Samtíðin - 01.11.1970, Blaðsíða 35

Samtíðin - 01.11.1970, Blaðsíða 35
SAMTÍÐIN 31 ÞEIR VITRU SÖGÐU -----------------------------------1 JÓNAS KRISTJÁNSSON læknir: „Því má aldrei gleyma, að sólin er uppspretta alls lífs á jörðinni og líka allrar fegurðar og hreysti. Frá geislum sólarinnar fáum vér allan þrótt vorn, jafnt styrk hugsana og tilfinninga sem styrk til líkamlegra starfa. „Meira ljós! Meira ljós!“ hrópaði skáldspekingurinn Goethe, þegar hann var að deyja. Sannarlega er öllum þörf á meira ljósi, fleiri og sterkari sólargeisl- um. Vér þörfnumst líka meira andlegs ljóss. Oss skortir mikið á að kunna að meta Ijósið og vita, hvers virði það er fyrir oss“. NIELS HASAGER: „Við verðum að læra að starfa með fólkinu eins og það er“. PLINIUS: „Vendu þig á að sigrast á erfiðleikunum. Ef þú veitir því athygli, að vinstri hönd þín er veigalítil sökum aðgerðarleysis og því ekki hæf til algengra athafna, þá heldur hún samt betur í beizl- istauminn en sú hægri, af því að hún hefur alltaf gert það“. GORDON hershöfðingi: „Hví skyldir þú sífellt vera að hugsa um, hvað heimurinn segir. Fyrir alla muni reyndu að vera ekki lengur háður því. ... Þig órar ekki fyrir, hve miklar áhyggjur það sparar þér“. J. MILTON: „Sannleikurinn saurgast ekki fremur af utanaðkomandi snertingu en sólargeislinn“. W. COWPER: „Letingi er eins og úr, sem báða vísana vantar á. Það er sama, hvort það gengur eða stendur“. ARABISKUR ORÐSKVIÐUR: „Segðu aldrei allt, sem þú veizt, því að sá, sem segir hug sinn allan, segir oft meira en hann veit“. --------------—--------—-------------— * A BÓKAMARKAÐINUM __„____^ _____________________. Snæbjörn Jónsson: Þagnarmál. Greinasafn eftir Sir William Craigie, W. P. Ker, Watson Kirckconnel og liöfundinn. MeS myndum. 251 bls., íb. kr. 511.00. Guðrún Magnúsdóttir: Ljóðmæli. 151 bls., íb. kr. 361.00. Guðmundur Daníelsson: Sandur. Skáldsaga. 209 bls., íb. kr. 511.00. Stefán Hörður Grímsson: Hliðin á sléttunni. Ljóð. 31 bls., íb. kr. 155.00. Einar Bjarnason: íslenzkir ættstuðlar. Ritgerð um islenzka sögu og ættfræði. 304 bls., ib. kr. • 694.00. V. I. Lenin: Ríki og bylting. Greinar og bréf. Bókin er gefin út í hundrað ára minningu höfundarins. Formáli eftir Kristin E. And- résson. 315 bls., ib. kr. 399.50. J. P. Gallagher: Striðslietja í hempuklæðum. Saga írska prestsins Hugh Joseph O’Flaherty, sem barðist ótrauður gegn ógnarstjórn naz- ista og fasista i Róm. Gunnar Björnsson þýddi. 192 bls., ib. kr. 411.00. Erling Poulsen: Einkaritari læknisins. Skáld- saga. Anna Jóna Kristjánsdóttir þýddi. 191 bls., ib. kr. 411.00. Steingerður Guðmundsdóttir: Strá. Ljóðmæli. 157 bls., ib. kr. 411.00. Biblían. Rit hennar i myndum og texta. Mynda- bók í alþjóðaútgáfu. (Litmyndir). Umsjón: Magnús Már Lárusson. 83 bls., íb. kr. 511.50. Jónas Árnason: Fólk. Þættir og sögur. 2. útg. 173 bls., íb. kr. 399.50. Barry Wynne: Maðurinn, sem neitaði að deyja. 66 daga á reki i suðurhöfum. Sönn saga um hetjuskap og mannlegt þolgæðgi. Óli Her- mannsson þýddi. 154 bls., ib. kr. 411.00. Árni Óla: Viðeyjarklaustur. í bók þessari segir höfundur sögu klaustursins i Viðey og jafn- framt sögu eyjarinnar frá landnámstíð til siðaskipta. Með myndum. 233 bls., ib. kr. 488.50. Útvegirm allar fáanlegar bækur. Kaupið bækurnar og ritföngin þar, sem úrvalið er mest. Sendum gegn póstkröfu um land allt. Ðókaverslun ÍSAFOLDAMl Austurstræti 8 — Reykjavík — Sími 1-45-27

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.