Samtíðin - 01.05.1970, Qupperneq 10

Samtíðin - 01.05.1970, Qupperneq 10
6 SAMTÍÐIN KVENNAÞÆTTIR 'Jteiiju + Tízkufréttir frá París FRÁ tízkusambandi okkar í París bár- ust nýlega eftirfarandi upplýsingar um sumartízkuna: Það hefur vægast sagt ekki ríkt hrifn- ing hér í París í vetur yfir klæðaburði ungu stúlknanna. Fólki hefur ekki þótt glæsilegt að horfa á þær í skósíðum frökk- um og ókvenlegum stígvélum. Hins vegar vekur vor- og sumartízkan vonir um létt- ari og smekklegri tízkufatnað, enda hlýnar nú óðum í veðri. Síddin á flestum flíkum er nú sam- kvæmt meðalhófi milli skósíðu frakkanna, sem gerðu það að verkum, að stúlkurnar í þeim sýndust 10 árum eldri en þær voru í raun >og veru — og stuttu pilsanna, sem yngdu dömurnar um álíka mörg ár, en reyndust því miður ekki við allra hæfi. Nú geta konur hins vegar valið sér sídd eftir vild. Efnin eru létt og lífleg, bæði úr silki og músselíni, og eru mörg þeirra mynztruð eða rósótt. Kvenþjóðin klæðist buxum bæði kvölds og morgna. Síðir kjólar eru oftast með háu skarði, sem vekur eftir- tekt ekki síður en stuttu pilsin. Efri part- ur er oftast sléttur í sniðum, en mittið er látið njóta sín og er aðskorið eða með belti. Dragtir eru nú algengari en áður, og er síddin þá um hnéð eða miðja kálfa. Krommenie VINYL FLÍSAR □ G G □ LFD Ú KAR SJÁLFGLJÁANDI - AUÐVELT VIÐHALD - MJÚKT UNDIR FÆTI FÆST í ÖLLUM HELZTU BYGGINGAVÖRUVERZLUNUM LANDSINS.

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.