi
minni“. — Óskar 2. Svíakonungur.
„Það er glæpsamlegt að fara gálauslega með
fé og eld“. — Adalbert Stifter.
„Ráðdeildin er dóttir forsjálninnar, systir hóf-
seminnar og móðir frelsisins“. — S a m u e 1
S m i 1 e s.
„Fyrir alla muni sparaðu og haltu groskum
(Groschen = 1/10 úr marki) þínum til haga;
bað skiptir mestu máli í heimi hér“. — N i c o-
1 a i G o g o 1.
„Sparscmin er hinn gullni meðalvegur milli
nízku og eyðslusemi“. — Theodor Heuss.
„Ó, þið ódauðlegu guðir! Þeir skilja það ekki,
mennirnir, hvílík tekjulind sparsemin er!“' —
C i c e r o.
„Ef þú eyðir minna en þú aflar — þegar þess
er nokkur kostur — þá hefurðu fundið vizku-
steininn". — Benjamín Franklín.
Þannig rekur ein ráðdeildarsamasta og mesta
iðnaðarþjóð heimsins, Þjóðverjar, sem tekizt
hefur að afla gjaldmiðli sínum alþjóðatrausts,
styrkan áróður fyrir hinni fornu dygð: spar-
seminni. En hún hefur fyrir nokkru hækkað
gengi þýzka marksins og aukið þannig trú
barna sinna á þau mikilvægu sannindi, sem
forsjármenn sumra þjóða hafa í bili gert mark-
laus, að „sparnaður sé upphaf auðs“ og að
„græddur sé geymdur eyrir“.
Spakmæli þýzka blaðsins minntu okkur á eft-
irfarandi ummæli fransks fjárniálamanns, sem
við lásum í Parísardagblaði, skömmu eftir að
Frakkar felldu gengi sitt um 12,5% sl. sumar.
Hann sagði: „Gengislækkanir skapa óhjá-
kvæmilega mjög varhugaverða ringulreið á
fjármálakerfi þjóða. Þær eru því miður lög-
verndað rán á sparifé ráðdeildarfólks og eru
líklegar til að valda örvinglun og jafnvel sjálfs-
morðum meðal þeirra, sem sárast eru leiknir.
Þær eru eins og olíugusur, sem skvett er í
hinn eyðandi eld verðbólgunnar og magna hana
um allan helming. Þeir, sem að þeim standa,
virðast ekki muna, að til e: u hagsmunasambönd
vinnandi fólks, sem láta ekki bjóða sér allt,
heldur krefjast hærra kai ps. En gamla fólkið
stendur berskjaldað fyrii eignanáminu.“