Samtíðin - 01.11.1970, Blaðsíða 18

Samtíðin - 01.11.1970, Blaðsíða 18
14 SAMTÍÐIN Rithöfutidurinn HAROLD ROBBINS hugsar í milljónum HAROLD ROBBINS er óvenju umsvifa- mikill bandarískur rithöfundur. Hann tal- ar aldrei um minna en milljónir eintaka af bókum sínum. Eftirfarandi frásögn um þennan óvenjulega mann er inntak úr grein, sem við rákumst nýlega' á í Inter- national Herald Tribune. „Ég hef selt 71 milljón eintaka af bók- um mínum,“ segir Harold Robbins. „Ég hlýt að hafa haft upp úr þeim 25 milljón- ir dollara, en örðugt er að segja um, hvað fæst fyrir kvikmyndunarréttindin. Eitt er þó víst: Ég er eini rithöfundur í heim- inum, sem græðir meira á bókasölu, en kvikmyndunarréttindum. Joe Levine (ó- háði kvikmyndaframleiðandinn í Holly- wood) borgaði mér nýlega 1 milljón doll- ara fyrir bók, sem er væntanleg frá mér og heitir „The Inheritor". Éyrir handritið að henni hefur útgefandi minn þegar greitt mér 2,5 millj. dollara." Auk þess hefur ABC sjónvarpsfélagið tryggt Robbins 1 millj. dollara fyrir sjón- varpsleikrit, sem nefnist „The Survivors" og er í 26 þáttum. Áætlað er, að mynda- taka þess muni kosta 9,5 millj. dollara. Myndin hefur þegar verið seld til Eng- lands, Þýzkalands og Niðurlanda. Ef vel tekst til, fær Robbins helming ágóðans af henni eftir tvö ár. Kvikmyndafélög hafa keypt réttindin að öllum 10 bókunum, sem Robbins hefur skrifað, og hafa 7 af þeim þegar verið kvikmyndaðar. „Ég hataði þær allar,“ segir Robbins og hlær við, „en þær gáfu mér drjúgan skilding, svo ég get verið ánægður." Þær bækur hans, sem bezt hafa selzt: „The Adventurers“, „The Carpet-bagg- ers“, „Stiletto“ og „Where Love Has Gone“ hafa verið þýddar á 27 tungumál og orðið einkar vinsælar í Þýzkalandi og Skandínavíu, „þar sem bækur mínar selj- ast meira en nokkurs annars höfundar," segir hann. Harold Robbins er 54ra ára, með'almað- ur á hæð, þrekvaxinn með velgengnibros á vörum. Þessi grein var hripuð um borð í skemmtisnekkju hans, sem heitir „Sunny Day“ og er knúin elektrónskri vél. „Ég hef alla ævi heyrt, að rithöfundar lepji dauðann úr skel,“ segir Robbins með kuldalegri ró fjármálamannsins, sem hef- ur komið ár sinni vel fyrir borð. Enginn þarf að óttast, að Robbins lendi á þurfamannahæli. Hann fékk ást á Blá- ströndinni skömmu eftir lok heimsstyrj- aldarinnar 1940—’45 og hefur látið reisa sér þar viðhafnarsetur fyrir 300 000 doll- ara á hæð einni skammt frá Cannes, við hlið húss Aga Khans. Þar dvelst hann helming ársins ásamt Grace konu sinni og Adriane dóttur þeirra. Hinn helming ársins búa þau á Beverly Hills í Banda- ríkjunum. Robbins geymir 125 000 dollara lystisnekkjuna sína allt árið í Frakklandi, en lætur árlega flytja Rolls-Royce bíl konu sinnar þangað flugleiðis frá Los Angeles fyrir 2 800 dollara og bílinn sinn fyrir 1 700 dollara. „Annars yrðum við að bíða 5 vikur eftir þeim,“ segir hann. „Það gæti virzt heppilegra og væri örlítið ódýrara að kaupa bíla í Frakklandi, en ég á 8 bíla heima.“ Fyrsta bók Robbins, ævisaga hans í skáldsöguformi, heitir: „Never Love a Stranger". Hún lofar það góðu um, að hann muni verða auðugur um síðir, að les- andinn trúir því. Robbins kveðst hafa haf- izt úr algerri örbirgð og munaðarleysi i

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.