Samtíðin - 01.11.1970, Blaðsíða 20

Samtíðin - 01.11.1970, Blaðsíða 20
16 SAMTÍÐIN „Ég vil heldur rómantísk sönglög en nýtízku tónlist/' segir \Jictona de cJdoó ^ydn^eíé RÉTTUM mánuði eftir að frú Victoria söng á listahátíðinni í Reykjavík sl. vor, var hún komin inn í hallargarðinn í Mon- aco til að syngja þa' vinsælu spænsku söngvana sína við undirleik Óperuhljóm- sveitar furstadæmisins. Víðlesnasta dag- blað Suðaustur-Frakklands, Nice Matin, lét þá ekki hjá líða að birta samtal við söngkonuna í sambandi við þessa söng- skemmtun. Hrifning blaðamannsins var takmarkalítil, því að hann byrjaði grein sína þannig: „Victoria de Los Angeles ... „Sigur englanna": tvö nöfn, sem eru öld- ungis táknræn og lýsa til fullnustu þess- ari töfrandi, brosmildu konu, sem er elsk- uð og gædd af skapanornunum (eða af englunum?) rödd og gáfu, sem gerir hana að einni fremstu söngkonu líðandi stund- ar.“ Síðan hófst- viðtalið og kvað nú við allt annan tón en í viðtali söngkonunnar við blaðamann Morgunblaðsins mánuði áður. Þar hafði frúin lagt megináherzlu á þann unað sinn að eiga börn og annast þau, en tónlistin virtist hálfgert aukaatriði, hvort sem hún hefur haldið, að hentara væri aö ræða við okkur Islendinga — fólk „yzt á hjara veraldar" — um barneignir en músík. Þarna suður frá var hún öll önn- ur. Þar var tónlistin aftur orðin megin- inntak lífsins, svo sem vera ber hjá jafn fágætlega snjallri atvinnusöngkonu. Frú Victoria sagði meðal annars: „Ef satt skal segja, get ég ekki sagt, að mér geðjist að nútímatónlist. Hún á hvorki við skap mitt né smekk. Ég vil ein- dregið heldur rómantísk lög. Hvort tón- listin heldur áfram að fara þessar rót- tæku leiðir eða tekur aftur á sig sígildara form, veit ég ekki .. . Hitt veit ég, að til þess að vega á móti öllum vísindum, kulda og hagfræði okkar aldar verður tónlistin æ meir ómissandi. Hið næstum áþreifan- lega samband mitt við áheyrendur mína, einkum unga fólkið, hefur sannfært mig um þetta ... Ég trúi því statt og stöð- ugt, að tónlistin eigi sér framtíð um allan aldur. En allí er svo miklum breytingum undirorpið, að enginn getur sagt um, hvað morgundagurinn ber í skauti sínu. Og það er því miður hugsanlegt, að þessi lisi verði að nokkrum árum liðnum orðin ger- samlega óeðlileg, vísindaleg. Til allrar hamingju verð'um við þá ekki framar til.“ Þannig fórust hinni ágætu söngkonu orð á sínum eigin breiddargráðum við Miðjarðarhafið, og nú var ekki minnzt á, að hún biði þess í ofvæni að komast heim til bús og barna, hvað sem allri tónlist liði, heldur var sagt, að eftir nokkra hvíld ætti hún að syngja í Deauville og Lissu- bon, síðan lægi leiðin til Parísar, þar næst til Rússlands, og næsta vetur myndi hún að venju syngja um heim allan.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.