Samtíðin - 01.05.1970, Qupperneq 13
SAMTÍÐIN
9
Jean Scuquin,
Mýi tizkukóngurinn i París
PARÍS hefur eignazt nýjan tízkukóng, sem
hefur öðlazt skjóta frægð. Þetta er maður
líðandi stundar, bítill eða hippi að ytra út-
liti, en gallharður kaupsýslumaður inni við
beinið. Allur virðuleiki eldri tízkukónganna
er honum víðs fjarri. ígangsklæði hans og
hárafar eru að táninga sið og því síður en
svo öldurmannleg. Starfsemi tízkuhúss hans
fer ekki fram í virðulegum salakynnum í
viðhafnarhverfi stórborgarinnar, heldur í
fornfálegri ruslakompu uppi á 5. hæð í 11
hverfi hennar, og leiðin upp í þessa furðu
iegu vinnustofu minnir ónotalega á eftirfar
andi lýsingu í Stigakvæði Arthurs Lund
hvists, sem við leyfum okkur að prenta hér
1 þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar:
Stigi,/ sem bugðast / pall af palli, / loft
af lofti / í leiguhjalli: / fátækra heimila
hversdagsstigi, / holgengin þrep, sem ótal
fætur / slíta frá morgni til miðrar nætur.
Enginn marmari, ekkert gips, / enginn vott-
Ur um listamannshönd, / engar rósir, furðu-
fuglar / né flúruð rönd: / aðeins mjólkur- og
munnvatnsslettur, / miðar úr sporvögnum,
sundursnúnir, / skröltandi handrið, / skellótt-
ir veggir, skitnir, núnir, / enginn ilmur né
augansveimur / frá undirfötum tízkumeyja:
/ aðeins gasdaunn og þvottaþefur, / salerna-
lykt og eldhúseimur.
Og þegar komið er upp á 5. hæð þessa forn-
lega húss, blasir við augum gestsins orm-
smogin, nafnlaus hurð, en á henni er spjald
þessum orðum, þéttletruðum í tveim
línum: Sláið okkur ekki, við kunnum ekki
að meta það.
Inni í saumastofu snillingsins ægir öllu
saman: silki frá Thailandi, líni frá Pakistan,
kniplingum frá Tíbet, glitsaum frá Perú,
batík frá Java; glösum, vindlingastubbum,
Bardot og Bouquin
matarleifum, — og hingað streyma hefðar-
konur eins og Pompidou forsetafrú, Brigitte
Bardot, María Callas, Elizabeth Taylor,
Jacqueline Onassis, Eliette von Karajan, svo
að fáein nöfn séu nefnd, allar til að kaupa
sér tízkufatnað af meistara Bouquin, sem rétt-
ir þeim mjúka, en styrka hönd sína með
svartri sorgarrönd undir hverri nögl og þrýst-
ir kossi á rjóðar kinnar þeirra eftir örð-
uga fjallgönguna upp eftir holgengnum þrep-
um stigans.
Bouquin! Nafnið kemur okkur kunnuglega
fyrir. Það merkir: gömul skrudda eða geit-
hafur og er í rauninni táknrænt fyrir þenn-
an 33ja ára töframann. Ef við rækjumst á
Islending í gervi hans, myndum við ósjálfrátt
ímynda okkur, að þar færi annaðhvort útlits-
listamaður eða skoplegur náungi með hálf-
gert tómahljóð í sálinni. En þar skilur heims-
hjara-höfuðborgina og París, að í síðarnefndu
borginni verður enginn „mikill“ af því einu
að sýnast og burðast við að villa á sér heim-
ildir. Þar gildir miskunnarlaust ,,að vera eða
vera ekki“. Jean Bouquin er persónugerv-
ingur frábærra hæfileika og stálharðs vilja-
þreks. Hann reykir ekki, bragðar aldrei
sterka drykki, fyrirlítur fíknilyf, fer aldrei
á dansleiki, aldrei í leikhús, aldrei í kvik-
myndahús, les sjaldan bækur, hlustar ekki
á tónlist, ekur ekki bíll, ástundar ekki ástalíf,
nema hvað hann ann móður sinni, eiginkonu
og 5 ára gamalli dóttur hugástum. Aftur á
móti brýtur hann sífellt hugann um við-
fangsefni sín og vinnur nótt og nýtan dag.
Oft og einatt ann hann sér ekki nema 2ja—-3ja