Samtíðin - 01.11.1970, Blaðsíða 22

Samtíðin - 01.11.1970, Blaðsíða 22
18 SAMTÍÐIN Ingólfur Davíðsson: Ur ríli náltúmnnar MEIVGUN RÍIVARFLJÓTS „ÞAÐ húmar og hljóðlega rennur / i hæg- viðri straumfögur Rín“. Langt er síðan þetta var kveðið, og nú er Rín ekki straumfögur lengur, öðru nær. Þetta meir en 800 km langa fljót er nú talið hið mengaðasta í Evr- ópu, enda rennur það gegnum þéttbýl lönd og afarmikil iðnaðarhéruð. Sorpi og skólpi frá milljónatugum manna er veitt út í það, og úrgangsefni ótal verksmiðja stórmenga vatnið. Mengunin byrjar þegar í Sviss. Séð úr lofti við Basel virðist rauð rák 10 m breið og 1000 m löng liggja eftir miðri ánni neðan við verksmiðjurnar miklu. Við Mann- heim streymir ýldulyktandi mistur inn í flug- vélina í 400 m hæð. Flugfarþegi segir: 660 km frá landamærum Sviss er árvatnið gul- brúnt og ýlduna leggur af því. Neðar fer að bera á olíu og' fituflekkjum, og enn neðar er sterk olíulykt af vatninu. Vatnið og verk- smiðjusvælan renna brátf í eitt þokumistur. Sums staðar er brennisteinsfýla af vatninu. í Hollandi er áin orðin samfelld skólpleiðsla. Hollendingar verða að taka við saur, skólpi og verksmiðjumengun frá mörgum löndum. Vatnið er þar talið flytja með sér 40 þús. tonn af salti, 16 þús. tonn af brennisteins- samböndum, 103 tonn af fosfór, yfir 500 tonn af ammoníaki, 300 tonn af járnsamböndum o. s. frv. daglega, auk ógrynnis lífrænna úr- gangsefna. Fiskar eru að hverfa úr ánni. Eini fiskur- inn, sem enn heldur þar velli, er állinn, en hafa verður hann í hreinu vatni nokkrar vikur, áður en óhætt er talið að éta hann. í fyrra lenti í ógáti talsvert af skordýraeyðing- arefninu Thiodan í ánni. Drap það fiska og eitraði vatnið um tíma. Súrefnið í árvatninu minnkar líka stöðugt. Víða í Mið-Evrópu er vatn orðið ódrekkandi nema það sé soðið og hreinsað og verður bráðum jafndýrt og bjór. Baðstaðir, veiðiskapur og rómantík eru að fara norður og niður. Þetta er gjaldið fyrir „menninguna“! Rínarfljót ér eins konar þjóðbraut, og um- ferð eftir því er afar mikil. Talið er, að um 17 þúsund vöru- og farþegaskip og dráttar- bátai’ séu á siglingu á ánni. Sums staðar er áin mjög straumhörð, og aðstoða dráttarbát- arnir skipin þar. Oft eru þarna langar skipa- lestir eða flotar á ferð, og bráðum verður lokið við skipaskurð úr Rín til Dónár. Eftir fá ár verður því hægt að fara fljótaleiðina frá Norðursjó til Svartahafs. Ein verkfræðingaáætlun er sú að reisa mörg kjarnorkuver við Rín. Þvílík ver þurfa afarmikið kælivatn og er gizkað á, að Rín yrði 30—40° heit, þar sem hún félli inn í Holland. Myndi grúfa yfir henni sífelldur gufumökkur og yrði þá jafnvel siglt í þoku á ánni neðanverðri. Þvílíkar framfarir! Kvart- að er um, að verksmiðjueigendur hirði ítt um varúðarreglur nema þeir séu knúðir til þess. Háttsettur þýzkur embættismaður kvartaði nýlega undan þessu í blaðaviðtali og sagði: „Hvað eigum við þá að gera? Eig- um við þá að setja forstjórana í fangelsi?“ „Því ekki það,“ sváraði blaðamaðurinn. (Sjá Der Spiegel 14. sept. 1970, þar sem mengun Rínar er lýst). Móðirin: „Eg vil eJcki hafa, að þú sért að leika þér við þessa bannsetta 'prakkara! Þú átt að leika þér við siðuð börn, heyr- irðu það?“ Sonurinn: „En þeirn hefur öllum verið bannað að leika sér við mig.“ Rafvirkinn: „Það hlýtur að vera meira en skrítið fólk, sem ■ býr hér í húsinu. Fyrst hringir það æ ofan í æ til mín að biðja mig að koma og gera við dyrabjöll- una hjá sér, og þegar ég loksins kem og hringi á hjá því, anzar það bara alls ekki!“ Framkvæmum fljótt og vel: SKÓ-, GÚMMl- og SKÓLATÖSKU- VIÐGERÐIR, Skóverkstæði HAFÞÖRS, GarSastrœti 13 (inngangur úr Fischerssundi).

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.