Samtíðin - 01.05.1970, Síða 14
10
SAMTÍÐIN
klst. svefns á sólarhring, en fleygir sér í þess
stað við og við endilöngum á púða á gólfinu
í vinnustofu sinni til að láta mestu þreyt-
una líða úr sér. Það eina, sem hann óttast,
er, að hann kunni að hrapa úr efsta sæti tízku-
kónganna.
AF Bouquin fara fyrst sögur, er hann rak
skranbúð suður í St. Tropez við Miðjarðar-
hafið. Þar seldi hann einkum silkiklúta. Þa
gerðist það dag einn, að inn til hans vatt sér
Brigitte Bardót á einni af sigurgöngum sín-
um um bæinn, sem hún breytti á árunum úr
ókunnu fiskiþorpi í heimsfrægan glaumbæ
handa alþjóða milljónerum — og jók við það
árlegar gjaldeyristekjur Frakklands að mun.
Leikkonunni gazt undir eins ágætlega að
bítlinum í skranbúðinni og bauð honum heim
til sín. Þar voru örlög Bouquins ráðin.
Hann á sér fullar hendur viðfangsefna, og
augu hans leiftra af nýstárlegum hugmynd-
um. Auk saumastofunnar í 11. hverfi Parísar
rekur hann verzlun í listamannahverfinu, sem
kennt er við breiðstrætið St. Germain-des-
Prés á vinstri bakka Signu. Sú búð er opin
til kl. 2 á nóttunni. Þangað flykkist frægt
fólk, svo sem Serge Gainsbourg ásamt Jane
Birkin, Johnny Halliday, Richard Burton,
Martinelli, Deneuve, auk bítlanna. Þar skap-
ar Bouquin búninga handa leikurum, óperu-
söngvurum og listdönsurum. Þarna snýst auð-
vitað allt um tízkukónginn sjálfan með hné-
síða silkiklútinn um hálsinn, en þann klút
skilur hann aldrei við sig, hvorki í vöku né
svefni, því hann trúir á hann.
Jean Bouquin er fulltrúi hraðans í orð-
um og athöfnum. Tízkunýjungarnar skapast í
huga hans, knúnar fram með óþrotlegri um-
hugsun. Hann mælir viðskiptamenn sína sjón-
hendingu og sníður síðan flíkurnar á þá í
snatri. Og verðlag hans er enn sem komið
er miklu lægra en hjá öðrum frægum tízku-
meisturum Parísar, Glæsilegur módelkjóll
hjá þeim kostar á sýningum naumast minna
en sem svarar 120.000 ísl. kr. (miðað við
gengi 1. apríl sl.). Bouquin hefur hingað til
látið sér nægja að taka tíunda hluta þessa
verðs fyrir kjól, sem ekki er talið að eigi
sinn líka, hvað sem seinna verður, þegar auð-
legð hans fer að auka honum ágirnd eins og
gengur. Gott dæmi um vinnubrögð hans sjást
af eftirfarandi frásögn:
Þýzku leikkonunni, Helgu Anders, hug-
kvæmdist nýlega að bregða sér til Parísar
til að fá sér kjól hjá Bouquin. Hún skundaði
upp í flugvél í Berlín kl. 10 og var komin
til Parísar kl. 11,45. Klukkan 12 var hún kom-
in til fundar við Bouquin. Hann vafði hana
örmum og minntist við hana, eins og hans
er vandi, þegar aufúsugesti hins fagra kyns
ber að garði. Síðan var ráðslagað og hlegið
stundarkorn. Því næst var tekin ákvörðun
um, að saumaður skyldi í snatri viðhafnar-
kjóll í keisarastíl á leikkonuna; annað kænn
alls ekki til mála. Kjóllinn var því næst snið-
inn og efninu fleygt til einnar af hinum frá-
bæru saumakonum meistarans. Og enn var
skellihlegið af starfsgleði þarna á loftinu.
Að því búnu var setzt að snæðingi og mik-
ið talað, en síðan stjáklað um fræga götu,
sem nefnist Rue Royale, til að eyða tíman-
um, þangað til kjóllinn væri tilbúinn. Það
dróst ekki lengi, því að kl. 17 flaug leikkon-
an með hann frá París og var komin til Ber-
línar laust fyrir kl. 19. Um kvöldið skartaði
hún svo í nýja kjólnum í veizlu, þar sem hann
vakti almenna aðdáun; hann kostaði aðeins
700 þýzk mörk.
Kynnin við Brigitte Bardot, átrúnaðargoð
Frakka, urðu aldan, sem hóf þennan kjarn-
orkumann upp úr ókynninu og skóp honum
skilyrði til afreka, auðsöfnunar og frægðar.
Síðan hefur hann brotizt áfram af sjálfsdáð-
um. Hann er bænrækinn trúmaður. Að öðru
leyti trúir hann á mátt sinn og megin og
efast ekki andartak um, að hann eigi sér
snilligáfu tízkusköpuðarins í ríkum mæli. Ör-
lagastjarna hans upphófst undir Ljónsmerk-
inu. Þar af leiðandi telur hann sig borinn
til einræðis. Hann gerir ekki víðreist, þekk-
ir vart aðrar borgir en Lyon og París, auk
Blástrandarbæjarins St. Tropez. Og hann seg-
ist ekki eiga neina vini, enda kveðst hann
vera sjálfum sér nógur. Einhver sagði okkur,
að Brigitte Bardot myndi eiga hluta af fyrr-
nefndum tízkuverzlunum hans. Henni væri
trúandi til þess, því í sál hennar ríkja leik-
listin og hagsýnin í góðri sambúð, en ekki
vitum við sönnur á þessum orðrómi.
Jratnkclluh - Hcpíemy
AMATÖRVERZLUNIN
LAUGAVEGI 55 - REYKJAVÍK - SÍMI 2271B