Samtíðin - 01.11.1970, Blaðsíða 17

Samtíðin - 01.11.1970, Blaðsíða 17
SAMTÍÐIN 13 safnsins og varði þar öllum tómstundum sínum næstu 3—4 árin til að bæta sér upp þann skort á skólaménntun, sem hann hafði orðið að þola. Sama árið og Panuzzi dó (1878) birtist ungur feimnislegur maður í lestrarsal B. Mus. Sá hét George Bernard Shavv. Árið eftir skrifaði hann þar daglega 5 bls. af skáidrit- um, sem hann hafði í smíðum. Shaw var sjálfmenntaður sem svo er nefnt. Seinna sagðist hann hafa hlotið menntun sína þarna í lestrarsalnum og í Málverkasafni ríkisins við Trafalgartorg. Hann gleymdi ekki að gjalda bókasafninu þakklætisskuld sína, því að hann arfleiddi það að handritinu að sjón- leiknum Jeanne d’Arc: Saint Joan. Einnig ánafnaði hann því ákveðinn hundi-aðshluta af höfundartekjum sínum. Ef talið, að safn- ið hafi undanfarin ár haft milli 60 og 70 millj. kr. tekjur af My Fair Lady. í þessum lestrarsal sat árum saman mað- ur, sem hafði ekki nema 5 dollara vikutekj- ur fyrir að vera Lundúnafréttaritari blaðsins New York Herald. Hann taldi sig þess um- kominn að kenna heiminum fjármálapólitík- ina og varði tímanum til að semja eins kon- ar trúmálarit í þeim efnum. Það nefnist Das Kapital, en höfundurinn hét Karl Marx og var þýzkur Gyðingur. Þessi maður sat alltaf við borð, sem merkt er G 7. Sálufélagar lians líta síðan á það sem helgan stað. Ýmsir aðrir byltingasinnaðir menn hafa unnið í lestrarsalnum, ekki sízt Rússar. Einn þeirra var Krapotkin fursti, sem Oscar Wilde sagði, að væri einn þeirra fáu manna, er höndlað hefðu hamingju þessa heims. Krapotkin eyddi þarna mörgum árum í leit að sögulegum rótum að frönsku stjórnar- byltingunni, sem hann vonaðist til, að sér myndi auðnast að gróðursetja í rússneskum jarðvegi. Hann fékk bækur léðar fram á lestrarsalinn undir nafninu Levachow. Árið 1902 fékk maður að nafni Lenin leyfi til að vinna í lestrarsalnum. Hann kall- aði sig Richter og sat alltaf við borðið L 13. Svo hvarf hann fyrirvaralaust úr lestrar- salnum, og einhvern tíma eftir 1920 spurði einhver safngestanna bókavörðinn, hvort hann myndi eftir honum. >,Já, það geri ég reyndar. Þetta var kubbs- legur náungi með svart skegg, fölleitur og höfuðstór og var alltaf í bláum fötum. Ég hef oft verið að velta því fyrir mér, hvaó orðið hafi af honum,'1 svaraði bókavörður- inn. Nokkrum árum eftir að Lenin fór að venja komur sínar í B. Mus., birtist þar einn Rússinn í viðbót. Sá hét Bronstein, en nefnd- ist Trotskij og hirti ekki um að afsala sér því nafni eftir það. í ÞESSU hljóðláta musteri bóka og grúsks varð skyndilega mikil háreysti árið 1915, er sprengja sprakk þarna í hverfinu og 15 lestir af þaki salarins hrundu. Þetta gerðist í fyrri heimsstyrjöldinni. Miklu meira gekk þó á í síðari heimsstyrjöldinni 1940—-’45, er B. Mus. varð ellefu sinnum fyrir loftárásum. Bretar voru ekki óviðbúnir þeim ósköpum. Hinn 24. ágúst 1939 fékk yfirbókavörðurinn fyrir- mæli frá innanríkisráðuneytinu um að hefja þegar í stað brottflutning á dýrmætustu rit- um safnsins. Þau voru geymd í kolanámu- göngum í Wales, meðan styrjöldin geisaði. Verst varð safnið úti af völdum eldsprengju í maí 1941. Þá eyðilögðust þar 125.000 bækur. Skáldið Mac Neice hefur lýst gestunum í lestrarsal B. Mus. eitthvað á þessa leið: Á- lútir sitja þeir og eru eins og býflugur, sem skríða af stað í leit að hunangi, er safnazt hefur með árunum í hólf þekkingarinnar. Sumir þeirra hafa þarna verk að vinna, aðrir eru þar, af því að þeir eru sólgnir í þekk- ingu, nokkrir af því að þeir hafa ekki annað skárra að gera, enn aðrir til að deyfa háreysti púkans í sál sinni. Sérvitringar, eljumenn, umkomulausir námsmenn, athvarfslausir flóttamenn frá ýmsum löndum. Sumir eru fullir af lífsþrótti, aðrir hálfsofandi eins og leðurblökur, sem hanga þarna innhverfar í heimi korpinna verðmæta, veröld, sem er örugg og næðissöm. Bóndinn: „SjáiS þér ekki skiltið hjá ánni? Það stendur PRlVAT á því.“ Veiðiþjófur: „Rg legg aldrei i vav/i minn að lesa neitt, ef það stendur p rív at á því.“ — Endumýjum görnlu sængurnar — — Seljum sængur og kodda — DÚN- OG FIÐURHREINSUNIN Vatnsstíg 3 — Sími 18740

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.