Samtíðin - 01.11.1970, Blaðsíða 10
6
SAMTÍÐIN
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■(■■■■■■
■
■
■
■
í KVEN N AÞÆTTI R
ii
Vetrartízkan 1970
ENGINN vafi er á þvi, að mídítízkan
svonefnda liefur sigrað. Hún þykir bæði
kvenleg og nýstárleg. Midípilsin, hneppt
að framan og með stórri spennu á belt-
inu, eru mjög klæðileg. Loðskinn eru
mikið notuð á frakkakraga og uppslög.
Buxnatizkan liefur breytzt. Nú eru buxur
stuttar, ýmist sléttar eða með pokasniði,
mjög hentugar í vetrarkulda.
Við birtum hér mynd af viðhafnar-
frakka frá tizkuhúsi Balmains. Hann er
úr upphleyptu silki með skinni á kraga
og uppslögum. Hárgreiðslan er samlcvæmt
nýjustu Parísartízku.
itr Hugsið vel um neglurnar
ÝMSAR konur vita of lítið um negl-
urnar. Sumar halda, að viðkvæmar neglur
þoli ekki lakk. Það er misskilningur. Lakk-
ið verndar þær. Neglurnar eru úr svip-
uðu efni og hárið. Þær vaxa í þrem lög-
um úr þrem frumuröðum, sem eru undir
naglrótinni. Neglurnar verða þunnar eða
þykkar, eftir þvi hve mikill vöxtur er í
þessum frumum. Ef sumar þeirra vaxa
hraðar en aðrar, hættir nöglunum við að
flagna. Hvítir blettir á nöglunum (svo-
nefndar ástir) geta stafað af því, að frum-
urnar hafa veikzt eða neglurnar orðið fyrir
hnjaski. Varizt, að þær verði fyrir áfalli
Krommente
VINYL FLÍSAR □ G GDLFDÚKAR
SJÁLFGLJÁAND! - AUOVELT VIÐHALD - MJUKT UNDIR FÆTI
FÆST í ÖLLUM HELZTU BYGDINGAVÖRUVERZLUNUM LANDSINS.