Samtíðin - 01.11.1970, Blaðsíða 12

Samtíðin - 01.11.1970, Blaðsíða 12
8 SAMTÍÐIN meira í verk en þeir. Sem lögmenn eru þær hógværari og meiri mannasættar. I kaup- sýslu, þar sem einungis er krafizt skipu- lagningar og gerhygli, eru konm- hetur starfi sínu vaxnar en karlmenn. 1 raun- inni eru flest stór kaupsýslufyrirtæki rek- in af kvenriturum karlmannanna. 1 stjórn- málum gegnir sama máli og við lögfræöi- störfin. Þar leggja konur höfuöáherzlu á að sinna stórmálum og forðast alla sýnd- armennsku. Kvennaráðuneyti myndi fordæma styrj- aldarrekstur, ekki vegna þess að hann sé heiftarlegur — því að konur eru grimm- lyndari en karlar — heldur vegna þess hve kostnaðarsamur og heimskulegur hann er í sjálfu sér. Konur eru i stuttu máli sagt færari frá náttúrunnar hendi en karlar til að stjórna fjölskyldu, kynflokki, þjóð — veröldinni.“ Kjörréttur mánaðarins Kálfakótelettur handa fjórum. — 4 stór- ar kótelettur, fremur þunnar og útflattar, 1 sneið af reyktu svínakjöti (skinku), 2 rif af hvítlauk, 1 búnt af steinselju, 4—5 smálaukar, 1 msk. af rjóma, 30 g af smjöri, jafnmikið af matarolíu, 1 glas af hvítvini, 3 stórir tómatar, 125 g af spag- hetti, salt, pipar og ögn af cayennapipar eða piparmyntukryddi. Flesksneiðin er hökkuð ásamt hvit- lauknum og steinseljunni. Þetta er saltað lítið eitt, en piprað vel. Síðan er þvi jafn- að saman með rjómanum og skipt niður á sneiðarnar, sem eru svo vafðar utan um það, en siðan er bandi bundið um þær. Að þvi loknu eru þær steiktar i smjörinu og oliunni ásamt brytjuðum lauknum, en gæta skal þess, að hann fái aðeins lit. Siðan er vininu hellt yfir. Tómatarnir, sem hýðið hefur verið tekið af, eru losaðir við kjarn- ana, kramdir með gaffli og settir síðan út í. Spaghetti, hrytjað i smáhita og soðið 7—8 mínútur, er einnig látið út i. Kryddað er með öllum tegundunum eftir vild. Rétt- urinn er því næst settur í eldfast mót með loki yfir og látinn malla í ofni tæpan hálftíma. EFTIRMATUR: Vanilluís með ferskjum og sólberjasaft. — 2 stórar eða 4 litlar ferskjur, 100 g af sykri, 1 hréf af vanillu- sykri eða dropar, % lítri af vanilluís, 1 glas af vatni og 3 líkjörglös af sólberja- saft. Sykurinn er soðinn í vatninu og van- illusykurinn því næst settur út í. Þetta er soðið, þangað til það hefur minnkað um helming. Látið löginn drjúpa af ferskj- unum, ef þær hafa verið niðursoðnar, sem gera má ráð fyrir, og látið þær síðan rétt sem snögg\'ast út i sírópið. Siðan er sól- berjasaftinni hellt út í og látið kólna. Isnum er skipt niður í skálarnar, ferskj- unum raðað ofan á liann og sírópinu síðan hellt yfir. Hvað merkja þessi ORÐ? ' 1. Gálgafrestur, 2. gaphús, 3. mágrund, 4. kalls, 5. sálusorgari, 6. sauðabroddur, 7 sauðnir, 8. semingur, 9. táglíminn, 10. úlkur. Merkingarnar eru á bls. 11. T. liártoþpar! Bnlon lldTríOÍÍUY! KieöpACgA TÝSGÖTU 1. ATHUGI-Ð VERÐ □□ GÆÐI Kjólaverzlunin ELSA Laugaveg 53 - Simi 13197 L

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.