Samtíðin - 01.05.1970, Qupperneq 9
SAMTlÐIN
5
„Og- fyrir hvað?“
„Fyrir að hann skyldi geta fengið dóin-
arana til að trúa því, að hundurinn minn
hefði bitið kerlinguna á neðri hæðinni í
húsinu — í sjálfsvörn."
Fáheyrð undantekning
Fulltrúi líftryggingafélagsins: „Því
miður getum við ekki líftryggt yður, mað-
ur minn.“
„Og hvers vegna ekki?“
„Af því að þér eruð orðinn 96 ára gaml-
ir.“
„En vitið þér ekki, að samkvæmt skýrsl-
um deyja langfæstir á þeim aldri?“
Fágætur sólbruni
PÁLL sagði við kunningja sinn: „Tal-
ar konan þín virkilega alltaf svona mik-
ið?“
„Já, hún lokar bókstaflega aldrei munn-
inum. Þú hefðir bara átt að sjá, hve sól-
brennd hún var á tungunni, þegar við
komum heim úr sumarleyfisferðinni til
Spánar í fyrrahaust!“
Fast og laust
Það gerðist eitt sinn á „gömlu dönsun-
um“, að stúlka sagði við vinkonu sína:
„Þú hefðir bara átt að vita, hve fast hann
Sigurður hélt utan um mig í dansinum
áðan.“
„Þvi fastara mittistak, því lauslátari
tilgangur,“ andvarpaði hin veraldarvana
vinkona.
Ekkert syfjaður
MAÐUR nokkur sat í strætisvagni og
hafði augun aftur allan tímann.
„Ertu virkilega svona grútsyfjaður?“
spurði sessunautur hans.
„Alls ekki,“ anzaði þessi Óli lokbrá, „en
ég verð bara að hafa augun aftur, svo ég
sjái ekki allt það kvenfólk, sem ég ætti
að eftirláta sætið mitt.“
Siðsamir nú, krakkar mínir!
ÞEGAR nektartízkan var alveg að
gagntaka veröldina, gekk hæna með unga-
hóp sinn framhjá eldhúsglugga. Og sem
hún kom auga á reyttan hana, sem lá á
eldhúsborðinu, sneri hún sér snarlega að
ungunum og sagði: „Snúið þið ykkur nú
undan, krakkar. Það liggur allsnakinn
karlfugl þarna á borðinu."
Skotasaga
TVEIR Skotar komu labbandi eftir
götu. Allt í einu beygði annar sig og tók
upp smápening. Þá rauk hinn inn í næstu
gleraugnaverzlun til að kaupa sér sterk-
ari gleraugu.
tlr erfðaskrá
. ... og þess vegna tók ég þá ákvörðun,
áður en erfingjar mínir létu flytja mig á
Klepp, að eyða hverjum eyri, sem ég átti.
Hafið þér aldrei — ?
SKURÐLÆKNIR var hringdur upp um
hánótt.
„Getið þér ekki komið undir eins?“
spurði rödd, sem hann kannaðist vel við.
„Konan mín er með svo voðalegt botn-
langakast."
„Það er ómögulegt,“ svaraði læknirinn,
„ég sem tók botnlangann úr henni í fyrra.
Hafið þér nokkurn tíma vitað til þess, að
tveir botnlangar væru í söniu manneskj-
unni?“
„Nei, en hafið þér aldrei heyrt, að mað-
ur hafi fengið sér nýja konu?“
Frumleg aðferð
„Af hverju eruð þér á sífelldu labbi hér
í sprengiefnaverksmiðjunni?” spurði
verkstjórinn mann nokkurn.
„Af því ég er að reyna að venja mig af
reykingum," anzaði náunginn.