Samtíðin - 01.05.1970, Side 11
SAMTlÐIN
7
Margir dragtarjakkanna eru með %sídd,
sem alltaf er mjög fallegt.
Við birtum hér mynd af hvítum ullar-
kjól frá Carven, sem vill klæða konur
þannig, að þær sýnist unglegar, og fylgir
því stuttu tízkunni. Hvíti liturinn er tákn-
i’ænn fyrir birtu vorsins, en hlýtt ullarefn-
ið er hentugt í vornæðingunum.
'k Fæðingarhjálp í skólum
SKÓLANEFNDIR New York borgar
hafa nýlega látið öllum kennurum borgar-
innar ljósmæðrahandbók í té. Reynslan
hefur nefnilega sýnt og sannað, að á því
var engin vanþörf, því að árið 1969 voru
samtals 2487 ófrískar telpur í skólum
borgarinnar, og ólu allmargar þeirra börn
sín þar.
Til samanburðar má nefna, að í Bayern
í Vestur-Þýzkalandi ólu árið 1969 sam-
tals 1823 skólatelpur börn — en að vísu
utan kennslustunda.
k Hætta á ferðum
NYLEGA lásum við þetta í erlendu
blaði: Það er hættulegt, þegar ungar stúlk-
ur taka upp á því að svelta sig fyrir ai-
vöru. Það byrjar venjulega með ópinu:
»Ég er allt of feit!“ Með því eiga þær
einkum við táningafituna á líkama sínum,
sem getur orsakazt af því, að melting
þeirra verður hægvirkari, þegar þær eru
að öðlast kynþroska. Sulturinn getur hins
vegar leitt til heilsutjóns og jafnvel dregið
stúlkurnar til dauða.
Engar aðvaranir eru of róttækar til
þess að reyna að fá stúlkurnar ofan af
þessari fásinnu. Það er heilsutjón, sem
þser baka sér með þessu tiltæki á þroska-
aldri sínum, getur nefnilega reynzt óbæt-
anlegt. Flestar þeirra svelta sig af ein-
tómri vanþekkingu. Hún er af því sprott-
ln> að þær halda, að fallegt og eftirsóknar-
vert sé að vera í vaxtarlagi eins og hor-
kranginn Twiggy cg ao mittismjódd og
flöt brjóst gangi í augun á piltunum. En
til þess að verða grannar þyrftu þær ein-
ungis að verja örlitlu af sveltiáhuga sín-
um til þess að kynna sér gildi skynsam-
legs viðurværis og hollra næringarefna.
Það nær nefnilega engri átt að sötra að-
eins svart kaffi að morgni dags og fvlla
magann með einhverri gervifæðu á kvöld-
in. Þvílíkt þolir enginn til lengdar. Stúlka,
sem sveltir sig, verður brátt til einskis nýt
og glatar auk þess fegurð sinni. Tánings-
stúlka þarfnast holls viðurværis með um
það bil 2600 hitaeiningum á dag, og mað-
ur, sem vinnur erfiðisvinnu, þarfnast á
bezta skeiði ævinnar meir en 6000 hitaein-
inga dag hvern.
k Ostaneyzla nokkurra þjóða
ÞESS hefur verið getið hér í þáttunum,
að Frakkar neyttu allra þjóða mest af
osti, enda skipta ostategundir þeirra
hundruðum, og ýmsir segja raunar, að þær
séu óteljandi. Við gátum þess, að árið
1965 hefði ostaneyzlan í Frakklandi num-
ið að meðaltali 11,9 kg á hvert mannsbarn.
Næstir komu Danir það ár með 9,3 kg
ostaneyzlu á mann. Norðmenn voru þá
þriðja mesta ostaneyzluþjóð heimsins með
9,0 kg á mann, en sú fjórða var Svisslend-
ingar með 8,8 kg. Vekur það nokkra furðu,
því að svissnesk ostagerð er ámóta fræg
og sú franska.
Við Islendingar ættum að taka okkur
þessar ostaneyzluþjóðir til fyrirmyndar.
Með því myndum við auka starfskrafta
okkar og stuðla að heilsuvernd, um leið
og við styddum mikilsverða íslenzka fram-
leiðslu, sem er þjóðarnauðsyn.
k Kjörréttur mánaðarins
(handa fjórum)
4 beinlausar kótilettur, 200 g af rjóma,
smjör, 75 g af 30% rifnum osti, Vo glas