Samtíðin - 01.07.1970, Qupperneq 12

Samtíðin - 01.07.1970, Qupperneq 12
8 SAMTÍÐIN Nýjasta Parísargreiðslan en meðalþroska, hvað andlega hæfileika snertir. U. Sálsjúka móðirin. — Hún er óróleg og vanstillt á geðsmunum og gerir barn sitt sí-hrætt og angistarfullt. Henni tekst yfirleitt ekki að vekja æskilegt traust þess. Henni hættir til að róa og hugga það með sífelldum matar- og sælgætisgjöfuin. Að öðru leyti lætur hún það að mestu sjálfrátt. Sálsjúkar mæður eru venjulega mjög illa til þess fallnar að ala upp börn sín. Ágallar þeirra geta oft orðið börn- unum örlagaríkir, 5. Efnishyggjumóðirin. — Hún dekrar oft við barn sitt með gjöfum, svo sem fatnaði, leikföngum og góðgæti, en lætur það að öðru leyti fremur afskiptalítið. Börnum þvílíkra mæðra tekst oft að vekja hrifningu annarra barna vegna allsnægta sinna, en hæpið er, að andlegur þroski þeirra sé mikill, því að mæður þeirra hafa meiri áhuga og skilning á öðru. Efnis- hyggjan drottnar í sálarlífi þeirra. 'A' Kjörréttur mánaðarins Borghese-salat. — 1 salathöfuð, 10 hreðkur, 1 rauður laukur, 1 búnt karsi, 1 tsk. sinnep úr túbu, 5 smábrytjaðar an- sjósur, 1 eggjarauða, ögn af hvítlauks- dufti, 1 msk. eplaedik, salt, 4 msk. ólífu- olía, 3 harðsoðin egg. Heilhveitibrauð. Salathöfuðið er tætt sundur, hreðkurnar brytjaðar niður ásamt lauknum og karsan- um og síðan er þessu blandað saman. An- sjósunum, eggjarauðunni og sinnepinu er hrært vel saman, en edikið, saltið og hvít- lauksduftið er sett út í. Síðan er olíunni bætt út í smátt og smátt, og um leið er þessu hrært vel saman. Að því loknu er því hellt yfir og látið samlagast í um það bil 1 klst., en hreyft við því öðru hverju. Rétturinn er loks skreyttur með harð- soðnu eggjunum, skornum í 4 hluta. Heil- hveitibrauðið er borið með. EFTIRMATUR: Melóna með osti. — 1 lítil melóna, 2 msk. af gráðaosti og 1 msk. af rjómaosti. Melónan er skorin í 4 hluta og kjarn- arnir teknir úr henni. Osturinn er hrærð- ur saman og honum síðan skipt í melónu- hlutana. Síðan er þetta látið vera á köld- um stað í um það bil 1 klst. Uríttar! hárkollur! KieöpATKA * TÝSGOTU 1. J(íóL ilœillet iu urmu. ýOtCtf* í ýlœíi-ieffi ATHUGIÐ VER-Ð □□ GÆÐI Kjólaverzlunin ELSA Laugaveg 53 - Sími 13197 í

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.