Samtíðin - 01.05.1970, Side 18
14
SAMTÍÐIN
LEYIMIÞJÓNUSTA
ÍSRAELS
OG ISER HAREL,
SEM SKIPULAGÐI HAIMA
OPINBER fréttaþjónusta í heiminum í dag
er gífurleg starfsemi. Við kynnumst árangri
hennar daglega í blöðum, útvarpi og sjón-
varpi og dáumst oft að viðbragðsflýti frétta-
mannanna og hinni hraðvirku tækni við miðl-
un texta og mynda.
Á sviði stjórnmálanna finnst mörgum hin
opinbera fréttaþjónusta samt fremur ófull-
komin. En til þess virðist ætlazt, að svo sé.
Fréttamönnum er því ekki um þetta að kenna.
Póltík er í eðli sínu fremur ljósfælin starf-
semi, sem rekin er mikinn part að tjalda-
baki. Því eru opinberar pólitískar fréttir alla
jafna yfirborðskenndar og í rauninni fremur
lítils virði. Úr þessu er reynt að bæta með
yfirlits- og skýringagreinum í blöðunum, en
oft túlka hinir ágætu greinahöfundar málin
þar að vild þjóðar sinnar, flokks síns eða
sjálfs sín. Veigamiklar pólitískar upplýsing-
ar fara aðrar leiðir en um blöð, útvarp og
sjónvarp. Þær fara eftir leyniþráðum njósna-
stofnana stórþjóðanna, sem þandir eru eins
og geysimiklir kóngulóarvefir um heim allan.
Hjá mestu herveldum heimsins er þar um
gífurlega starfsemi að ræða.
í eftirfarandi línum verður vikið að leyni-
þjónustu ísraelsmanna, mjög mikilhæfrar
þjóðar, sem býr við fádæma örðug skilyrði
í litlu, örðugu landi með óvini að heita má
allt um kring. Þessi leyniþjónusta er oftast
kölluð Shin Beth, en það eru nöfnin á fremstu
bókstöfunum í hebresku orðunum Shirutei
Bitachon, sem merkja: öryggisþjónustan.
Mörgum stendur ógn af þessari skammstöfun.
Sagt er til að mynda, að Adolf Eichmann hafi
Heldur en ekki brugðið í brún, þegar njósn-
arar ísraelsmanna handtóku hann í Buenos
Aires árið 1960. Áður en þeir höfðu sagt orð,
stundi hann upp: „Shin Beth“.
En víða vekja stafirnir Shin Beth virðingu
og aðdáun, því að öryggisþjónusta ísraels-
manna er talin ein snjallasta njósnastarfsemi
heimsins. Yfir henni hvílir mikil leynd, og al-
menningur veit sáralítið um starfsemi henn-
ar og starfskrafta.
Tveir menn hafa lengst af stjórnað þessari
leyniþjónustu: Iser Harel, sem skipulagði
hana, og Meir Amit, eftirmaður hans. Þeir
hafa nú báðir látið af störfum hjá Shin Beth.
Amit hætti þar í september 1968. Hann sagði
þá: „Ég læt ósagt, hvort Shin Beth er ein
bezta upplýsingaþjónusta heimsins. Um það
eru aðrir færari að dæma. Á hinu leikur eng-
inn vafi, að öryggi ísraels krefst fyrsta flokks
upplýsingaþjónustu. Við verðum alltaf að
vera þar feti framar en aðrir og verðum á-
vallt að leitast við að finna nýjar og frumleg-
ar starfsaðferðir. Það, sem á skortir hjá okk-
ur, hvað hernaðarvísindi, landrými og tíma
snertir, verðum við að vinna upp með ör-
yggisþjónustunni. Hernaðaröryggi okkar
byggist á afrekum hennar. Því verðum við
að hafa trausta fótfestu í löndum óvina okk-
ar.“
Iser Harel sagði: „Upplýsingaþjónusta
kommúnistatríkjanna lætur sig minnstu
atriði miklu máli skipta. Hún starfar eins og
ísrael sé versti óvinur þeirra. Starfsreglur