Samtíðin - 01.11.1970, Blaðsíða 7
9. blað 37. árg,
IMr. 367
IMovember 1970
S A M TIÐI l\l
HEIIUILISBLAD TIL SKEMMTIJIMAR OG FRÓÐLEIKS
SAMTÍDIN kemiir út inánaðarlega nema í janúar og ágúst. Ritstjóri og útgefandi: Sigurður
Skúlason, Reykjavik, sími 12526, pósthólf 472. Afgreiðslusími 18985. Árgjaldið 200 kr. (erlendis
250 kr.), greiðist fyrirfram. Áskriftir miðast við áramót. Áskriftum og áskriftargjöldum veiít
móttaka í Bókaverzlun ísafoldar, Austurstræti 8. — Félagsprentsmiðjan hf.
Furða í dag - staðreynd á morgun
FYRIR allmörgum árum sátum við þrír pilt-
ar, allir leikmenn í skipulagsmálum borga, og
vorum að rabba um framtíðarskipulag Reykja-
víkur. Þá var búið að leggja Hringbrautina svo-
nefndu, og við kunningjarnir álitum, að skyn-
samlegt væri að reyna að hemja höfuðborgina
sem lengst innan hennar með því að rífa
gömlu borgarhverfin og reisa háhýsi í stað
hinna lágu bárujárnshúsa. Yið það töldum við,
að mikil gatnagerð myndi sparast, feiknin öll
af ýmiss konar leiðslum, fjarlægðir yrðu litlar
og umferð þannig auðveld og ódýr. Engan okk-
ar grunaði þá, hvílík óða-útþensla myndi verða
á Reykjavík á jafnskömmum tíma og raun er
á orðin, að borgin myndi taka spretti út um
allar holtagrundir, svo að stjórnendur hennar
hefðu varla við að hafa hemil á þeirrj þenslu
og skipuleggja landnámið. Ég man, að það, sem
við unglingarnir þrír héldum, að einna örðug-
ast yrði viðfangs í þessum málum, væri að
kenna íslenzkri dreifbýlisþjóð að búa saman í
háhýsum á litlu svæði.
Nú er komið á daginn, að útþensla borga er
orðin eitt af knýjandi vandamálum margra
menningarþjóða. Danir hugsa til að rnynda
með ugg til þess, að Kaupmannahöfn leggi
undir sig meginhluta Sjálands. Bandaríkjamenn
hafa fyrir löngu horfið að því ráði að gera
New York að háhýsaborg. Þeim var nauðug-
ur einn kostur. Frakkar hafa í lengstu lög
viljað halda í gamla horfinu, hvað hæð hús-
anna í París snertir, en hafa loks gefizt upp
við það, og háhýsin setja nú óðum svip sinn á
uthverfi þessarar aldagömlu bæjasamsteypu.
Ekkert minna en gerbylting blasir nú við í
þessum málum. Nýlega las ég eftirfarandi í
þýzku blaði: Engum manni kemur til hugar
að rífa Hamborg næstu 30 árin. Hitt væri fá-
sinna að reisa nýjar borgir með sama fyrir-
komulagi og þær, sem eru að lenda í algeru
öngþveiti, hvað bílaumferð snertir. Tæknifræð-
ingar bandaríska geimfarafélagsins hafa gert
tillögæ um skipulag „skynsamlegustu borgar
veraldarinnar". Er nú til athugunar í Boston,
hvort heppilegt muni að reisa hana þar á
flatneskjunni við sjóinn. Tæknifræðingarnir
hugsa sér skipulag borgarinnar þannig: Hring-
ur af geysimiklum turnum, sem hver um sig
er 100 hæðir, rúmar allt, sem við kemur 250.000
íbúa borg í dag, ekki einungis íbúðir fólksins,
heldur og verksmiðjur, skrifstofur, verzlanir
og veitingahús. Milli turnanna liggja geysi-
mikil glerrör á súlum, en eftir þeim berst öil
umferðin á færiböndum. Aðeins þeir, sem ætla
út úr borginni, þurfa á bílum að halda.
„Draumaíbúð" í hinni nýju borg verður búin
nýstárlegum þægindum. í öllum herbergjum
hennar verður unnt að tempra loftslagið eftir
vild með sérstakri tækni. í dagstofunni er hægt
að hafa það örvandi eins og eftir þrumuvcður
og í nýtízku svefnklefanum svæfandi, þannig
að fólk sofni þar vært að loknu dagsverki.
Hvað sem byggingarmálum Reykjavíkur líð-
ur, er fyrrnefnt skipulag borga enginn óska-
draumur lengur, heldur stórkostlegt tækniúr-
ræði til þess að leysa margvíslegan vanda fólks-
ins í þéttbýlinu. Að því er nú unnið af kappi
víða um lönd.