Samtíðin - 01.11.1970, Blaðsíða 10

Samtíðin - 01.11.1970, Blaðsíða 10
6 SAMTÍÐIN ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■(■■■■■■ ■ ■ ■ ■ í KVEN N AÞÆTTI R ii Vetrartízkan 1970 ENGINN vafi er á þvi, að mídítízkan svonefnda liefur sigrað. Hún þykir bæði kvenleg og nýstárleg. Midípilsin, hneppt að framan og með stórri spennu á belt- inu, eru mjög klæðileg. Loðskinn eru mikið notuð á frakkakraga og uppslög. Buxnatizkan liefur breytzt. Nú eru buxur stuttar, ýmist sléttar eða með pokasniði, mjög hentugar í vetrarkulda. Við birtum hér mynd af viðhafnar- frakka frá tizkuhúsi Balmains. Hann er úr upphleyptu silki með skinni á kraga og uppslögum. Hárgreiðslan er samlcvæmt nýjustu Parísartízku. itr Hugsið vel um neglurnar ÝMSAR konur vita of lítið um negl- urnar. Sumar halda, að viðkvæmar neglur þoli ekki lakk. Það er misskilningur. Lakk- ið verndar þær. Neglurnar eru úr svip- uðu efni og hárið. Þær vaxa í þrem lög- um úr þrem frumuröðum, sem eru undir naglrótinni. Neglurnar verða þunnar eða þykkar, eftir þvi hve mikill vöxtur er í þessum frumum. Ef sumar þeirra vaxa hraðar en aðrar, hættir nöglunum við að flagna. Hvítir blettir á nöglunum (svo- nefndar ástir) geta stafað af því, að frum- urnar hafa veikzt eða neglurnar orðið fyrir hnjaski. Varizt, að þær verði fyrir áfalli Krommente VINYL FLÍSAR □ G GDLFDÚKAR SJÁLFGLJÁAND! - AUOVELT VIÐHALD - MJUKT UNDIR FÆTI FÆST í ÖLLUM HELZTU BYGDINGAVÖRUVERZLUNUM LANDSINS.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.